Dagblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981. SAGA SJÓFERÐANNA —sjónvarp kl. 17,00 sunnudag: Á morgun hefst sjónvarp kl. 16.00 með hugvekju séra Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í Hruna. Kl. 16.10 kemur gamall kunningi á skjáinn, Húsið á sléttunni eða Grenjað á gresjunni, eins og sumir kalla það. Að því loknu kl. 17.00 hefst nýr myndaflokkur. Hann er franskur og fjallar um skip og sjóferðir frá fornöld fram á okkar daga. í fyrsta þættinum sjáum við hvernig menn byrjuðu að fleyta sér á holum trjábolum. Siðan komu flekar og loks var farið að smíða báta. Það eru tekin dæmi frá Tahiti- eyjunum þar sem frumstæð sjóför eru enn á floti. Síðan koma sérfræð- ingar og lýsa því hvernig Miðjarðar- hafið varð vagga nútíma siglinga- tækni. Grikkir, Fönikíumenn og síðar Rómverjar áttu hraðskreiðar galeiður og knerri, sem gerðu þeim kleift að stunda bæði verzlun og hernað. Næsta blómaskeið í siglingum Evrópubúa hófst þegar vikingarnir komu til sögunnar. í myndinni er sýnt langskip við Danmerkurströnd, mannað ungum Norðmönnum í sögualdarbúningum. Og Frakkar fá sérfræðing sinn i víkingum, sagn- fræðinginn Regis Boyer, til að segja frá siglingum til íslands og Græn- lands. Skyldi þetta nú passa við það sem Magnús segiráþriðjudagskvöldið? -IHH. Ágúst Eyjólfsson. Organleikari: Ebba Eðvaldsdóttir. Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá: Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Ævintýri úr óperettuheimin- um. Sannsögulegar fyrirmyndir að titilhlutverkum í óperettum. 2. þáttur: Madame Pompadour, ástmær Loðvíks XV. Þýðandi og þulur: Guðmundur Gilsson. 14.00 Dagskrárstjóri í klukkustund. Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri ræðurdagskránni. 15.00 Regnboginn. örn Petersen kynnir ný dægurlög af vinsælda- listum frá ýmsum löndum. 15.35 Kaffitíminn. Francis Lai og hljómsveit og Tony Hatch og hljómsveit leika. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Rannsóknir á áfengisneyslu. Tómas Helgason prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Tónskáldakynning: Jón Þórarinsson. Guðmundur Emils- son ræðir við Jón Þórarinsson og kynnir verk hans. Annar þáttur af fjórum. 1 þættinum segir Jón frá Paul Hindemith, aðalkennara sinum í tónsmiðum i Yale-háskól- anum i Bandarikjunum, og leikin verður hljóöfæratónlist eftir Jón. 18.00 Sjómannalög sungin og leikin.Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Ari fróði og Islendingabók. Dr. Björn Þorsteinsson flytur erindi. 20.00 Harmonikuþáttur. Kynnir: Bjarni Marteinsson. 20.30 „Litla Kát” eftir Guðrúnu Jacohscn. Höfundur les. 20.45 I.jóð handa hinum og þessum. Sveinbjörn I. Baldvinsson les Ijóð úr nýútkominni bók sinni. 20.55 Konsert í h-moll fyrir selló og h.jómsveit op. 104 eftir Antonin Dvorák. Anne Britt Sævig leikur með hljómsveitinni „Philharmonia Hungarica”; Uri Segal stj. (Hljóð- ritun frá tónlistarhátíðinni í Björgvin i vor). 21.35 Að tafli. Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 22.00 Edmundo Ros og hljómsveit leika og syngja. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Phil frændi gengur aftur”, smásaga eftir J. B. Priestley í þýðingu Ásmundar Jónssonar. FLOKKURIDDARINN - sjónvarp íkvöld kl. 21,25: S0FFÍA L0REN 0G PÉTUR O’TOOLE ISÖGUNNIUM DON QUIJ0TE í þessari mynd segir frá Don Quijote, vindmylluriddaranum spánska og tryggum þjóni hans, Sancho Panza. Þessi ódauðlega saga er núna að koma út á íslenzku í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Hefur Guðbergur verið mörg ár að þýða hana, enda er hún í frumgerð kringum þúsund blaðsíður. Don Quijote hefur orðið listamönn- um óþrjótandi hugmyndauppspretta. Meðal annars gerðu Bandaríkjamenn söngleik um hann og var hann sýndur á Broadway við miklar vinsældir kringum 1970. Var þá formið þannig að höfundurinn, Cervantes, var látinn lenda í fangaklefa. Til að stytta samföngum sínum stundir segir hann þeim söguna sína af vindmylluriddar- anum. Á þessum söngleik var byggð kvik- mynd sú, sem við sjáum i kvöld. Sam- kvæmt handbókum okkar er hún ekki sérlega vel heppnuð. Þeir sem að henni stóðu hafa ekki notfært sér hreyfanleik kvikmyndarinnar til að fylgja riddar- anum um þveran og endilangan Spán. Allt gerist i fangaklefanum, eins og möguleikarnir væru enn takmarkaðir af þröngu leiksviði. Soffia Loren leggur sárabindi á enni Péturs O’Toole, sem sennilega hefur dottif á holuöió í bardaga sínum við vindmyllur. Dyggur þjónninn þrýstir hönd húsbóndans til hughreystingar. En Pétur O’Toole og Soffía Loren eru í aðalhlutverkum og alltaf er gaman að horfaáþau. -IHH. Þorsteinn Hannesson les síðari hlutasögunnar. 23.00 Á franska vísu. I. þáttur: Yves Montand. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. Laugardagur 31. október 17.00 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárín. Niundi þáttur. Þetta er síðasti danski þátturinn í myndaflokknum um börn á kreppuárunum. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Lesari: Bogi Arnar Finnbogason og Bjargey Guð- mundsdóttir, (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.00 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið. Breskur gaman- myndaflokkur. Fjórði þáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Spurt. NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur. Spurningakeppni í sjö þáttum. Alls taka átta þriggja manna lið þátt í keppninni, sem er útsláttarkeppni. Áð loknum fjórum þáttum verða fjögur lið eftir og keppa tvö og tvö innbyrðis i undanúrslitum. Sigurvegarar i undanúrslitum keppa svo til úrslita í sjöunda og síðasta þætti. Fyrirliði hvers liðs hefur stjórnað spurn- ingaþætti i útvarpi eða sjónvarpi, og velur hann með sér tvo menn í keppnina. Spyrjendur: Guðni Kolbeinsson og Trausti Jónsson. Dómarar: Sigurður H. Richter og örnólfur Thorlacius. Stjórn upptöku: Tage Ammen- drup. 21.25 Flökkuriddarinn (Man of La Mancha). Bandarísk bíómynd frá 1972. Leikstjóri: Arthur Hiller. Aðalhlutverk: Peter O’Toole, Sophia Loren, James Coco og Harry Andrews. Mynd þessi er sambland af ævi Cervantesar og söguhetju hans Don Quijote i sam- nefndu verki. Cervantes hefur verið settur í dyflissu, eh áður en hann er færður fyrir rannsóknar- réttinn segir hann samföngum sinum söguna af Don Quijote og dyggum þjóni hans, Sancho Panza. Myndin er jafnframt byggð að hluta til á söngleik. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 23.30 Dagskráriok. Sunnudagur 1. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sókn- arprestur i Hruna, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Fyrsti þátt- ur. Óvelkomin. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga sjóferðanna: NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur. Hafið kannað. Sjö þættir um sögu skipa og sjóferða frá upphafi til vorra daga. Fyrsti þátlurinn fjallar um upphaf sjóferðanna og ólíkar teg- undir báta og skipa, scm notast var við. Þýðandi og þulur: Friðrik Páll Jónsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndis Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Karpov gegn Kortsnoj. Skák- skýringaþáttur i tilefni heimsmeist- araeinvígisins í skák. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Frétlirogveður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Stiklur. Annar þáttur. Í lita- dýrð steinaríkis. í þessum þætti er fyrst skoðað steinasafn Petreu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en síðan farið til Borgarfjarðar eystri og þaðan í eyðibyggðina í Húsavík eystri og í Loðmundarfirði. Á þessum slóðum er hrífandi lands- lag með litskrúðugum fjöllum og steinum. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 21.20 Æskuminningar. NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur af fimm. Breskur framhaldsmyndaflokkur byggður á sjálfsævisögu Vcru Brittain. Sagan gerist á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.10 Myndir' hins dulda. Heimsóttir þrír nútimamálarar, ^sem segja frá þvi hvernig þeir fara að þvi að koma hugsunum sinum yfir á léreftið. Þýðandi: Franz Gislaon. 22.40 Dagskrárlok. Inngangur: Restaurant HORNIÐ Hafnarstræti 15. ÚTVARPIDídagkL 15.40: íslenzkt mál Á laugardaginn kl. 15.40, að lok- inni syrpu Þorgeirs Ástvaldssonar og Páls Þorsteinssonar, verður flutlur þátturinn íslenskt mál. Hefst hann nú að nýju eftir sumarhlé og verða víst margir glaðir yfir því — þetta er með vinsælustu dagskrárliðum. Jón Aðalsteinn Jónsson sér um þáttinn. Önnur nýjung er kl. 16.20. Þá verður barnatíminn „Klippt og skorið”, í umsjá Jónínu H. Jóns- dóttur. í sumar hefur á þessum tíma verið sent út endurtekið efni fyrir fullorðna. Héðan í frá verður þessi tími helg- aður yngri hlustendunum. Takið eftir því að alla daga nema sunnudaga er sent út efni fyrir börn og unglinga á tímanum 16.20—17.00síðdegis. Á Iaugardagskvöldið hættir Hlöðuball Jónatans Garðarsonar en tveir nýir þættir byrja. Hjalti Jón Sveinsson hefur umsjón með léttum söngvum um ástina kl. 20.40 og 21.15 kynnir Jón Gröndal tónlist stóru danshljómsveitanna, sem blómguðust á tímabilinu frá 1936 — 1945. Það var áður en rokkið og diskóið komst til valda. Jón byrjar á að segja frá Glen Miller, en alls verður hann með eina tólf þætti, ef okkur misminnir ekki. Svo má minna á framhaldssmásög- una, sem lesin verður i kvöld og annað kvöld kh 22.35. Þorsteinn Hanncí'íon ler draugasögu eftir Priestlcy Oe ci i ií hef ti na ætla ég að reyna að heyra viðtalið kl. 19.35 við Ingi- björgu Bjarnadóttur sem fór úr Kópavogi og settist að í Skötufirði við ísafiarðardiúp. -IHH. Þátturinn „islenzkt mál” á sér marga aðdáendur sem fagna þvi að hann hefst nú á ný. Jón Aðalsteinn Jónsson hefur umsjón með honum i dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.