Dagblaðið - 28.09.1981, Síða 22

Dagblaðið - 28.09.1981, Síða 22
22 fíat 131 árg. 1978, sjálfskiptur, ekinn 32 þús. km. Mjög vel með farinn. Gott verð — Uppl. í síma 31600 og 73592 á kvöldin. Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum úvallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. (X! Vmllin'ía - Alsirluifliiriiui Nýja húsinu f v/Lækjartorg. 47 Myndlistarsýning HTMl félagsmanna í VR stendur yfir í Listasafni Alþýðu á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Sýningunni lýkur 4. október 1981. Opið frá kl. 14 til 22. Allir velkomnir. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Til sölu BMW320 BMW318 BMW518 BMW320 BMW316 BMW316 árg. 1980 Renau/t 18 TS árg. 1979 árg. 1978 Renau/t 12 TL árg. 1979 árg. 1981 Renautt 12 TL árg. 1977 árg. 1977 RenauU20 TL árg. 1978 árg. 1980 Renauft 4 VAN F4 árg. 1977 árg. 1978 Opið laugardaga frá kl. 1—6. L <0> KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 ; - i A ORKUSTOFNUN Framlenging á umsóknarfresti um stöður hjá Orkustofnun Ákveðið hefur verið að framlengja til 20. október 1981 umsóknarfrest um neðantaldar tvær stöður hjá Orkustofnun sem áður hafa verið auglýstar lausar til um- sóknar. Þegar sendar umsóknir gilda áfram og þarf ekki að endur- nýja þær. I. Staða forstjóra stjórnsýsludeildar. Háskólamenntun áskilin, menntun á sviði stjórnunarfræða og reynsla í stjórnun æskileg. II. Staða starfsmannastjóra. Lögfræðimenntun æskileg og reynsla í starfsmannastjórn. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. október nk. orkumálastjóra, Orkustofnun, Grensás- vegi9,108 Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar. Orkustofnun. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. G I Menning Menning Leiklist ÓLAFUR JÓNSSON- A&B&F Hér sjást þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir og Sigrún S. Einarsdóttir i hlutverkum sinum f Hótel Paradfs. Þjóðleikhúsið: HÓTEL PARADfS eftir Goorges Feydeau Þýðandi: Sigurður Pálsson Lýsíng: Kristinn Daníelsson Leikmynd og búningar: Robin Don Leikstjóri: Benedikt Árnason. Að horfa á Hótel Paradís í >jóð- leikhúsinu er dálítið eins og að sjá dugandi leikfélag leika Arnold og Bach. En þeir A & B voru, ef einhver skyldi ekki vita það, um langan aldur einhver hin vellátnustu leikskáld á landi hér og farsar þeirra hvarvetna í brúki þar sem farið var með leiki, allt frá höfuðstöðvum leikmennta í Iðnó og út og suður um byggðir landsins. Þeir þurfa ekki að vera dauðir úr öllum æðum enn. Ekki er langt að minnast stórleikara á okkar tíð, Bess'a Bjarnasonar og Gisla Halldórs- sonar í Spanskílugunni og Húrra krakki í alþýðu- og miðnæturleikhúsi Leikfélags Reykjavíkur í Austur- bæjarbiói. Ekki nóg með að farsar Arnolds og Bach gæfust vel sem alþýðleg skemmtun, til að leika þá og til að hlæja að þeim vítt og breitt um landið. Þeir reyndust líka haldgóð kassastykki í Leikfélagi Reykjavíkur þegar fjárhagur félagsins stóð sem tæpast á kreppuárunum. Vísast að Feydeau-sýning Þjóðleikhússins stafi ekki bara af helgri köllun þar í húsi að fara með farsaleik, heldur líka þörf fyrir fjárhagslega og siðferðislega viðreisn eftir leikárið í fyrra, ærlegan hlátursleik og kær- komið kassastykki. Nú er svo sem ekki ætlunin að leggja að líku hina dularfullu þýskara A & B, sem hvergi fara af þeim neinar sögur nema hér á landi, og höfuðskáld farsaleikja, klassískan höfund eins og Georges Feydeau. Það munar líka heilmiklu á þjóðleikhúsi