Dagblaðið - 31.10.1981, Page 1

Dagblaðið - 31.10.1981, Page 1
 7. ÁRG. - LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 — 248. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra haröorðurálandsfundi Sjálfstæöisflokksins: Barátta Geirs fyrir auknum völdum aðalvandi flokksins ágreiningurinn kominn upp löngu áöur en nkisstjórnin var mynduö Gcir Hallgrfmsson flokksformaður sat hinn rólegásti undir skammarræðu forsætis- I grein úr Morgunblaðinu eftir Styrmi Gunnarsson ritstjóra með fyrirsögninni „Sögu- ráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Hér heldur Gunnar Thoroddsen á | legar sættir”. DB-mynd: Bjarnleifur. Hvar er sérstaða starfsmanna Rannsóknarlögreglu ríkisins? STJÓRN ARBYLTING HJÁ RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI —fyrri st jórn velt vegna aðgerðaleysis — ný st jóm tekur við á aukaf undi Auk Grétars Sæmundssonar for- manns voru þessir kosnir í stjórnina: Egill Bjarnason, Guðmundur H. Jónsson, Högni Einarsson og Smári Sigurðsson. í varastjórn voru þessir kosnir: ísleifur Pétursson, Haraldur Árnason og Þorsteinn Ragnarsson. Smári og ísleifur sátu báðir í fyrri stjórn. Skipulegar aðgerðir eru ekki hafnar af hálfu hinnar nýju stjórnar enn sem komið er, sem ekki er von til. Mun þó fyrr en síðar þess verða vart að stjórnarbyltingin var gerð. -BS/ÓV. ífélaginu Stjórnarbylting var gerð í Félagi rannsóknarlögreglumanna ríkisins í fyrrakvöld. Var hún óvopnuð og án svo mikiis sem blóðdropa. Fyrri stjórn sagði af sér og ný var kjörin. Formaður nýju stjórnarinnar var kosinn Grétar Sæmundsson rann- sóknarlögreglumaður. Astæðan fyrir þessum aðgerðum er skiptar skoðanir félaga um það hvernig halda skuii á kjaramálum rannsóknarlögreglumanna. Fyrrver- andi formaður mun hafa talið væn- legast að fara sér hægt og ná sam- komulagi án átaka. Öðrum sýndist fullreynt að sú aðferð bæri ekki árangur. Meðal þeirra voru tveir stjórnarmenn félagsins sem sögðu af sér störfum í stjórn vegna þessa skoðanamismunar. Bæði Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Landssamband lögreglu- manna hafa lagt lið sitt með ýmsum hætti til þess að knýja fram leiðrétt- ingar á kjaramálum rannsóknar- lögreglumanna ríkisins. Allt hefur komið fyrir ekki og fjármálaráðu- neytið verið fast fyrir eins og klettur. Dómsmálaráðherra lýsti því yfir þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnuð 1978 að hún hefði mikla sérstöðu. Lagði hann áherzlu á að hún ætti að njóta hennar. Hafa efndir á sérstöðuhugmynd- inni helzt orðið þær, að mati sumra rannsóknarlögreglumanna, að þeir sitji skör lægra en þeim ber vegna starfa sinna, varðandi launa- og kjaramál. Hefur DB heimildir fyrir því, að átta rannsóknarlögreglumenn ýmist hafi sagt upp störfum eða hyggist gera það af áðurgreindum ástæðum. —sjánánar ábls.5 ogábaksíöu Ingólfur Ingólfsson, formaöur Vélstjóra- félags íslands: „Vænti þess að menn slíðri sverðin núna" - en mæti þeim mun betur undirbúnir til samninga um áramótin „Þrátt fyrir að mikil óiga sé enn á meðal sjómanna á ég varla von á því að fíotinn sigli í land,” sagði Ingólfur Ingólfsson, for- maður Vélstjórafélags íslands, i samtali við Dagblaðið í gær. Óánægja sjómanna er ekki bundin við ákveðin skip heldur virðist Ijóst að allir sjómenn eru síður en svo sáttir við fiskverð. Gildir þá einu hvort um loðnu-, línu-, sildarbáta eða togara er að ræða. Síldarsjómenn eru hins vegar þeir einu sem sýnt hafa verulega samstöðu til þessa. Um miðjan dag í gær voru enn að berast tilkynningar frá skipum viða um land, einkum og sér í lagi að austan, þar sem sjómenn mót- mæltu fiskverði harðlega og tóku undir orð þeirra sem fyrstir mót- mæltu. „Það er nú ekki nenia rétt rúmur mánuður þar til setzt verður að samningaborðinu á ný, varðandi fiskverðið, svo að ég vænti þess að menn slíðri sverðin þann tíma en mæti þeini mun betur undirbúnir til samninga um áramótin,” sagði Ingólfur enn- fremur og sagði reiði sjómanna vera eðlilega en vart væri mögu- iegt að skella skuldinni á einhvern einn aðila. Hér hjálpaðist margt að. -SSv. Sfldveiði- leyfi aftur- kölluð Á hádegi i dag renna út leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til rek- og lagnetaveiðibáta á sild. í gær hafði verið landað um 16.000 lestum af síld og allt útlit er nú fyrir að heildarkvótinn fyll- ist um helgina.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.