Dagblaðið - 07.11.1981, Síða 11
Framþróun sjónvarpstækninnar nánast óstöðvandi:
Bein útsending frá
Hvíta húsinu
t Bandaríkjunum geisar algert sjónvarpsæði og í timaritum þar í landi eru sífellt
auglýstir til sölu móttakarar og loftnet fyrir gervihnetti. Hér heldur Björnulf á
slikum auglýsingum. Verðið er um 4 þúsund íslenzkar nýkrónur.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981.
Hægt að kaupa loftnet
fyrir sjónvarpsgervi-
hnetti á 4 þúsund krónur
Þegar Gerald Ford var settur inn í
embætti Bandaríkjaforseta, eftir að
Watergate-hneykslið hafði hrakið
Nixon frá völdum, þá gat Björnulf
fylgzt með innsetningarathöfninni í
Hvíta húsinu í beinni útsendingu
bandarískra sjónvarpsstöðva. Hann
getur einnig fylgzt með útsendingum
sovézka sjónvarpsins og öllum
evrópskum sjónvarpsgervihnöttum
sem á lofti eru. Þar að auki getur
hann móttekið myndir frá veður-
fræðigervihnetti sem staðsettur er
yfir miðbaug og þannig á hann kost á
að fylgjast með veðurfari á megin-
hluta vesturhvels jarðar.
Johnny Björnulf í Fredrikstad f Noregi er eini Norðmaðurinn sem getur séð
heima i stofu hjá sér sjónvarpssendingar gervihnatta frá Sovétrfkjunum, Frakk-
landi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér stendur hann við loftnetið og móttakar-
ann sem hann smiðaði sjálfur og er allt sem þarf til að taka á móti útsendingum
sjónvarpsgervihnattta.
eins og aðrir. Þar að auki er num
auðveldara að ná gervihnallarút-
sendingum frá Bretlandi, Bandarikj-
unum og Sovétaríkjunum og öðrum
þeim ríkjum sem hafa komið sér upp
sjónvarpsgervihnetti en flestir virð-
ast hafa gert sér ljóst.
Útbúnaður fyrir
4 þús. ísl. krónur
Fyrir um það bil 3000 norskar
krónur getur hver sem er komið sér
upp útbúnaði til að taka á nióti sjón-
varpssendingum frá gervihnöttum.
Samkvæmt orðum Björnulfs þurfa
norskir sjónvarpsáhorfendur aðeins
til þess tvo hluti, — sérstakt disklaga
sjónvarpsloftnet og móttakara fyrir
gervihnattaútsendingar. Loftnetið er
um 1.30 metrar í þvermál og vegur
fimm til sjö kiló. Móttakarinn er
aðeins lítill hólkur, nokkur kiló að
þyngd. Báðir hlutirnir eru auglýstir
til sölu I bandarískum tímaritum og
þaðan er auðveldlega hægt að panta
þá.
Gervihnattarloftnetið má staðsetja
hvar sem verkast vill, inni eða úti.
Það er hægt að staðsetja það uppi á
lofti, í stofunni eða í bílskúrnum.
Það eina sem skiptir máli í sambandi
við loftnetið er að það sé rétt stillt á
móti þeim gervihnetti sem fylgjast á
með. Flóknara er það ekki.
Johnny Bjornui:. em er eini Norð-
maðurinn sem tekið helar á móti
gervihnattarsendingum frá flestum
heimshlutum, óttast ekki framtíðina
fyrir hönd þeirra sem fyrir framan
skjáinn sitja. Hann segir: Ég er viss
um að því fleiri dagskrár sem við
getum valið um, því ofmettaðri
verðum við. Fyrir því hef ég eigin
reynslu. Eftir því sem framboðið
eykst verður maður vandlátari í vali.
Enginn nennir að sitja fyrir framan
sjónvarpið allan sólarhringinn. Þvert
á móti öðlast maður þann mikilvæga
hæfileika — að velja og hafna.
(Dagbladet)
Þórir S. Gröndal
ar skipanir ffá þeim lágu aumingjum
sem þar bjuggu. Þeir máttu heldur
ekki stíga fæti I borðsal yfrrmanna,
og var það samkvæmt fyrirskipun
hins norska skipstjóra. Stundum var
þetta boðorð brotið á næturvakt og
hinir útskúfuðu fengu að tylla sér I
þennan frna sal og sötra kaffi. Þegar
Norsarinn kom niður að morgni,
hnusaði hann, eins og Gilitrutt hafði
gert forðum I helli sínum. Stundum
bar hann fram ásakanir um það, að í
borðsalnum væri hestalykt, en
svoleiðis þef sagði hann vera af há-
setum og kyndurum.
Jón stóryfrrmatreiðslumaður
hafði lært iðn, eða eiginlega list stna,
sem hann vildi kalla, I kóngsins
Kaupinhöfn, og fannst honum hann
vera að taka mikið niður fyrir sig að
vera bara kokkur á hvalbát. Hann
var líka sannfærður um það, að þetta
væri einungis til bráðabirgða, og
hafði því ákveðið að reyna að komast
í gegnum þetta skeið á eins auðveldan
hátt og hægt væri. Og hann var svo
heppinn, að upp í hendur honum var
lagðurþræll: Hjálparkokkurinn!
Fyrstu tvo dagana var ég
sjóveikur, enda var veðrið ekki upp á
það bezta. Ég vann verk mín eins og
ég bezt gat og staulaðist út á dekk
með vissu millibili til að kasta upp.
Ekki þarf að lýsa því, hve litla
ánægju ég hafði af eldhúsverkunum,
en ég harkaði af mér og eftir tvo daga
var ég læknaður. Fór ég nú að gefa
gaum þessum nýja heimi.
