Dagblaðið - 28.09.1981, Side 10

Dagblaðið - 28.09.1981, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. (M Erlent Erlent Erlent Erlent ........................ ..... Japanir hyggjast auka útgjSld til vamarmála um 7,5% á næsta fjárhagsári: Flugvélar, herskip og skrið- drekar á óskalista Japana 1, _r_m M ■* * rm ■ ■ r m ■ ■ r» ■■■» a ■■ ■ a ■ ■ r m mmt ■ * ■■ - ■ ■ r mt ■ V og Bandaríkjamanna á útgjöldum til hernaðarmála ' » *■ Sj §gsTPT» •'"'v ss%* Sú ákvörðun Reagans Bandaríkja- forseta að skera niður útgjöld til hernaðarmála hefur fært Japönum góða afsökun til að gera slíkt hið sama, að því er fulltrúar í japanska fjármálaráðuneytinu telja. Þá er einnig talið að minnkandi útgjöld Bandaríkjamanna og Vestur- Þjóðverja til hermála verði vatn á myllu stjórnarandstæðinga í Japan. jStjórnvöld í Japan búast ekki við að útgjöld til varnarmála verði minnkuð á fjárlögum næsta árs. Hins, vegar telja fréttaskýrendur líklegt að erfitt verði fyrir japanska varnar- málaráðuneytið að standa við áætlanir sínar um kaup á orrustu- þotum og þotum sem ætlaðar eru til árása á kafbáta og öðrum her- gögnum, en þessi kaup voru fyrirhuguð á næstu árum. Útgjöld til varnar- mála aukin um 7,5% Bandaríkjamenn hafa mjög hvatt Zenko Suzuki, forsætisráðherra Japans, til að auka útgjöld til hernaðar- og varnarmála vegna Skriðdrekar eru ofarlega á lista varnarmálaráðuneytisins og á næsta ári ætla Japanir að kaupa 80 skriðdreka. Heimsstyrjaldirnar kenndu Japönum sína lexíu Heimsstyrjaldirnar tvær á þessari öld hafa kennt Japönum sína lexíu og þeir eru hræddir við að flækjast í ófrið. Allar götur síðan 1955 hafa ríkisstjórnir landsins reynt að halda útgjöldum til varnarmála innan við 1% af þjóðarframleiðslu Japans og tekizt það. Varnarmálaráðuneytið leggur nú mesta áherzlu á að bæta flugher Suzuki forsætisráðherra Japans: Hann stendur frammi fyrir þeim vanda að varnarmálaráðuneytið vill auka útgjöld til hermála á sama tima og sum lönd Vestur-Evrópu eru að skera þau niður. síaukins vígbúnaðar Sovétmanna. Suzuki telur engan vafa leika á að umræðan um þessi mal verði efst á dagskrá þingsins er það kemur saman 1 vikunni eftir sumarfrí. Suzuki hefur þó sagt að sú ákvörðun stjórnar hans að auka útgjöld til hernaðarmála um 7,5% á næsta fjárhagsári sé endanieg og henni verði ekki hnikað. „Við ætlum hægt og rólega að auka okkar varnarstyrk,” sagði Suzuki. Hann hefur marglýst því yfir að Japanir leggi mikla áherzlu á að byggja her sinn upp innan þeirra marka, sem stjórnarskrá landsins leyfir. Samtals gerir varnarmála- ráðuneytið ráð fyrir að eyða jafnvirði 90 milljarða íslenzkra króna í hergögn næsta fjárhagsár. Þá er enn frekari aukning á útgjöldum til varnarmála ráðgerð á næstu árum. Að mati hernaðarsérfræðinga mun ekki líða á löngu unz útgjalda- aukningin milli ára nær 10% og þess verður skammt að biða að útgjöld til varnarmála nemi um 1 % af þjóðar- framleiðslu Japana. Umdeildasta atriði þessarar út- gjaldaaukningar er sú ákvörðun varnarmálaráðuneytisins að panta fjölda hergagna næsta ár, en greiða lítið inn á kaupverð þeirra það árið. Næstu ár á eftir er hins vegar gert ráð fyrir að vopn þessi verði að fullu greidd, en kostnaðurinn við kaupin yrði þá falinn á fjárlögum margra ára. Japans og hefur i hyggju að greiða næsta ár inn á 43 orrustuþotur af F- 15 Eagle gerð. Af þessum 43 þotum hafði varnarmálaráðuneytið pantað 11 fyrir árið 1984, en allt bendir nú til þess, að þær vélar verði afhentar fyrr en ráð var fyrir gert. Samtals munu þá Japanir kaupa 100 F-15 orrustu- þotur á árunum 1980—84. Þá hyggjast Japanir greiða inn á 17 P3C Orion kafbátaleitarflugvélar næsta ár, þar af fimm sem greiða átti 1984. Alls var gert ráð fyrir að Japanir keyptu 15 Orion-vélar árið 1984, og samtals 45 á tímabilinu 1980—84. Meðal annarra hergagna sem varnarmálaráðuneytið ætlar að kaupa næsta ár eru 10 herskip samtals 17.430 tonn að stærð. Meðal þeirra eru fimm tundurspillar vopnaðir eldflaugum og einn kafbátur. Þá er gert ráð fyrir að smíði 80 skriðdreka og 22 þyrla, sem sér- staklega verða búnar vopnum til að nota gegn skriðdrekum. Hergögnin kosta 40 milljarða kr. Gert er ráð fyrir að þessi hergögn muni samtals kosta jafnvirði 40 milljarðar króna en þau verða að fullu greidd á næstu fimm árum. Á næsta ári munu Japanir greiða jafnvirði 780 milljóna dollara upp í verð þessara hergagna. Þar af mun jafnvirði 200 milljóna króna fara í greiðslu upp í F—12 orrustuþoturnar og Orion flugvélarnar. Samtals munu þær flugvélar kosta jafnvirði 22,3 milljarða króna. Að sögn embættismanna í fjár- málaráðuneytinu verður erfitt fyrir stjórnina að samþykkja þessi útgjöld. Ekki sízt með það í huga að stjórnar- andstaðan getur vitnað til minnkandi útgjalda til hermála í Bandaríkjunum og Vestur-Þýzka- landT, í gagnrýni sinni á hernaðarút- gjöld stjórnarinnar. Undanfarin ár hefur ætíð verið halli á fjárlögum Japans og styrkir sú staðreynd enn stöðu stjórnarandstæðinga. Þá geta þeir einnig með réttu bent á að í fjár- lögum næsta árs er gert ráð fyrir að öll útgjöld, nema útgjöld til varnar- mála, aukist um aðeins 2,5%. Sem fyrr getur hefur varnarmála- ráðuneytið farið fram á 7,5% útgjaldaaukningu. Árið 1976 lýsti stjórn Japans því yfir að Japanir stefndu að því að byggja upp her sem gæti varizt litlum og takmörkuðum árásum. Núverandi stjórn landsins hefur sagt að þessu markmiði ætli hún sér að ná fyrir árið 1987. Bandaríkjamenn hafa í seinni tíð gagnrýnt þessa stefnu stjórnarinnar og talið hana miðaða við það ástand sem rikti í heimsmálum eftir Víet- nam-stríðið. Þeir benda á að síðan hafi spenna í alþjóðamálum vaxið verulega og því sé þessi hugmynd Japanameð öllu óraunhæf nú. -SA. (Reuter) _/

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.