Dagblaðið - 16.09.1981, Síða 28
Algjört gæzluleysi á Litla-Hrauni, segir oddvitinn á Eyrarbakka:
Fangamir ganga í burtu
þegar þeim sýnist svo
— hreppsnef ndin hef ur áhyggjur af að fangamir gangi lausir í jaðri þorpsins
—oftlega lofað að girt yrði rækilega í kringum fangelsið
,,Það er alls ekki svo að við höfum
á móti því að fangarnir leiki knatt-
spyrnu eða stundi útivist. En það er
misjafn sauður í mörgu fé, og við
viljum að það sé innan lokaðrar girð-
ingar því Litla-Hraun er fangelsi og
þar hljóta menn að eiga að búa við
önnur skilyrði en frjálst fólk,” sagði
Kjartan Guðjónsson, oddviti á Eyr-
arbakka, í samtaii við DB í morgun.
Hreppsnefndin á Eyrarbakka
hefur ítrekað á undanförnum mán-
uðum lýst áhyggjum sínum vegna
þess ástands sem ríkir i gæzlumálum
á Litla-Hrauni. „Þetta er algjört
gæzluleysi,” sagði Kjartan Guðjóns-
son í morgun. „Það er daglegt brauð
að fangarnir séu utan girðingar, bæði
í vinnutima þeirra og utan hans, og
það þýðir að þeir eru meira og minna
inni í plássinu. Það er kannski einn
eða tveir fangaverðir að passa40—50
menn enda sýnir þáðrsig að þeir labba
þaðan í burtu þegar þeim sýnist.”
Kjartan sagði að íbúum á Eyrar-
bakka hefði oftlega verið lofað að
girt yrði rækilega í kringum fangelsið
en við það hefði enn ekki verið staðið
og yrði það að nokkru leyti að skrif-
ast á forstjóra hælisins. Hann sagðist
hafa átt skilningi að mæta hjá for-
manni hælisstjórnar en stjórnvöld
hefðu ekki veitt fé til girðingarinnar.
„Nú hafa þeir fengið nýjan fótbolta-
völl og utan um hann eru þrír eða
fjórir gaddavírsstrengir, þannig að
það er ekki einu sinni gripheld girð-
ing. Gæzlumenn geta alls ekki passað
þetta, það viðurkenna þeir sjálfir,”
sagði Kjartan. „Þetta mál er allt
komið út í mestu vitleysu og ef ekki
verður bragarbót á munum við fara
að láta heyra meira i okkur.”
-ÓV.
LIFIÐ ER
SALTFISKUR”
Lifiö er saltfiskur, samkvœmt Sölku Völku, persónunni sem Halldór Laxness skapaði. Stúlkurnar á
myndinni hittu DB-menn þar sem þœr voru að vinna I saltfiski I Grindavlk. Svo vill til að ýmsir telja
að sögusvið Sölku Völku sé einmit Grindavlk. Stúlkumar eru, frú vinstri: Sigriður Ingólfsdóttir, Sól-
veig Ólafsdóttir, báðar Grindvíkingar, og Margrét Héðinsdóttir, af Seltjamamesi. Karimaðurinn
jjœr ú myndinni er matsmaður og heitir Jónatan Aðalsteinsson.
-KMU/DB-mynd: Bjamleifur.
Bréf f rá Fasteignamatinu sem er „EKKITIL BIRTINGAR”:
„YFIRTAKA” Á FJALAKÖTTINN
EN KAUPA SKAL ÖNNUR HÚS
— stef nt að endurmati húsa í Grjótaþorpi til lækkunar?
í borgarráði Reykjavíkur var tekið
fyrir í gær afrit af óundirrituðu bréfi
sem ritað var á bréfsefni með bréf-
haus borgarskipulags Reykjavíkur. Á
bréfið var stimplað — EKKI TIL
BIRTINGAR. Það var Þorkell
Valdimarsson sem sendi borgarráði
þetta bréf, sem hann kvað liggja hjá.
Fasteignamati rikisins.
í þessu dularfulla bréfi er borgar-
verkfræðingi falið að annast lauslega
kostnaðaráætlun um framkvæmdir i
Grjótaþorpi en þær framkvæmdir
snerta veitustofnun og gatnadeild.
