Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 27
%• -
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
(í
27
Útvarp
Sjónvarp
*)
SUMARVAKA - útvaip kl. 20,00:
Frá réttum til,
nyrzta tanga íslands
Sumarvakan í kvöld hefst með ein-
söng Friðbjörns G. Jónssonar. Ólafur
Vignir Albertsson leikur undir á píanó.
Næst á eftir les Óskar Ingimarsson frá-
sögn eftir Hallgrím Jónasson. í tilefni
þess að göngur eru í algleymingi þessa
viku, verður lesin bernskuminning höf-
undar um göngur á Silfrastaðaafrétti
um aldamótin. Hallgrímur Jónasson
átti þá heima á Fremri Kotum í
Norðurárdal í Skagafirði. Saga þessi er
tekin úr bókinni Heimar dals og heiða,
sem var gefin út árið 1973.
Síðan verður sagt frá nyrzta tanga ís-
lands, Rauðanúpi á Melrakkasléttu.
Verður hér á ferðinni frásögn og kvæði
eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni
Guðmundur Magnússon. Sigríður
Schiöth les.
Þar á eftir verður fluttur seinni hluti
um sjávargagn og búhlunnindi á Vest-
fjörðum. Jóhannes Daviðsson í Neðri-
Hjarðardal í Dýrafirði segir þar frá og
styðst eingöngu við minnið þar sem
Jóhannes er orðinn það sjóndapur að
hann getur ekki notazt við handrit, en
Jóhannes er nú hátt á níræðisaldri. I
fyrra þætti var fjallað að mestu um
sjávargagnið og verður þessi þáttur
meira um búhlunnindin.
Að venju lýkur Sumarvökunni með
kórsöng sem verður fluttur af Sunnu-
kórnum og Karlakór ísafjarðar undir
stjórn Ragnars H. Ragnar. Hjálmar
Ragnarsson leikur á píanó.
-LKM.
NÝJASTA TÆKNI0G VÍSINDI - sjónvarp kl. 20,40:
Öldrun, borgir
og mannfjölgun
í Nýjasta tækni og vísindi verða
þrír brezkir þættir. Fyrsti þáttur
verður um öldrun og gefur yfirlit yfir
hvernig og hvað gerist þegar líkaminn
eldist. Jafnframt verður getið um
ákveðin svæði á jörðinni þar sem
menn verða óvenju gamlir, en þeir
eru þá yfirleitt á rólegri stöðum en
við íslendingar eigum að venjast, þar
sem streitan hefur ekki enn náð
tökum á þjóðfélaginu.
Annar þáttur fjallar um borgir. Þá
verður sagt frá því hvernig borgir
urðu til í upphafí. Eitthvað virðist
hafa farið úrskeiðis, því nú eru þessir
hávaðasömu og menguðu staðir
orðnir heldur óæskileg svæði til að
búa á. Menn hafa þá loksins vaknað
til meðvitundar um þá staðreynd að
eitthvað verði að gera til að bæta
þetta ástand.
Þriðji liðurinn fjallar um mann-
fjölgun í heiminum. Ekki eru til ná-
kvæmar tölur yfir íbúafjöldann, en í
janúar 1976 var talið að mannfjöldi
jarðar væri um fjórir milljarðar.
Talan hefur þó aukizt síðan, þar sem
betri og virkari aðferðir hafa fundizt
til að halda lífi í fólki. Þrátt fyrir
getnaðarvarnir og fræðslu hefur ekki
tekizt að hemja mannfjölgunina og er
hún orðin að vaxandi vandamáli. Þá
verða kynntar orsakir þessa vanda-
máls og hverjar afleiðingarnar geta
orðið.
LKM.
í janúar 1976 var talið að mannfjöldi
jarðar væri um fjórir milljarðar.
talan hefur þó aukizt síðan, og ekki
hefur tekizt að hemja mannfjölgun-
ina.
Óskar Ingimarsson les um göngur á Silfrastaöaafrétti um aldamótin eftir Hallgrim
Jónasson, á Sumarvökunni i kvöld.
VIDEO
Video — Tæki — Fiimut
Leiga — Sala — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480.
Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin).
KVIKMYNDIR
NÁMSKEIÐIN Konráð Adolphsson