og hverju öðru dugandi leikfél. Samt sem áður fannst mér Hótel Paradís að því miðað við leiðsögn Benedikts Árnasonar að vekja þessháttar alþýðlegt, græskulaust gaman sem þeir Arnold og Bach kunna að hafa gefið af sér í fyrri daga, þegar best lét. Eins og gerist í alþýðlegum sýningum á meðal áhugamanna virtist líka kröftum býsna misskipt með þátttakendum í leiknum og meir treyst á náttúrugáfu leikendanna til að vekja skop og hlátur en vísvitaða mótun, túlkun leiksins á sviðinu. Samkvæmt því er vönum og vellátnum leikurum í plássinu skipað í burðarhlutverk leiks: Róbert og Bessa, Sigríði, Árna og Þóru í Þjóðleikhúsinu, og siðan reynt eftir megni að fylla einnig hin hlutverkin sem minna þykja skipta eftir því sem efni og ástæður leyfa í leikfélaginu. Þetta tekst misvel i Þjóðleik- húsinu. Auðvelt er að gera sér í hug- arlund hvað leikari á við Gísla Halldórsson gæti fengið út úr hlut- verki á borð við Bastien hótelþjón, en er að vísu Gísla Alfreðssyni um megn. Skrýtið að sjá Baldvin Halldórsson í mýflugumynd I gervi fokreiðs hótelgests sem ætti augljóslega til miklu meira að vinna sem Bastien. Og þannig mætti fleiri dæmi telja. ber, heimur hans öðlist merkingu á sviðinu þarf meira að koma til, markvís túlkun skopsins af hálfu leikstjóra og leikhóps, hvers og eins hlutverks og leiksins í heild. Og það er að vísu ekki alþýðlegt græskuleysi, góðmótlegt glens sem ber uppi farsaleiki Feydeaus. Þvert á móti. Heimur hans auðkennist af auðvirðileik og lítilmennsku hinna sællegu smáborgara sem hann sýnir og segir okkur frá. örskammt á bak við skringilegt fólk og fáránlegu at- vikin sem krækjast 'saman í keðju farsans tekur við biksvört sýn mannlegrar neyðar, leiða og angistar. Við þá baksýn fær stílfært skop og afkáraleg skáldlist Feydeaus flug undir vængi í farsaleik sem fyrir alla muni verður allan tímann að vera alveg hjólliðugur. í Þjóðleikhúsinu mátti því miður engu muna að maður í sýningu eins og þessari væri voða gaman að sjá unga og upprennandi leikara í aðalhlut- verkum leiks og sýningar, en hinum eldri og reyndari skipað bakatil. Það er líka ýmsum efnilegum skopleikurum á að skipa á meðal yngri leikara. En þeir eru bara ekki viðstaddir í Þjóðleikhúsinu, og ekki fengu Árni Blandon, Randver Þor- láksson, Sigmundur örn Arngríms- son margt né mikið út úr sínum mannsefnum í leiknum. Auðvitað fara fyrrnefndir aðal-leikendur vel og skopvíslega með sín hlutverk, það sem þeir komast með þau, hvert og eitt, og auðvitað fer ekki hjá því að ærsl og afkáraskapur veki meiri eða minni hlátur á meðal áhorfenda. Er það nóg? Ég er hræddur um ekki. Til að farsinn fái líf og flug sem honum færi að dotta. En eftir er að sjá hvort aðferð sýningarinnar fær hljómgrunn á meðal áhorfenda eins og að er stefnt. Ef svo vel tekst — þá er líka svo að sjá sem þeir Arnold og Bach séu ekki ennþá undir lok liðnir í íslenskri leiklistarsögu. Eins og vera ber í Þjóðleikhúsi er Hótei Paradís all-íburðarlega á sviðið búið, leikmynd og búningar eftir breskan gest leikhússins, Robin Don. Leikmyndin er óneitanlega vegleg fyrir augað. En þar sem mest er í hana lagt, í miðþættinum, er samt sem áður eins og hún sé fyrir leikendunum, komi upp á milli leiks og áhorfanda. Og þetta átti raunar við um sýninguna í heild, eitthvað bar í milli: svið og salur náðu aldrei saman 1 því sæla algleymi sem farsaleiknum ber og heyrir honum til.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.