Dagblaðið - 28.09.1981, Síða 5

Dagblaðið - 28.09.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981 DB á ne vtendamarkaði Hagdeild Verzlunarbankans býður góða þjónustu við heimilisbókhald Fólk ekki verið duglegt að notfæra sér þjónustu bankans, segir Geir Þórðarson sem er viskiptamönnum til leiðbeiningar aðstoð við skipulagningu fjárhagsá- ætlunar fyrir heimilið. „Fólk hefur ekki notfært sér mikið þessa þjónustu okkar. Ástæðan er sennilega sú að fólk heldur að það sé þýðingarlaust að gera áætlanir fram í tímann vegna verðbólgunnar,” sagði Geir Þórðar- son í Verzlunarbankanum í samtali við neytendasíðuna. Um síðustu ára- mót tók bankinn upp nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína og bauð þeim Fjárhagsáœtlanir nauðsynlegar þrátt fyrir verðbóiguna „Það er reginfirra að ekki sé hægl að gera áætlanir urn fjárhaginn vegna verðbólgunnar. Auðvitað hefur verðbólgan sitt að segja en engu að síður eru fjárhags- áætlanirnar ' nauðsynlegar. Aðalkosturinn við heimilisbókhald er betri áætlanagerð. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að fara ekki út í of erfíðar eða miklar fjárfestingar. Án áætlana er ekki óalgengt að fólki verði það einmitt á. Það eru til peningar í þjóðfélaginu. Það er bara spurning um það hvernig þeim er eytt. Það hefur sýnt sig með safnlánunum. Þess eru dæmi að hjón hafa t.d. getað lagt fyrir um það bil 4 þúsund kr. á mánuði. Það hefur sýnt sig, að mun heppilegra er fyrir fólk að safna fyrir stórum og dýrum hlutum, sem það ætlar að kaupa sér, eins og t.d. lita- sjónvarpi og slíkum hlutum, en að kaupa upp á afborganir,” sagði Geir. „Fólk talar mikið um að það borgi sig ekki að safna peningum, en nú er svo komið að það gerir það svo sannarlega. Vextir af banka- innistæðum eru orðnir svo hagstæðir að þeir halda í við verðbólguna. Það er hins vegar dýrt að fá lánaða peninga,” sagði Geir. Verðtryggðir sparireikningar — Á hvern hátt getur fólk bezt á- vaxtað peningana sína í bankanum? Á hvers konar reikninga er hentugast að leggja? „Fyrst verður að athuga hve lengi þú getur bundið peningana þína í bankanum. Svokallaðir verðtryggðir sparireikningar sem bundnir eru til sex mánaða eru hagstæðastir. Þeir eru miðaðir við lánskjaravísitölu. Við getum nefnt dæmi um innlegg á slikum reikningi. Ef t.d. þúsund kr. hefðu verið lagðar inn í september í fyrra væru þær orðnar að 1494 kr. núna. Það er áreiðanlega hægt að kaupa jafnmikið fyrir þessar fjórtán hundruð krónur núna og þúsund krónurnar í fyrra, ef ekki meira. Margir eru smeykir við efnahags- ráðstafanir og treysta ekki vísitölunni, en ég held að það sé alveg ástæðulaust,” sagði Geir. Bankainnistœður ekki skattlagðar — Eru bankainnistæður skatt- lagðar? ,,Nei, það eru þær ekki. Banka- innistæður eru hins vegar framtals- skyldar. Nú er einmitt að renna upp fyrir fólki sem hefur lagt fé sitt í hús- eignir, að skatturinn af þeim er orðinn svo mikill, að það dæmi er ekki lengur hagstætt. Það barf að greiða eignaskatt af „steinsteyp- unni” en ekki af peningum i banka. -A.Bj. BANKAREIKNINGARNIR MEÐ LÆGSTU VÖXTUNUM BEZTIR ÞVÍ ÞEIR ERU VERDTRYGGDIR Geir Þóröarson er til hvernig hentugast sé ávaxta „sitt pund”. viötals i aðalbankanum f Bankastræti og ráöleggur fólki um aó gera áætlun um heimilisfjárhaginn og hvernig bezt er að DB-mynd Sig. Þorri. Taflan hér að neðan sýnir okkur kemur fram að hagstæðustu banka- hvernig vaxtakjörin eru. Takið eftir reikningarnir eru verðtryggðu því að í viðtalinu vð Geir Þórðarson sparireikningarnir. Af þeim eru hins Frá og meö 1. júni 1981 eru vextir sem hér segir: Innlánsvextir: % Sparisjóðsbækur.....................;............34,00 Ávisana- og hlaupareikn...........................19,00 Safnlánareikn.....................................34,00 Sp.sj.reikn. m/3 mán. upps.....................