Þá er í bréfinu dularfulla, sem er
„ekki til birtingar”, rætt um húsa-
kaup borgarsjóðs í Grjótaþorpi. Þar
er gert ráð fyrir að borgarsjóður
kaupi Vesturgötu 5, breyti lóða-
mörkum, endurbæti húsið og endur-
selji. Einnig á að kaupa Fischersund
1 og 3a, rífa húsin, nota Ióðir til
aðkomuleiðar að Aðalstræti 6
(Morgunblaðshúsinu) og fyrir bíla-
stæði.
Kaupa á Aðalstræti 10, vegna
einstaks sögulegs gildis „Stefna á að
þvl að borgarsjóður yfirtaki Aðal-
stræti 8 (Fjalaköttinn) og geri þar
þjónustumiðstöð fyrir borgarbúa,
„Menningarsetur miðbæjarins”.”
Bað Þorkell'um skýringar á þessu
bréfi og spurði hvort það túlkaði
stefnu borgarinnar í skipulagsmál-
um. Einnig spurði hann hvort bréfið,,
sem kann að hafa áhrif á ENDUR-
MAT húsa og lóða á svæðinu, hafi
verið sent með vitund og vilja borgar-
ráðs.
Davíð Oddsson kvað borgarráð
hafa fjallað um bréfið og komizt að
þeirri niðurstöðu að slík afgreiðsla
Grjótaþorpsmála hefði hvergi verið
samþykkt í borgarstjórn.Var borgar-
stjóra faiið að rannsaka bréfið hjá
Fasteignamatinu og einnig að svara
erindi Þorkels.
Þorkell telur að borgarskipulag
stefni að endurmati húsa og lóða í
Grjótaþorpi til lækkunar. Fyrra mat
var m.a. lagt til grundvallar skipt-
inga á eignum félaganna Silla og
Valda á sínum tíma. Endurmat
getur því miklu raskað.
-A.St.
frjálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 16.SEPT. 1981.
Fíkniefni
fundust við
leit á Búðum
Lögreglan á Snæfellsnesi ásamt
fíkniefnadeild lögreglunnar i Reykjavík
gerði á sunnudagseftirmiðdag húsleit i
hótelinu á Búðum, eftir úrskurð sýslu-
manns. Grunur lék á fíkniefnaneyzlu
starfsmanna hótelsins og reyndist hús-
leitin fullréttlætanleg þar sem lögreglu-
menn fundu nokkurt magn fíkniefna.
Lögreglan var kölluð að Búðum
aðfaranótt sunnudagsins vegna manns
sem horfið hafði. Maðurinn fannst.
skömmu síðar en heimsóknin að
Búðum gaf lögreglunni tilefni til að
krefjast húsleitarinnar.
Að sögn Ingólfs Ingvarssonar, yfir-
lögregluþjóns á Snæfellsnesi, voru
engir teknir í varðhald enda þarna um
fjölskyldur að ræða og ekki aðstaða
fyrir íögregluna að taka börn í sína
umsjá. Málið er nú í rannsókn hjá
lögreglunni og er hún enn skammt á
veg komin. Síðasti dagur sem hótelið á
Búðum var opið í sumar var á sunnu-
dag.
-ELA^
Ríkisstjórnin
samþykkti
búvöruverðs-
hækkunina
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í gær tillögur sexmannanefndar
um búvöruverðshækkun upp á 7,67%.
Nýtt verð á landbúnaðarvörum tekur
því að öllum líkindum gildi á morgun
en Ingi Tryggvason, einn úr sexmanna-
nefnd, sagði að ekki væri víst að allt
hækkaði þó fyrr en um helgina. Ekki
var ljóst í morgun hvað hver vöruteg-
und yrði dýr eftir hækkun. Slegið hefur
verið á að þessi hækkun búvöruverðs
þýddi 2,1—2,2% hækkun á
framfærsluvísitölu.
-DS.
(TT
SZ. m ö NIN Q 3UR
IVIKU HVERRI
Askrifendur
DB athugið
Einn ykkar er svo ljónheppinn að
fá að svara spurningunum i leiknum
„DB-vinningur i viku hverri”. Nú
auglýsum við eftir honum á smáaug-
lýsingasiðum blaðsins i dag.
Vinningur I þessari viku er 10
glra Raleigh reiðhjól frú Fúlkan-
um, Suðurlandsbraut 8 I Reykja-
vik.
Fylgizt vel með, úskrifendur, fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegri utanlandsferð rikari.
T*
hressir betur.