Dagblaðið - 28.09.1981, Page 28

Dagblaðið - 28.09.1981, Page 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. Pretendersll: HRESSILEG HUOMSVEIT OG ROKKSÖNGKONA í SÉRFLOKKI Pretenders leika fyrst og fremst hrátt og taktfast rokk. Meirihluti laganna á Pretenders II er af því tagi. Þó fíkrar hljómsveitin sig út af rokklínunni í lögunum I Go To Sleep og Birds Of Paradise. Þar kemur í ljós að Pretenders er jafnvíg á rólega tónlist og hraða. Fyrrnefnda lagið er eftir Ray Davies forsprakka The Kinks og er að mínum dómi bezta lag plötunnar Pretenders II. Undanfarið ár hefur söngkonan Pat Benatar vakið á sér athygli fyrir lífleg- an rokksöng. Tvær fyrstu plötur hennar hlutu lofsamleg ummæli en sú þriðja þykir ekki sérlega merkileg. Því er ég að nefna Pat Benatar hér í miðri umsögn minni um Pretenders að plötur hennar komu mér oft í hug er ég hlýddi á söng Chrissie Hynde söngkonu, laga- smið og gítarleikara Pretenders. Satt bezt að segja fölnar frammistaða Benatar æði mikið við samanburð á getu þeirra tveggja. Báðar syngja þær hrá rokklög. Önnur á yfirborðskennd- an hátt, hin af innlifun. Það var Chrissie Hynde sem hóaði liðsmönnum Pretenders saman. Hún kom frá Bandaríkjunum til Bretlands og settist þar að. Fyrst í stað reyndi hún fyrir sér við ýmis störf, var um tíma blaðamaður við eitthvert músíkritið. Loks kom að því á miðju ári 1978 að Pretenders urðu til. Fyrsta litla platan, sem kom út með hljómsveitinni, hafði að geyma lagið Stop Your Sobbing eftir Ray Davies. Síðar kom lagið Kid út. Bæði urðu þaú ^sæmilega vinsæl en ekkert meira. Pretenders slógu ekki í gegn fyrr en með fyrri LP plötunni og 'einu laginu af henni, Brass In Pocket. Hvort tveggja sló i gegn í ársbyrjun 1980. Enginn vafi er á því að Pretenders á bjarta framtíð fvrir höndum. Rokklög Chrissie Hynde eru langt fyrir ofan meðallag. Lög eins og The Adultress, Message Of Love, Talk Of The Town og Louie Louie eru til vitnis um það Hún samdi líka Birds Of Paradise sem stingur dálítið í stúf við aðrar laga- smíðar hennar en er ekki síður gott. Hljóðfæraleikur á plötunni Pretenders II er ekki nema rétt I meðallagi en sem heild er hljómsveitin kraftmikil og skemmtileg á að hlýða. Að þessu leytinu minnir hún dálítið á Utangarðsmennina sáluðu. -ÁT- Hljómsveitin Pretenders á sér stutta sögu en býsna glæsta. Hún sendi frá sér sína fyrstu LP plötu síðast á árinu 1979 og sló í gegn í einu vetfangi. Fjölmargir gagnrýnendur bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum töldu plötu þessa með þeim beztu á árinu 1981. Og nú er plat- an Pretenders II komin út. Hún er jafnvel enn betri en sú fyrri. SAMIGRAUTUR 4 NÝJUM DISKI Síðastliðin tvö til þrjú ár hef ég ekki hlustað á bandaríska vinsældalistann án þess að heyra eitt eða fleiri lög með Kenny Rogers. Þessi hási, gráhærði karl hefur náð hreint ótrúlegum vinsældum í heimalandi sínu. Þar hefur hann jafnan verið flokkaður með country listamönnum þó að þau séu teljandi á fingrum annarrar handar countrylögin sem hafa náð vinsældum með honum. Kenny Rogers getur ekki sungið frekar en Bing Crosby á sínum tíma. Hann er hins vegar ágætis raulari og ef marka má plötuna Share Your Love þá þekkir hann takmörk sín ágætlega. Kenny reynir ekki við neitt sem vafi getur verið á að hann ráði við og því er ekkert hægt að finna að útkomunni. Kannski er þarna komin skýringin á vinsældum kappans. Flestir meðal- jónar ættu nefnilega að geta raulað með honum án þess að roðna og blána af áreynslu. Sjálfsagt kannast flestir þeir sem þetta lesa við tónlist Kenny Rogers. Það er því óþarfi að lýsa tónlistinni á plötunni Share Your Love. Hún er ná- kvæmlega eins og öll lögin sem hann hefur átt í efstu sætum vinsælda- listanna undanfarm