* 37,00 Sp.sj.reikn. m/12 mán. upps...................* 39,00 Verðtryggðir sparireikn...........................01,00 * Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári 30. júní og 31. des. ár hvert vegar ekki greiddir nema 1,00% vexti, en reikningarnir eru verðtryggðir. Útlánsvextir: % Víxilvextir (forvex)..............................32,00 Skuldabréf (6,5 + 33,5)...........................40,00 Safnlán...........................................37,02 Hlaupareikn. (5 + 28).............................33,00 Lánskjaravísitölulán..............................02,50 Vanskilavextir á mán..............................04,50 Áætlanagerðin er nauðsynleg Ef tekjurnar hrökkva ekki fyrir gjöldunum verður annaðhvort að minnka útgjöldin eða auka tekjurnar sem fólk greiðir mánaðarlega. Þannig ætti að vera auðveldara að gera áætlun fram í tímann um hver útgjöldin verða. Nokkur fjöldi manna hefur nú um þriggja ára skeið haldið svokallað heimilisbókhald með okkur hér á neytendasíðunni. Við höfum ekki gert annað en brýna fyrir fólki að skrifa niður útgjöld sín, fyrst og fremst til þess aö athuga hvort það sé hægt að spara á einhverjum liðum. Reynsla fólks af þátttöku í heimilis- bókhaldinu hjá okkur hefur yfirleitt verið á þann veg, að það telur bæði að um sparnað sé að ræða og auk þess sé að því mikill hagur að vita í hvað peningunum hefur verið eytt. Áætlanagerðin Eftir að búið er að halda heimilis- bókhald í nokkurn tíma vita menn svona nokkurn veginn hvað þeir fara með í t.d. fæði, benzín, tryggingar, fatnað, skemmtanir og hvað annað Sýnishorn af útfyllingu ^ANUÐUR J/W. m. m w', NNBORGANIR A.>:ti,i n| kai nv |mism A/K!T.I’n| KAt’.NV MISM A.+m.l'N'j HAI'NV MISM A.fTI.IN KAl’NV ImLSM. A.+rruN KAl’NV. MISM A.+.TU’N RAL’NV Ml -aun 8*700 - 8*700 - 9100 - 8ÍOO- 97oo - 97oo- Ub. og vextir af láni vala eigna (BillT tOXÍO- 2000- Zooo- 1" . eooo- 2oöt> .ántaka Jttekt úr banka fZ.ooo- fo ooo - - Xco- , ÍAMTAl-S INNMOKGANIR 8*00.- S0 4oo- !C9X> 79JOO - 7/ /PO - ÍTBORGANIR A.ETI.I N HAUNV MISM KYDSI.A A.KTU Nj KAl’NV MISM KYDSI.A , Á.KTI.IN1 KAl'.NV KYHSIA MISM A.+tun| haúnv KYDSÍA MISM A.+m.l N | RAl’NV : KYDSI-X MISM A.+TI.ÚN RAl'NV KYDSIjX Ml jjnldheimtan -asteignagjiiTd T ryggingar ZOVO - *20.- . %OHO -. 2040- 2040 - 2040 ■ 2040- 4X0 - 8oo- • : 420- /560- Rafmagn -fúagjöld Sími Zoo - 370- zoo - ] | 200 - 3fO- ' 3/0 - 200 xoo : >20- ZOC - 350 - — Aaknftir, happdrœtti nfl. Dagvistun Henain ofl. v bils XfO - YOO - 9oo - X5D - 7oc — \ 9oo - xso - roo - 9oo - ' Zto . 700 - 9oo - 250 - Voo 7700 - ' X50 - 400 - 1700 — Matur ofl. v heimilia Afh. og vextir af akuld Fatnaður 4ooo.~ , -yLCO - 4SDO - XTOO -, : 4500 - . 2000 4500 f/oo-: 5000 - 7700 - — — Keyptur bill SparnaAur bfooo - 3000 ■ — — .......... — — — 85 W' 8*700-' ?*.XbO -' :o9oo '8870 ' SAMTAI-S UTBORGANIR 7/060 STAÐA 1 HYK.JUN ZOO ■ 9° -.. . _... 