Dagblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981.
Fjölbrautaskólinn
við Ármúla
Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 1982
rennur út 20. nóvember.
Eldri umsóknir þarf að staðfesta.
Skólastjóri.
BASAR
Basar Blindrafélagsins er í dag að Hamrahlíð 17 kl.
14.00. Vöruúrval að vanda, svo sem: prjónles, jólavörur,
fatnaður, kökur og blóm.
Okkar vinsæla skyndihappdrætti.
Styrktarfólagar.
HÚSMÆÐRASKÓLINN
HALLORMSSTAÐ
AUGLÝSIR
Hússtjórnarnámskeið hefst við skólann 6. janúar í vetur.
Nemendur sem lokið hafa prófi úr 9. bekk grunnskóla geta
fengið námið metið inn í eininga- og áfangakerfi framhalds-
skólanna. Allar nánari upplýsingar gefnar í skólanum.
SKÓLASTJÓRI.
AUGLÝSING
YFIRFISKMATSMAÐUR
ÁVESTFJÖRÐUM
Staða yfirmatsmanns við Framleiðslueftirlit sjávaraf-
urða með búsetu á Vestfjörðum er laus til umsóknar. Mats-
réttindi og reynsla í sem flestum greinum fiskvinnslu æski-
leg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. desember nk.
Sjávarútvegsráðunoytið,
5. nóvombor 1981.
AUGLÝSING
STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS í SVÍÞJÓÐ
Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum, sem aðild
eiga að Evrópuráðinu, 8—10 styrki til háskólanáms í Svíþjóð háskóla-
árið 1982—’83. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja
muni koma í hlut Islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms við háskóla. Styrkfjárhæð er 2.600 s.k. á mánuði í níu mánuði.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til:
Svenska Institutet, P. O. Box 7434,
103 91 Stockholm, Sverige,
fyrir 15.janúar nk.
Sérstök umsóknareyðublöð fást hjá framangreindri stofnun eða hjá
sænska sendiráðinu í Reykjavík, Fjólugötu 9.
Menntamálaráðuneytið,
3. nóvember 1981.
með öllum
hugsanlegum
vörum.
VERSAND
VÚRULISTINN
OTTO-
VERSAND
UMBODIÐ
TUNGUVEGI 18 - 108 RVÍK.
SfMI 66375 (33429).
Verð
kr. 45,00.
NÚ A fSLANDI.
1059
blaðsíður
Frá Þorlákshöfn. Til hægri cr fiskimjölsverksmiðja Meitilsins en afrennsli hennar fer beint i höfnina.
-DB-mynd: Sigurður Þorri.
Oánægja í Þorlákshöf n
vegna grútarmengunar
Svo virðist sem dregið hafi verulega
úr grútarmengun í höfninni í Þorláks-
höfn. í haust var grútarmengun þar
óhemjumikil og náði hámarki um
mánaðamótin september/október.
Grútarmengunin stafaði fyrst og
fremst af bræðslu loðnu í fiskimjöls-
verksmiðju Meitilsins. Afrennsli verk-
smiðjunnar var hleypt beint í höfnina.
Reyndar rennur hluti skolps þorpsins
einnig þangað.
Þegar mengunin var hvað mest ríkti
megn óánægja meðal íbúanna. Sér-
staklega voru bátaeigendur óánægðir
því allt sem flaut fékk á sig óþverrann.
Þorlákshafnarbúar geta farið að
anda léttar því engin áform eru uppi
hjá Meitlinum að taka við loðnu á
næstunni. Er ástæðan aðallega sú að
verksmiðjan er illa í stakk búin til að
taka við loðnu og tækjabúnaður
lélegur.
Enn má víða sjá merki grútar-
mengunarinnar, t.d. í fjörum og á
bryggjum.
-KMU.
Langvarandi erfiðleikar á Bfldudal:
Frystingin lengi rekin
með dúndrandi tapi
enn ekki komið til stöðvunar Fiskvinnslunnar hf,
en spurning hve lengi er hægt að halda
áfram taprekstri
„Þetta hefur verið erfitt í langan
tíma. Við erum hér eingöngu i
frystingu og hún hefur lengi verið
rekin með dúndrandi tapi,” sagði
Jakob Kristinsson framkvæmda-
stjóri Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf.