Jón var feiknarlega flinkur I að
skipa fyrir verkum. Hann skipulagði
daginn og hélt fund með undirmanni
sínum strax eftir morgunmatinn.
Hripaði hann niður matseðil dagsins
og gaf mér fyrirskipanir um það,
hvernig ég átti að bera mig að
verkinu. Svo hjálpaði hann tii við að
tína til hráefnið og sagði fyrir um
lögunina. Svo hvarf hann til káetu
sinnar til að hvíla sig.
Hálftíma fyrir hádegismatinn
birtist hann svo í dyrunum í hreinum
einkennisbúningi matreiðslumeist-
arans, hvít- og blá-rúðóttum buxum,
hvítum kyrtli með hvítan klút
snyrtilega bundinn um hálsinn og
með drifhvíta kokkhúfu. Nú
athugaði hann, hvort kartöflurnar
væru soðnar í gegn og gaf merki um,
hvenær byrja mætti að afhýða.
Sömuleiðis gekk hann úr skugga um,
að soðna, signa ýsan væri orðin iaus
frá beinunum. „Fínar” súpur eins og
t.d. sætsúpur skammtaði hann
sjálfur: Ein sveskja og tvær rúsínur
fyrir undirmenn, tvær sveskjur og
þrjár rúsínur fyrir yfirmenn, nema
fimm sveskjur fyrir kapteininn; hann
borðaði ekki rúsínur!
Auðvitað elduðum við flóknari og
fínni rétti heldur en signa ýsu og
sætsúpu. Var Jón snillingur í eldun
hvals: hvalabuff, hvalgúllas,
hvalasnitzel o.s.frv. Svo átti hann
matreiðslubók á dönsku og gluggaði
hann oft í hana, en leyfði ekki öðrum
handleika.
Á meðan ég var upptekinn við að
læra um tögl og hagldir í heimi stór-
yfirmatreiðslumeistarans, hafði
skipið stímt út í hafsauga að leita
hvals. I tvo daga hafði ekki sézt svo
mikið sem einn blástur. Á meðan
höfðu allir hinir þrír bátarnir fundið
hval og skotið og voru nú á leið inn I
Hvalfjörð.'En við, aflahæsta skipið,
fundum ekki neitt. Hvað hafði gerzt?
Þeir hjátrúarfullu um borð sögðu, að
allt væri óbreytt frá fyrri heppnis-
dögum nema eitt. Það væri nýr
maður á skipinu, hjálparkokkurinn!
Seinna segi ég ykkur frá því, þegar
við bökuðum jólaköku með
sítrónudropum, en án rúsína, og svo
líka, hvernig þessi fyrsta sjóferð
endaði.
ÞSG
Það eru ekki lengur neinir tækni-
legir örðugleikar í vegi fyrir því að
horfa á útsendingar erlendra gervi-
hnatta á sjónvarpsskermum I
Noregi, að því er segir I nýlegri grein I
norska blaðinu Dagbladet. Allt sem
til þarf er lítið sérsmíðað loftnet og
gervihnattar-móttakari. Þann út-
búnað er meðal annars hægt að panta
frá Bandaríkjunum og kostar hann
um 3000 norskar krónur.
En séu menn handlagnir og hafi
eitthvert vit á sjónvarpstækni geta
þeir hæglega smíðað útbúnaðinn
sjálfir. Svo segir að minnsta kosti
Norðmaðurinn Johnny Björnulf sem
býr í Fredrikstad og hefur átt þess
kost um margra ára skeið, að geta
setið heinia I stofu hjá sér og skipt
milli gervihnattaútsendinga frá
Evrópu, Sovétríkjunum og Banda-
ríkjunum.
—og með því má taka á móti sendingum f rá allri Evrópu,
Bandaríkjunum og Sovétríkjunum
Gervihnattarsjónvarp
áframtíðina fyrirsér
Björnull er a þeun skoöun að
gervihnattarsjónvarpið eigi fram-
tíðina fyrir sér: Við getum bannað
margt í þessu landi, en þróunin
verður aldrei stöðvuð með laga-
setningu. Hvað svo sem stendur í út-
varpslögunum og hvað sem Bjartmar
Gjerde og aðrir andstæðingar gervi-
hnattarsjónvarps segja, er fátt sem
hægt er að gera til að sporna við
þróuninni. Við getum ekki sagt
okkur úr samfélagi við umheiminn,
segir Björnulf.
Hann er þeirrar skoðunar að þeir
sem berjist á móti gervihnattarsjón-
varpi séu að eyða kröftum sínum til
einskis. Þess I stað ættu menn að
nota tímann til að undirbúa ráðstaf-
anir gegn þeim gervihnattaútsending-
um sem þeir teldu hafa óæskileg eða
skaðleg áhrif. Um það ætti umræðan
um málið að snúast að hans mati. Því
það er öruggt mál að gervihnattar-
sjónvarpi verður komið á mun víðar
en nú er og norskir sjónvarpsáhorf-
endur muni koma til með að sjá það
Ef til vill er það góð hugmynd að
norska veðurstofan taki upp beina
símalínu til Björnulf í Fredrikstad til
að auka nákvæmni sína í gerð lang-
tímaveðurspáa? Þetta er ekkert grín,
því að enginn annar i Noregi getur
tekið á móti þessum gervihnattar-
sendingum, svo vitað sé. Hann hefur
einnig svo mikla þekkingu.á gervi-
hnattarsjónvarpi, kapalsjónvarpi og
míkróbylgjusjónvarpi, að þar
stendur enginn honum framar.
Bréf frá
henni Ameríku