42&}n 740 40 - 2YO INNBORGANIR ÚTBOHGANIR I I $0*700- 8*700 -' 73XÍ.C-~ 70800 .'oOoo ‘ 79 7oo *>jpro ’ /7/00- /7060 MISMUNUR 9o - ; 4X090 /40 - 40 - , 270 - skyndiradstafanih 1 FI-UTT 90- 4X090 f40- ^ *-/o 240 3/V- Eyðublað fyrir áætlanagerðina er hægt að fá hjá Verzlunarbankanum. Þar er einnig að finna greinargóðar leiðbeiningar. Þar segir m.a. frá manni sem gerir greiðsluáætlun og sýnt hvernig það er gert sex mánuði fram í tímann. Skrá þarf niður helztu greiðsluliði, bæði innborganir og út- borganir. Innborganir geta verið laun, tryggingabætur, leigutekjur, afborganir og vaxtatekjur, sala eigna, lántökur og úttektir. Útborganir geta verið: skattar, út- svar, fasteignagjöld, tryggingar, húsaleiga, rafmagn, hiti, húsgjöld, sími, blöð og áskriftir, happdrætti, dagvistun, félagsgjöld, rekstur bíls, matur og hreinlætisvörur, fatnaður, eignakaup, afborganir og vextir og sparnaður. Þeir, sem ekki gera neinar áætlanir, lifa bara eftir efnum og á- stæðum hverju sinni, eins og það er kallað, vita í rauninni aldrei hvar þeir standa fjárhagslega. Þeir eru alltaf á heljarþröminni fjárhagslega. Ef einhver óvænt útgjöld koma á daginn, eins og t.d. að það brotnar hjá þeim vaskur eða eldavél eða annað dýrt heimilistæki bilar alvarlega er allt í voða. Ekki er neinn varasjóður til þess að grípa til og jafnvel verður að grípa til þess óyndisúrræðis að taka rándýrt bankalán til þess að bjarga sér úr brýnustu vandræðunum. Fyrir nokkrum árum, áður en vextir voru færðir til raungildis og áður en farið var að verðtryggja og vísitölubinda bankalán, var hægt að taka bankalán jafnvel til þess að lifa af. Sú upphæð sem endurgreidd var eftir nokkra mánuði eða jafnvel ár, var ekki lengur í neinu samræmi við þá upphæð sem fengin var að láni. Er þetta meðal annars talin á- stæðan fyrir því, að svo margir efnalitlir einstaklingar gátu byggt yfir sig húsnæði, sem er mun erfiðara fyrir fólk að gera í dag. Sömu sögu er að segja um lán sem námsmenn fengu. Endurgreiðsluupphæðin var ekki í neinu samræmi við þá upphæð sem fengin var að láni. Þá komum við aftur að nauðsyn þess að gera fjárhagsáætlun. Ef í ljós kemur að tekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldunum verður að gera annað af tvennu, minnka útgjöldin eða aukatekjurnar. í möppunni sem viðskiptavinir Verzlunarbankans fá, og áður er vikið að, er einnig greinargóður listi til þess að skrá skuldir sínar, hverjir eru skuldareigendur, og hverjir eru gjalddagar o.s.frv. Það getur verið erfiðleikum bundið að halda reiður á skuldhöfum ef skuldirnar eru marg- ar. Þá eru ekki sendar út rukkanir vegna ýmissa skulda eins og t.d. vegna húsnæðismálaskulda. Eins og allir vita getur það verið dýrt að greiða ekki skuldir sínar á réttum tíma. Við viljum eindregið hvetja sem flesta til þess að sinna heimilis- bókhaldsgerðinni í ríkara mæli en e.t.v. hefur verið gert. Við getum ekki aðstoðað öðru vísi en við höfum gert og svo auðvitað bent á bankana, sem eru eða eiga að vera ráðunautar fólks í peningamálum. -A.Bj. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 5 Götur fóru illa. Vatnselgurinn reif upp slitlagið og liggja jarðstrengir berir eftir. Ljóst er að tjónið nemur hundruðum þúsunda króna. DB-myndir Emil Thorarcnsen, EskiGrði. VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Stórtjón í vatnsveðrinu á Eskifirði: AURSKRIÐA FÉLL ÚR HLÍDUM FJALLSINS — .atn og aur rann yf ir garða og inn í íbúðir — Fólk flutt af Dvalarheimili aldraðra og manni naumlega bjargað úr skurðgröf u Gífurlegt vatnsveður var á Aust- fjörðum á föstudag og um kvöldið féll aurskriða úr hlíðum fjallsins fyrir ofan Eskifjörð og olli miklu tjóni á húsum og öðrum mannvirkjum í bænum. Aur- skriðan kom í framhaldi af langvarandi rigningartíð, en heita má að rignt hafi stanzlaust á Eskifirði í þrjár vikur. Um kl. 22.45 á föstudagskvöld urðu íbúar við Botnabraut og Lambeyrar- braut varir við það að vatn, aur og leðja barði húsin að utan og vatnið flæddi inn í húsin. Aurskriðan féll úr hlíðum fjallsins úr 300 metra hæð og rann í Lambeyrará. Áin flutti aurinn og mölina niður í byggðina með þeim af- leiðingum að áin stiflaöist rétt fyrir ofan og innan Dvalarheimili aldraðra á Eskifirði. Vatnið, mölin og moldareðjan rann á næstu hús og inn í og gegnum þá garða sem fyrir voru. Mestur varð skaðinn í kjallaraibúð Guðnýjar Aradóttur, en þar leigir Guðmundur Gíslason kennari. Guðmundur var að horfa á bíómyndina I sjónvarpinu og átti sér einskis ills von þegar aurlitað vatn streymdi skyndilega inn i íbúðina og með svo miklum krafti að með ólíkindum var. Mestöll íbúðin var undirlögð 20—30 cm aurlagi. Vatnið og aurinn flæddi einnig inn í fleiri hús og garða en ekki eins alvar- lega og í íbúð Guðmundar, en ljóst er að tjón er talsvert, bæði á húsum og görðum. Af öryggisástæðum voru íbúar Dvalarheimilis aldraðra fluttir þaðan á hótelið þar sem þeir voru um nóttina. Talið er að bílskúr fyrir ofan dvalar- heimilið hafi komið í veg fyrir að verr færi. Hann braut aðalstrauminn, sem ella hefði farið á efri hlið heimilisins. Lambeyrará hljóp síðast árið 1946. Þegar rignir eins lengi og nú hefur gert verður hlíðin fyrir ofan bæinn full af lækjum. Fleiri tugir lækja verða til. Mikið tjón varð á götunum Lambeyrarbraut og Botnabraut. Áskell Jónsson bæjarstjóri sagði að tjónið vegna þessa vatnsveðurs skipti hundruðum þúsunda, en það verður nánar metið síðar. í tilefni þess að 29. september 1981 eru 75 ár liðin frá opnun símaþjónustu hér á landi verður jarðstöðin Skyggnir við Úlfarsfell til sýnis almenningi þann dag kl. 13.00 til 17.00. Einnig verðurhún tilsýnis 3. og 4. október nk. á sama tíma. Póst- og símamálastof nunin. Vatnið bar með sér aur og möl eftir götum bæjaríns og inn I hús. Menn höfðu I nógu að snúast I björgunarstörfum. Hér má sjá lögreglubll og traktorsgröfu I miðjum straumnum aðfaranótt laugardagsins. Þá varð það óhapp inni i Eskifjarðará að skurðgrafa í eigu Gylfa Gunnarssonar lenti ofan í djúpum pytti. Fyrir snarræði ökumanns tókst honum að koma í veg fyrir að grafan færi á hliðina. Þarf vart að spyrja að leikslokum hefði það gerzt. ökumanninum tókst að komast upp á þak gröfunnar og var línu kastað til hans og honum bjargað. Björgunarsveitarmenn og sjálf- boðaliðar unnu aðfaranótt laugardags og á laugardag við að bjarga þvi sem bjargaðvarð. Emll, Eskifirði. 4 gerdir Stórar flöskur, 360 g Nýtt, gæöa- sjampó með góðri lykt — fyriralla fjölskylduna. Gott verð. Spurðu um KOMMÓÐUR | * * * ^ ; ' - * 4 « Litir fura, tekk og brúnt B. 80 cm, d. 40 cm, h. 48—101 cm Þriggja skúffa, kr. 528^)0 Fjögurra skúffa, kr. 6364» Rmm skúffa, kr. 696,00 Takmarkaóar birgóir i þessu hagstæða verði. Einmg fyrirllggjandl speglar, kertastjakar og ýmsar smíða- jámsvörur. Bókahillur og skatthol. Sex skúffu Kr. 797,00 8637-5997 Háteigsvegi 20 Simi 12811 Opið laugardag 10—18 Dl-li

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.