Dagblaðið - 31.10.1981, Síða 24

Dagblaðið - 31.10.1981, Síða 24
 Ellert gef ur ekki kost á sér en átelur samherja sína harðlega: Ellert B. Schram flytur rædu sfna: hörö ádeila á flokksforystu, stjórnarand- stæöinga og stjórnarsinna. DB-mynd: Bj. Bj. Égheffengið nógafþessum bræðravígum! — Geir sameinar ekki f lokkinn en við bítum á jaxlinn og þreyjum þorrann ,,En ég hef fengið nóg — fengið nóg af þessum bræðravígum. Og ég er ekki einn um það. Þúsundir sjálf- stæðismanna um allt land líða fyrir þessar væringar, fyllast örvæntingu og ráðleysi og fjarlægjast starf og stuðning við flokkinn,” sagði Ellert B. Schram ritstjóri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Ræða ritstjórans var hörð gagn- rýni á ástandið í flokknum, bæði á forystu og ekki síður á stjórnarsinna. Ellert hefur verið mjög orðaður við framboð til formennsku í flokknum og ræðan var beinskeytt framboðs- ræða. Það kom því á óvart undir lok ræðunnar er Ellert lýsti því yfir að hann hefði tekið ákvörðun um að vera ekki í kjöri til formanns, frekar en hver annar landsfundarfulltrúi í óbundinni kosningu. Ellert velti fyrir sér afleiðingum framboðs til formennsku. Fengi hann meira eða minna fylgi, án þess að ná kjöri, þá yrði það áminning til for- manns, aðvörun fyrir fylkingarnar en formaðurinn sæti áfram. Ástandið væri óbreytt en ringulreiðin aðeins meiri. ,,Sá möguleiki væri einnig fyrir hendi að ég sigraði í kosningun- um,” sagði Ellert. ,,Er það til góðs fyrir flokkinn að fella formanninn? Stendur Sjálfstæðisflokkurinn vel að vígi við slíkan skell? Verður það gæfu- legt veganesti fyrir nýjan formann að niðurlægja fráfarandi formann og skilja alla hans stuðningsmenn eftir í sárum? Ég held ekki. Ég held að for- mannaskipti í Sjálfstæðisflokknum verði að bera að með öðrum hætti.” Ellert sagði að glöggt væri að engar sættir ættu sér stað. Til marks um það nefndi hann framboð land- búnaðarráðherra, setningarræðu for- manns og svarræðu forsætisráð- herra. „Sjálfstæðismennirnir í rikisstjórn geta setið þar út kjörtímabilið óg notið valda sinna. En þeir sameina aldrei flokksmenn til fylgis við þá ríkisstjórn. Það er öllum ljóst. Geir Hallgrimsson getur verið endurkjör- inn á þessum landsfundi og setið sem formaður næstu tvö árin. En hann sameinar ekki flokksmenn undir sínum merkjum. Það er öllum ljóst.” 1 lok ræðu sinnar bað Ellert flokksmenn að bíta á jaxlinn og þreyja þorrann. Trú sín væri sú að ekki væri þess langt að bíða að Sjálf- stæðisflokkurinn risi upp aftur, sterkur, voldugur og sameinaður. -JH. Ríkisstjórnin afleið- ing vandans, ekki orsök —sagði Pálmi Jónsson í ræðu sinni ,,Ég mun ekki ræða vanda Sjálf- stæðisflokksins með hinum hörðu orðum formanns í setningarræðu og forsætisráðherra í ræðu í dag,” sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins i gær. Sem kunnugt er gefur Pálmi kost á sér til framboðs gegn Geir Hallgrímssyni formanni flokksins. „Fullyrðingin um að vandinn sé til kominn vegna þess að við sitjum i ríkis- stjórn er í meira lagi hæpin,” sagði Pálmi. ,,Það má spyrja hvort engin vandamál væru i flokknum ef þessi ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð. Svari því hver fyrir sig. Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár. Margítrekað hafa verið teknar rangar ákvarðanir sem hafa veikt tiltrú fólks á flokknum. Stefnu flokksins var breytt í grundvallar- atriðum fyrir síðustu kosningar. Þar var tekin veruleg hætta á því að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði litill hægri flokkur og áhrifalítiil. Ríkisstjórnarmyndunin er afleiðing vandans, ekki orsök hans. Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að hafa stefnu sem rúmar skoðanir sem flestra. Hann þarf að vera frjálslyndur og umburðar- lyndur. Fyrri forystumenn hans hafa virt þettaogskilið.” -JH. Pilmi Jónsson: Margitrekað hafa verið teknar rangar ákvarðanir sem veikt hafa tiltrú manna á Sjálfstæðisflokkn- um. DB-mynd. Bj. Bj. Hef vart geð í mér að svara rangfærslunum — í máli forsætisráðherra, sagði Ólafur G. Einarsson Ólafur G. Einarsson: Hafa menn hug- mynd um hvað gert hefði veriö við varaformann i þingræðislandi sem gert hefði það sem Gunnar Thoroddsen gerði? DB-mynd: Bj.Bj. „Eftir að menn hafa gerzt slikir offarar í málflutningi eins og forsætis- ráðherra hef ég vart geð í mér til þess að svara rangfærslunum en get þó ekki setið undir þeim,” sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokksins i gær. Ólafur fékk klapp margra lands- fundarfulltrúa er hann sneri orðum Gunnars Thoroddsen um Geir Hallgrímsson upp á hann sjálfan: „Þeir sem hugsa smátt setja sjálfan sig í háan söðul.” Ólafur greip til lýsingar Lúðvíks Jósepssonar á Gunnari, en Lúðvík kallaði hann eitt sinn mýkstu silkitungu Sjálfstæðisflokksins. „Mér þótti dálítið undarlegt,” sagði Ólafur, „þegar Gunnar Thoroddsen vitnaði í önnur þingræðislönd og sagði að í þeim löndum hefði verið búið að setja formann af. En hafa menn hug- mynd um það hvað gert hefði verið við varaformann í þingræðislandi ef hann hefði gert það sem Gunnar Thoroddsen gerði?” Ólafur þakkaði Ellert B. Schram ræðu hans og sagði hana þarfa áminn- ingu. „Ég vil bæta því við ræðu Ellerts að við tryggjum bezt einingu í flokkn- um með því að gera kosningu Geirs Hallgrímssonar sem glæsilegasta. Eftir að hafa hlýtt á ræðu Geirs ættu menn ekki að vera í neinum vafa.” —JH. Stjórnmálaályktun landsf undar Sjálfstæöisf lokksins: LYST VANTRAUSTIA RIKISSTJORNINA Drög að stjórnmálaályktun Sjálf- stæðisflokksins voru lögð fram i tveimur hlutum á landsfundi flokks- ins í gær. Fyigdi Jónas Haralz málinu úr hlaði og sagði að aldrei hefði verið jafnerfitt að vinna að stjórn- málaályktun flokksins og nú. Því hefði verið horfið aö því ráði að hafa hana I tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er almenns eðlis. Þar segir m.a. „Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, getur veitt þjóðinni þá forustu sem hún þarfnast. Brýna nauðsyn ber til að sjálfstæðismenn sameinist i baráttu fyrir öryggi lands- ins, frelsi og rétti einstakiingsins og frjálsu og heilbrigðu atvinnulífi er sé grunnur velferðar hvers og eins og samhjálpar allra á komandi árum.” í siðari hlutanum segir aðstefna og störf núverandi rikisstjórnar séu í ósamræmi við sjónarmið Sjálfstæðis- flokksins. Lokaorðin eru: „Fundur- inn lýsir yftr eindreginni andstöðu við rikisstjórnina og skorar á þá þing- menn flokksins sem stutt hafa stjórn- ina aö láta af þeim stuðningi.” -A.Sl. frfálst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 31. OKT. 1981. Átta áradrengur fyrirbíl: Skóla- taskan kom í veg fyrir alvar- legt slys Átta ára gamall drengur slasaðist nokuð er hann varð fyrir bíl á Snorra- brautinni í gærdag og var hann enn í rannsókn í gærkvöldi. Aðdragandi slyssins var sá að drengurinn hljóp blint yfir Snorrabrautina á milli Austurbæjarbíós og verzlunarinnar Teningsins. Um leið kom Volkswagen bifreið akandi og lenti drengurinn framan á henni. Drengurinn stöðvaðist undir bílnum, við framhjól bílsins, og var talin mesta mildi að bíllinn fór ekki yfir hann. Var þvi þakkað að á bakinu bar drengurinn skólatösku sem flæktist í stuðara bílsins og hindraði þannig að bíllinn færi yfir hann. -ELA. Helgarveðrið: Mild norð- austlæg átt á öllu landinu „Það verður norðaustlæg átt á öllu landinu, fremur mild,” sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur um helgar- veðrið. „Víða frost á nóttunni en frost- laust að deginum. Þurrt verður á suðvestanverðu landinu en smávæta annars staðar. Snjór er ekki nema til fjalla.” -ELA. fm T3* PT7 mú 'i■ff SL m ÍVIKU Q NIN HVE e RRI Áskrifendur DB athugið Vinnirtgur í þessari viku er 10 gíra Raleigh reiöhjól fró Fálk- anum, Suðurlandsbraut 8 Reykja- vík, og hefur hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur í blaðinu á mánudaginn. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.