Dagblaðið - 07.11.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981.
13
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
8
Látnir á faraldsfæti
— Frœgtfólk á í brösum með jfiöhelgi einkalífsins í lifanda lífi — og
stundum fœr það ekki einu sinni að vera í friði eftir dauðann
Jarórmskar lerfar Evu Peron komust ekki tíl hvílu I Argentínu fyrr en 19 árum eftir dauða hennar.
var haldin sýning á líkinu í opinni
kistu og smurningin hafði tekizt svo
vel að enn var Eva fögur sem
forðum.
Peron lézt 1974 og ísabella tók við
forsetaembættinu. Síðan var henni
steypt af stóli en áður hafði tekizt að
koma Evu í jörðina.
Barkalaus U Thant
Það var líka pólitíkin sem réði því
að illa gekk að koma líki U Thants,
fyrrverandi framkvæmdastjóra Sam-
einuöu þjóðanna, i jörðina. Hann
bjó i New York eftir að hann lét af
embætti, því Ne Win, sem þá réði í
Burma vildi ckki fá hann heim.
Er U Thant lézt vildi fjölskyldan fá
hann grafinn í Burma. Eftir mikla
erfiðleika tókst að fá leyfi til þess
með því skilyrði að hann yrði grafinn
í almenningskirkjugarði.
En U Thant var vinsæll meðal
þjóðar sinnar sem vildi að hann yrði
borinn til hvilu i Schwedagon hofinu.
Hópur stúdenta og munka stal líkinu
úr jarðarfarargöngunni og fór með
það til háskólans í Rangoon. Þar
lokuðu þeir sig inni með líkið.
Það tók her og lögreglu tvo daga
að endurheimta það og þessu fylgdu
mestu óeirðir sem orðið höfðu í
Burmaí25ár.
U Thant var síðan jarðsettur í kyrr-
þey í nágrenni Schwedagon hofsins.
Áður höfðu menn þó uppgötvað að
líkið var barkalaust. Kom í Ijós að U
Thant hafði verið skorinn upp í New
York ári fyrir dauða sinn vegna
krabbameins í hálsi, en honum hafði
tekizt að halda uppskurðinum
leyndum.
Lík Chaplins
í klóm fjárkúgara
Líkum er þó oftar stolið í ábata-
skyni en af pólitískum ástæðum.
Þekktasta dæmið um það er stuldur-
inn á líki Chaplins úr litlum þorps-
kirkjugarði í Sviss. Chaplin dó á jóla-
dag 1977 og tveimur mánuðum síðar
var búið að stela líkinu. Fjölskylda
hans var krafin um 600.000 dali i
lausnargjald.
Fjölskyldan snéri sér strax til
lögreglunnar og 10 mánuðum seinna
fannst kistan, með líkinu, á kornakri
í 20 km fjarlægð frá kirkjugarðinum.
Tveir austur-evrópskir flóttamenn,
Pólverji og Búlgari, voru handteknir
fyrir stuldinn.
Lögreglan opnaði kistuna til að
ganga úr skugga um að Chaplin væri
þar enn, en likamsleifarnar voru þá
orðnar óþekkjanlegar. Þær voru
látnar í fyrri gröf sína en í þetta
skiptið lét fjölskyldan steypa vand-
lega yfir hana.
(Extra Bladet)
Yfirlæknir frá Frederiksberg í
Danmörku, sem kominn var á eftir-
laun, lézt í flugvél á leið til Sviss. Er
vélin lenti í Genf var~Iíkinu ekið til
borgarlíkhússins. Þar urðu á þau
mistök að víxl varð á líkum og var
yfirlæknirinn merktur sem nýlátinn
Portúgali.
Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr
en kistan var komin til Lissabon, en
þar var hún opnuð svo ættingjar
kistan var horfin. Fólkið sendi skeyti
til Moskvu og starfsmaður sendiráðs-
ins fann loks kistuna þar sem hún
stóð í sólskininu á Moskvuflugvelli.
Hann fékk burðarmenn til að bera
kistuna með sér inn í flughöfnina.
Rússneska utanríkisráðuneydð baðst
afsökunar á atburðinum og daginn
eftir var lík sendiherrans komið heim
til þriggja eiginkvenna hans og 11
barna.
ChapMn — Hdnu var stoHO tveknur
mánuðum eftirJarðerförina.
Evasmurðfyrir
100.000 dali
Það var ekki lídð flakkið á Evu
Peron eftir dauða sinn. Hún var gift
Juan Peron, forseta Argentinu og
lézt úr krabbameini 1952, 33 ára
gömul. öll þjóðin syrgði hana og
Peron greiddi spönskum lækni
100.000 dali fyrir að smyrja likið.
Smurningurinn tók heilt ár.
1955 var Peron steypt af stóli og
hann flýði land. Lík Evu varð eftir
og hinir nýju valdhafar vildu jarð-
setja það. En fylgjendum Perons
tókst alltaf að koma í veg fyrir það
með því að stela líkinu.
Að lokum tókst valdhöfunum þó
að senda lík Evu til Ítalíu og var það
jarðsett með hinni mestu leynd í
Mílanó. Þar fékk Eva að hvíla í friði í
14 ár. En þegar Lanusse hershöfðingi
komst til valda í Argentínu ákvað
hann að Peron, sem þá bjó á Spáni,
skyldi fá Evu sínadl baka.
Lík á f erðalagi
En spænsk yfirvöld leyfðu ekki af
pólitískum ástæðum að Eva yrði
jörðuð. Peron varð því að geyma
líkið í húsi því sem hann deildi með
hinni ungu konu sinni, ísabellu.