í umræðum utan dagskrár á Alþingi,
í vikunni, um atvinnumálin, nefndi
Sverrir Hermannsson alþingismaður
nokkur pláss á landinu, þar sem á-
standið væri óv.enju slæmt. Þar á
meðal var Bíldudalur. Þar sagði hann
að í 350 manna byggð, sem ætti allt
sitt undir veiðum og vinnslu, væri
fiskvinnslan í illleysanlegum hnút.
„Við höfum ekki haft tök á salt-
fiskverkun og mjög lítilli skreiðar-
verkun,” sagði Jakob. ,,Það vantar
aðstöðu og hráefnið, sem við fáum er
ekki heppilegt. Við höfum því verið
bundin við frystingu.”
Ekki hefur komið til stöðvunar
Fiskvinnslunnar hf. ennþá, en Jakob
sagði að spurning væri, hve lengi
væri hægt að halda áfram
taprekstrinum. Ekki hefur því komið
til atvinnuleysis ennþá á Bíldudal.
Hjá Fiskvinnslunni vinna um 60
manns og auk þess um 20 manns á
togaranum Sölva Bjarnasyni, sem er
aðeins rúmlega ársgamalt skip.
,,Við höfum leitað til
Byggðasjóðs,” sagði Jakob. „Þar er
einhver athugun í gangi, en ég hef
ekki frétt af henni. Það veltur á
ýmsu hvort hægt verður að halda á-
fram, aðallega lánastofnunum. Sveit-
arfélagið á 20% í fyrirtækinu, en það
er ekki von til þess að sveitarfélagið
geti hlaupið undir bagga. Það er því
heldurdökkt framundan.
Þá er ekki að vita hver rekstrar-
grundvöllurinn verður eftir fisk-
verðshækkunina. Enn er ekki búið að
ákveða verð til okkar.”
-JH.
Jakob Kristinsson: „Við höfum ekki
haft tök á saltfiskverkun og mjög
litilli skreiðarverkun.”
DB-mynd: ÓV.
Bjartsýnisrödd á Suðurnesjum:
Hef lifað verri tíma
— er ekki að panta gengisfellingu, segir eigandi hraðf rystihúss í Garðinum
„Maður hefur nú lifað verri tíma.
Eg tel að þetta gangi hjá mér. Ég geri
ekki ráð fyrir að ég reki þetta með
tapi,” sagði Baldvin Njálsson sem
rekur eigið hraðfrystihús í
Garðinum.
Hjá honum starfa á milli 15 og 20
manns en alls eru 25 —30 manns í
kringum fyrirtæki hans, bæði til sjós
og lands.
„Mér finnst menn vera orðnir
anzi svartsýnir. í gamla daga ríkti
meiri bjartsýni hjá þeim sem stóðu í
þessu. Mér finnst vanta bjartsýnina
nú til dags.
Það er ugglaust mjög lítill áhugi
hjá sumum. Margir eru orðnir
þreyttir á þessu og það er skiljanlegt.
En ég held áfram þessu striti ennþá.
Ég er ekki að hugsa um að hætta.
Mér finnst að þetta gangi hjá mér og
þá er ég ánægður. Og ég er ekki að
pantagengisfellingu.
Með smærri einingu eins og ég hef
gengur mikið betur að berjast.
Maður getur þá tekið sjálfur að sér
mörg störf í harðindum,” sagði,
Baldvin Njálsson.
-KMU.
Myndbandabyltingin:
Félagsleg mengun eða þjóðþrif ?
— almennur fundur á Kjarvalsstöðum í dag
Er myndbandabyltingin svokallaða
félagsleg mengun eða þjóðþrif? Þessari
spurningu hyggjast áhugamenn um
fjölmiðlarannsóknir velta fyrir sér á
almennum fræðslufundi að Kjarvals-
stöðum í dag kl. 14.
Fimm nenn hafa framsögu þar, þeir
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, dr.
Sigurður Líndal, prófessor, Þorbjörn
Broddason, lektor, Njáll Harðarson,
annar eigandi myndbandafyrirtækisins
Videosón, og Haukur Ingibergsson frá
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga.
Fundurinn er öllum opinn.
-ÓV.