ár. Eitl lag á plötunni, Blaze Of Glory, er meira að segja þegar orðið talsvert vjnsælt. Og ekki gat ég betur heyrt en flest hinna laganna níu ættu jafna möguleika. Með öðrum orðum: pottþétt, löngu staðnað formúlupopp, sem svíkur eng- an aðdáanda, en aflar tæplega margra nýrra. -ÁT- Foreigner—4: Góð tónlist í raun en hræðilega stöðnuð Foreigner er fullkomið dæmi um gersamlega staðnaða hljómsveit. Fjórða breiðskífa hljómsveitarinnar, með því frumlega nafni 4, kom út fyrir nokkru. Þrátt fyrir að báðir hljóm- borðsleikararnir hafi verið Iátnir flakka breytir það engu. Áhrif þeirra voru hvort eð er ákaflega takmörkuð — varla heyranleg á plastinu — þannig að þrátt fyrir 33% mannfækkun í flokkn- um er tónlistin t engu breytt. Aðeins eitt laganna á 4 getur talizt vera verulega hresst og það er Luanne sem er eins ekta Foreigner lag og það getur frekast orðið. Heildarsvipurinn á plötunni er mun afslappaðri en á fyrri plötum, og rólegu lögin of mörg. Hins vegar er ekki hægt að setja neitt út á hljóðfæraleik og söng sem er eins pott- þéttur og verða má. Til að fylla upp í skörð þeirra lan McDonald og A1 Greenwood hefur hljómsveitin fengið til liðs við sig lipra „session-karla” og munurinn heyrist varla. Þótt Foreigner verði að teljast stöðnuð hljómsveit er ekki þar með sagt að platan 4 sé slök. Hún er þvert á móti ágæt, ef aðeins er litið á hana sem sérfyrirbrigði, án samhengis við fyrri verk Foreigners og annarra á sömu línu. Enda má telja víst að tryggir aðdáendur kaupi plötuna jafnt sem áður. Eftir tvær mjög keimlikar plötur verða þeir forsprakkar Mick Jones og Lou Gramm hins vegar að gera upp við sig hvort halda á áfram á þessari braut stöðnunar eða reyna að brydda upp á einhverju nýju. Við höfum dæmi um hljómsveit sem hefur leikið sömu tónlistina, nær óbreytta á annan áratug án allra tilrauna enda ber hún nafn með rentu — Status Quo. Varla er þó vert að taka hana til fyrirmyndar, nema auðvitað menn hafi engan metnað í sér. Tæpast er þvi þannig farið með Jones og Gramm. -SSv. Sigurður Sverrisson ZZTop—Elloco: Einu sinni var skemmtilegt tríó... Það er af sem áður var þegar Texas- tríóið ZZ Top státaði af því að leika tónlist án nokkurra bellibragða af hálfu stúdíósins. Tríóið lagði alla áherzlu á að leika rythm’n blues rokk eins „orginal” og það var hægt. Hápunktur þess var á plötunni Tres Hombres, sem kom út árið 1973. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tríóið hefur gefið úr 4 plötur, afar misjafnar að gæðum. Fyrir skömmu kom sjöunda breiðskífa ZZ Top á markaðinn og óhætt er að segja að hún sé sú langlakasta sem frá þeim hefur farið. í sjálfu sér afsakanlegt að gömlu taktarnir séu á bak og burt en að ekkert nýtt og ferskt komi i staðinn gengur ekki. E1 loco, en svo heitir nýjasti gripurinn, er gersamlega misheppnuð plata. Eftir slaka plötu, Texas, sem út kom 1976 heyrðist ekki múkk frá þeim félögum í vel á fjórða ár. Snemma árs í fyrra kom síðan platan Deguello út og á henni var að finna batamerki — leiðin virtist liggja upp á við — en nú kemur svo rothöggið endanlega. Gamla mottóið, að nota engin „studio gimmicks” eins og það var orðað forðum, er löngu rokið út í veður og vind, en ekki einu sinni tæknin nær að bjarga E1 loco upp úr svaðinu. Vonbrigðin eru mikil því þeir dagar voru að þessir hressu karlar úr Texas voru efstir á blaði undirritaðs. ZZ Top er ekki iengur hresst og kröftugt tríó heldur þreytt hljómsveit, sem reynir að halda dauðahaldi í það sem hún kann. Þótt kryddað sé með hljóðgervlum og öðrum „effectum” dugar það ekki til. Hugmyndirnar skortir, útfærslan er að vísu ágætlega gerð, en neistinn er á bak og burt. Farewell my lovely. -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.