1972 sneri hann aftur til Argentínu
og komst í forsetaembættið á ný.
Nokkrum árum seinna sá fsabella
um að fá Evu heim. í Buenos Aires
Pátur prins - Harm fákk ktks hvikl
ina í heittaiskuðum garði sinum.
gætu kvatt hinn látna. Og i kistunni
lá maður ákafleganorrænn útlits.vfir-
læknirinn frá Frederiksberg.
Hins vegar hafði líki Portúgalans
verið flogið til Kaupmannahafnar án
þess að grunur léki á um nein mistök.
Kistan var ekki opnuð. Fjölskylda
yfirlæknisins fékk ekki tílkynningu
um mistökin fyrr en rétt fyrir jarðar-
förina. En tími vannst til að gera gott
úr öllu saman og nú hvíla þessir menn
hvor um sig í réttu föðurlandi.
Kistan sem
gleymdist
Það gekk heldur ekki litið á í sam-
bandi við lík Péturs prins af Grikk-
landi, sem lézt í London í fyrra, 71
árs gamall. Danska og enska
konungsfjölskyldan gat ekki komið
sér saman um hinzta hvílustað hans,
svo hann var jarðsettur til bráða-
birgða í Englandi. En í september sl.
var flogið með lík Péturs til Dan-
merkur og hann jarðsettur í garði
sínum norðan við Kaupmannahöfn.
Flutningurinn á líkinu gekk eftir
áætlun, en það er aftur á móti ekki
hægt að segja um flutninginn á jarð-
neskum leifum diplómats nokkurs
frá Afríku sem lézt í Moskvu sumarið
1980. Þetta var sendiherra Afríku-
rikisins Tchad, hann dó af heilablæð-
ingu og átti að senda likið heim með
flugvél frá Aeroflot.
í fylgdarliðinu voru systir hins
látna, elzti sonur hans og tveir dipló-
matar. En við millilendingu í Lagos,
höfuðborg Nigeríu, uppgötvaðist að
DúkkuOsan fíonnie
Dúkkulísumar
Ronnie og Nancy
Nýjasta nýtt í leikföngum fyrir full-
orðna í Bandaríkjunum eru dúkkulís-
ur sem tákna forsetafjölskylduna.
Þarna er dúkkulisan Ronnie og dúkku-
lísan Nancy í undirfötum úr fánaefni,
með stjörnur og strípur og allt
tilheyrandi. Þeim fylgir svo aragrúi af
fatnaði sem nota má við öll þau tæki-
færi er lífið býður slíku fólki upp á eins
og t.d. kosningabaráttu, rólegan dag á
búgarðinum.terðalög, Camp David og
innsetningarball.
Einnig fylgja með búningar úr
ýmsum kvikmyndum — ef Ronnie
skyldi langa til að rifja upp gamlar
Hollywood minningar eða Nancy lang-
aði til að bregða sér í gervi Kleópötru.
Og svo eru lika dúkkulísubömin Patti
og Ron, þeirra fatnaður byggist á hug-
myndum barna um framtíð sína þegar
þau verða stór.
Fyrirtækið Dell Trade Papterback í
New York gefur dúkkulísurnar út og er
fyrsta upplagið 50.000 stykki. í
kynningarskyni fengu allir þingmenn
ókeypis eintök.
— Þeir eru hvor' er alltaf að
tala um niðurskuró sagði aðafulltrúi
fyrirtækisins. - Þv> s^yidu þeir þá
ekki dunda sér við að klippa dúkku-
lísur?
Sprengiethiá íslenzku
segir í fyrirsögn á smágrein á baksíðu
norska Dagbladets og lýsir hún út-
varpsviðtali við Vigdísi Finnbogadóttur
forseta. Fer greinin hér á efdr:
Það var ekki mikið um sprengiefni í
viðtalinu í vikulokin við Vigdísi,
forseta íslands, sl. laugardag. Það
mátti svo sem reikna með því — hún er
jú friðarsinni.
Vigdís svaraði þeim spurningum sem
lagðar voru fyrir hana snyrdlega og
greiðlega. Hún er hrifin af Noregi og
segir Norðmenn höfðingja. Allt gekk
ljómandi vel — meira að segja þegar
hún var spurð hvort henni þætti ekki
dálítið skrítið að kanna heiðursvörð
lífvarðarliða — hún sem er svo mikill
friðarsinni.
— Nei, nei, svaraði Vigdis, hún á
ekki í neinum vandræðum með að
virða reglur og siði þess lands sem hún
heimsækir.
Einfalt og gott. En gott? íslenzki
sendiherrann gerði ákafar tilraunir til
að grípa orðið er þar var komið í
viðtalinu. Það gekk heldur ekki greið-
lega að vinna viðtalið. Skyndilega
hringdi síminn niðri í útvarpi og utan-
ríkisráðuneytið skilaði þeim boðum að
skrifstofustjóri Vigdísar vildi fá að
heyra viðtalið áður en það yrði sent út.
Stuttu seinna birtist skrifstofustjór-
inn, þarna mun vera átt við forsetarit-
ara, hlustaði á viðtalið og krafðist þess
að kaflinn um friðarstefnuna og líf-
vörðinn yrði klipptur úr því. Engar
athugasemdir um her, takk. Vigdis
mátti auðvitað tala, en helzt um eitt-
hvað annað, var álit islenzku sendi-
nefndarinnar. Friðarstefnan er sprengi-
efni.
m
FÓLK