Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981. 1 \ h 1 R J BIABIÐ Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Sknonarson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefáns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, ólafur E. Friflriksson, Sigurflur Svorrisson, Víðir Sigurflsson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Ingólfur P. Steins- son. Droifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síöumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Síðumúla 12. Mynda-og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl í lausasölu kr. 6,00. Rássneski „friðurinn” Tvær stórfréttir afhjúpa nú í rÆ vikulokin kórvilluna í málflutningi svokallaðra „friðarhreyfinga”. Sænska stjórnin upplýsti í fyrra- kvöld, að rússneski kafbáturinn, sem strandaði við suðurströnd Svíþjóðar, væri búinn kjarnorkuvopnum. Danska lögreglan handtók rithöfundinn Arne Herlöv Petersen fyrir njósnir á vegum rússnesku leyni- lögreglunnar KGB í rúman áratug. í ljós hafði komið, að Petersen hafði greitt útgjöld dönsku ,,friðar- hreyfingarinnar” með rússnesku fé. Rússneska leyniþjónustan hafði beinlínis staðið undir starfí dönsku ,,friðarhreyfingarinnar ’ ’. Annar sendiráðsritari sovézka sendiráðsins í Danmörku hafði áður verið rekinn úr landi. Hann hafði staðið fyrir greiðslumKGB til nrevfingarinnar. Atburðir þessir hljóta að sýna þeim, sem ekki voru sannfærðir fyrir, hvernig svokallaðar friðarhreyfíngar reka erindi heimsvaldasinnanna í Moskvu og hvernig hinn „rússneski friður” mundi verða. Valdhafar í Kreml hafa alla tíð leikið sama leikinn. Annað veifið, þegar þeim hentar, hafa þeir fyrirskipað fylgismönnum sínum á Vesturlöndum að hefja „friðarsókn”. Þá eru kommúnistar í Vestur-Evrópu hvattir til að rétta öðrum vinstrisinnum og nytsömum sakleysingjum sáttahönd, þótt hinir sömu hafi áður verið úthrópaðir svikarar við vinstri stefnu. Þegar Sovétmenn höfðu enn fært út vígbúnaðarkapphlaupið með því að koma fyrir meðaldrægum SS—20 eldflaugum með kjarnaoddum, sem beint er að Vestur- Evrópu en ekki Bandaríkjunum, beindist áhugi Sovét- manna að sjálfsögðu að því að koma í veg fyrir, að Atlantshafsbandalagið svaraði í sömu mynt. Rússar gripu þá til hins gamla og þrautreynda bragðs síns að láta vini sína vestan megin kalla vinstri menn og nyt- sama sakleysingja saman til „friðarsóknar”. Fátt er vænlegra í áróðri en að skírskota til friðar- ástar almennings. Enda hafa fundir friðarhreyfíng- anna sýnt það. Hundruð þúsunda manna hafa komið saman víða í Vestur-Evrópu. Hvatt hefur verið til þess, að lýst yrði yfir nokkurs konar hlutleysi í átökum stórvelda. Vestur-Evrópuríki skyldu verða kjarnorkuvopnalaust svæði og treysta á friðarást Sovétríkjanna. Fréttirnar frá Danmörku sýna þeim, sem ekki vissu það fyrir, hvernig Kremlverjar hafa staðið á bak við þessar aðgerðir. Þúsundirnar, sem hafa mætt á friðar- fundunum og hvatt til hlutleysis Vestur-Evrópu, eru auðvitað saklaust og velviljað fólk. En á bak við hafa staðið áróðursmenn á vegum Sovétmanna, studdir fjármagni frá KGB. Þeim hefur rétt einu sinni reynzt létt verk að tæla til samstarfs við sig ýmsa grunnfærna vinstri menn. Rússneska heimsveldið hefur síðustu árin haft forystu í mögnun vígbúnaðarkapphlaupsins á öllum sviðum. Friðarhreyfingar létu ekki í sér heyra, meðan þvífórfram. Þegar Sovétmenn hafa náð nógu sterkfi stöðu að> eigin mati, senda þeir út „friðarnefndir” sínar, eins og þá þrjá, sem heimsóttu ísland í októberlok og áttu ,,gagnlegar” viðræður við Ólaf Ragnar Grímsson al- þingismann. Hver er svo saklaus, að hann treysti Sovétmönnum, ef Norðurlönd lýstu yfir kjarnorkulausu svæði, eins og Bresnjev vill? Auðvitað er augljóst, meðal annars af framferði Rússa gagnvart hinni hlutlausu Svíþjóð, að þeir mundu hafa slíkt að engu. Samningar við Moskvumenn hafa aldrei verið annað en pappírsgögn og loforð Kremlverja marklaust hjal. Ég var búinn að vinna í Hvalstöðinni við hvalskurð og annað fínerí í tvö sumur og fannst ég vera maður með mönnum. Þá þótti öllum (nema Kjarval, en hann var nú eitthvað skritinn, eins og allir vissu!) sjálfsagt að drepa hvalinn og við hvalgæjar vorum í miklu áliti með þjóðinni. Útlent fólk sem innlent stoppaði í stöðinni og dáðist að okkur skera sundur þessar miklu skepnur. Við beittum hnífum og öðrum flóknum tækjum eins og þaulæfðir skurðlæknar og við böðuðum okkur í sviðsljósinu! Það var kominn september og orðið dimmt og rómantískt á kvöldin. Haft var eftir ráðskonunni, að ef ekki bærist á land mikið af bláhval og vaktir yrðu stöðugar, væri hún hrædd um, að einhver af stelpunum „hennar” í eldhúsinu kynni að verða slegin óléttu þetta haust. Það veiddist ekki mikið af blá- hval og spá ráðskonunnar staðfestist, en skiljanlega frétti ég ekki af því fyrr en næsta vor. Sökufólkið hafði þá þegar verið pússað saman, svo allt endaði vel. Ég hafði látið orð falla við skrif- stofustjórann, að ég vildi gjaman fara nokkra túra á hvalbát, ef skyndilega skyldi vanta lipran mann. Ekki þurfti ég að bíða lengi, því nokkrum dögum síðar var ég beðinn að fara sem hjálparkokkur á aflahæsta bátinn. Sá sem skipað hafði þessa mikilvægu stöðu, hafði orðið fyrir slysi í starfi: Hann missti könnu af sjóðheitu kaffi i kjöltuna og hafði brennzt á mjög viðkvæmum pörtum líkamans. Ég sagðist vera tilbúinn að gera skyldu mína fyrir föðurlandið og Hval h/f og vippaði mér um borð með fáar reytur í léreftspoka. Þetta var síðasta vertíðin, sem norsldr kaptdnar/skyttur réðu lögum og lofum á hvalveiðiflota lands- manna. Norsararnir höfðu i mörg ár spilað á meðfædda minnimáttar- kennd landans og talið honum trú um, að áratuga reynslu þyrfti til að geta skotið skutli úr hvalkanónu. Loks sáu Mörlandar samt viö frændum sínum og á þessari vertíð hafði einum íslenzkum kappa tekizt að afsanna kenningar þeirra. Hillti nú undir timabil frægðar og frama íslenzkra hvalveiðiskipstjóra. Þarna stóð ég þá, með pokann, í miðju eldhúsinu, sem frekar hefði átt að kalla eldklefa, því það var ekki stærra. Jón stóryfirmatreiðslu- maður, hinn nýi leiðtogi minn, byrjaði á að leggja mér lífsreglurnar: Ég átti að hlýða honum i einu og öllu og þá myndi allt fara vel. Þar á eftir mátti ég vera undirgefinn öðrum yfir- mönnum skipsins. Fyrir utan skyldustörf í eldhúsi, átti ég að þrífa íverustaði yfirmanna og sömuleiðis bar mér skylda til að bera matföng fram í lúkar til háseta og kyndara og þar átti ég sjálfur koju. Samt var mér ráðlagt að taka eng- „Haft var eftir ráðskonunni, að ef ekki bærist á land mikið af bláhval og vaktir yrðu stöðugar, væri hún hrædd um að einhver af stelpunum „hennar” í eldhúsinu kynni að verða slegin óléttu það haust.” Frá Hvalstöðinni i Hvalfirði. DB-mynd.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.