Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981. Ferðafélag íslands Dagsferflir sunnudaKÍnn 8. nóvember: 1. Kl. 10.30 Hengill (767 m). Þar sem má gera ráð fyrir einhverri hálku á fjallinu er nauðsynlegt að vera i góðum skóm. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson og Guðmundur Pétursson. Verð kr. 50.- 2. Kl. 13. Gengiö með Hólmsá. Farið úr bílnum við Lækjarbotna og gengið í áttina að Elliðavatni. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 40.- Farið frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin. Far- miðar við bíL Börn i fylgd fullorðinna fá frítt í ferð- irnar. Útivistarferðir: Sunnudaginn 8. nóvember kl. 13.00 Blákollur-Eld- borgir. Hressandi ganga fyrir alla. Fararstjóri Jón I. Bjarnason, verð kr. 50,- frítt fyrir börn með fullorðnum. Farið frá BSÍ vestanverðu. — Tunglskinsganga, fjörubál miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.00, vetrarferðin er um næstu helgi. Skrifstofan, Lækjargötu 6 A, sími 14606, er opin mánudaga-föstudaga frá kl. 10.15—14.00 og fimmtudaga og föstudaga, fyrir helgarferðir kl. 10.15—18.00. Árshétfðir Árshátíð Átthaga- félags Strandamanna í Reykjavík verður haldin laugardaginn 7. nóvember í Ártúni. Aðgöngumiðar verða seldir í. anddyri ILaugarnesskóla í dag, 5. nóvember frá kl. 17—19. Framsókn heldur basar Basar félagsins verður laugardaginn 7. nóvember i Lindarbæ. Tekið á móti basarmunum á skrifstofu félagsins, opið frá kl. 9—19, aðeins þessa viku. Basar kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á morgun Að þessu sinni veröur basarinn haldinn í nýbyggingu styrktarfélagsins aö Háaleitisbraut 11 — 13 sem núl er á lokastigi. Með tilkomu hinnar nýju byggingar stækkar endurhæfingastöö félagsins verulega og aukast því möguleikar fyrir margs konar endurhæf- ingu og aðstoð við þá sem eru fatlaðir eða lasburða. Kvennadeild styrktarfélagsins hefur ávallt unnið ötullega að framfaramálum félagsins og lagt fram drjúgan skerf til uppbyggingar þess. Mörgum er í fersku minni kvikmyndin Dagur í Reykjadal sem sýnd var í sjónvarpinu nýlega og lýsti degi í lífi fatlaðra barna á sumardvalarheimili félagsins. Ágóða af basar kvennadeildarinnar er m.a. varið til stuðnings sumardvöl fatlaðra barna og einnig til stækkunar endurhæfingasiöðvarjnnar að Háaleitis- braut. Auk þess að geta gert góð kaup á basarnum sér diskótekið Doll\ un :.músik viö allra hæfi og verk- smiðjan Vífilfell hf. mun bjóða öllum basargestum upp á coca-cola og fleiri svaladrykki. * Basar Kvenfélaga Háteigssóknar verður að þessu sinni i félagsmiðstöðinni Tónabæ, Skaftahlíð 24, Iaugardaginn 7. nóvember og stendur yfir frá kl. 14til 17. Á basarnum verður margt fallegra og eigulegra muna, sem konurnar hafa unnið af mikilli smekkvísi og vandvirkni. Veit ég aö margir veröa til þess að koma i Tónabæ á laugardaginn til þess að kaupa þar góða muni á sanngjörnu verði. Konurnar í Kven- félagi Háteigssóknar hafa af miklum dugnaði og ósérhlífni unnið að því að gera kirkjuna sem bezt úr garði og framlag þeirra til félags- og líknarmála er mjög umtalsvert, sem þeir geta vitnað um sem þess hafa notið. Tekið verður á móti basarmunum föstudaginn 6. nóvember i Háteigskirkju milli kl. 18—20. og í Tónabæ laugardaginn 7. nóvember kl. 9—12. Fundur verður í félaginu 10. nóvember kl. 20.30. í Sjómannaskólanum. Basar á Hrafnistu Vistmenn á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, halda basar i dag, laugardag, og hefst hann klukkan 14. Basarinn er haldinn i föndurstofu á þriöju hæð í C-álmu heimilisins. Þar verður til sölu fjölbreytt handavinna vistmanna og má sja hluta sölugripanna á myndinni. Þarna verða ýmsar jólavörur eins og merkja má af húfum vistkvennanna tveggja. DB-mynd: KÖE. Basar Blindrafélagsins Hamrahlíð 17 Á laugardaginn 7. nóvember nk. verður hinn árlegi basar Blindrafélagsins haldinn að Hamrahlíð 17. Hefst hann kl. 2 e.h. Fundir hafa verið haldnir reglulega einu sinni i viku þar sem fólk hefur komið saman til vinnu. Bæði blindir og sjáandi hafa unnið af kappi við aö prjóna, sauma og föndra allt mögulegt sem verður á boðstólum. Eins og venjulega verða fjölbreyttir munir til sölu, m.a. prjónles, jóladúkar, föndur, tilbúinn fatnaöur og margt, margt fleira. Einnig verður kökusala og jafnvel pottablómasala aðógleymdu hinu vinsæla happdrætti. Nú eru byrjaðar byggingaframkvæmdir að Hamrahlíð 17 og þá er ekki sízt þörf fyrir aðstoð. Fundir AA-samtakanna á íslandi LAUGARDAGUR: Reykjavlk, Tjarnargata 5 (91-12010 ) Græna húsiö kl. 14 og Sporafundir kl. 16. Tjarnargata 3 (91-16373) Rauöa húsiö kl. 21 og 23.30. Langholtskirkja kl. 13. öldu- selsskóli Breiðholti kl. 16. Landifl: Akureyri, (96-22373) Geislagata 39 kl. 16. Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 17. Staöarfell Dalasýslu, (93-4290) Staðarfell kl. 19. *Tálknafjöröur, Þing- hóll kl. 13. Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 opinn kl. 17. Keflavík (92-1800) Klapparstíg 7 kl. 14. * og þegar togari er inni. Ténleikar Mezzoforte á ísafirði Hljómsveitin Mezzoforte mun leika á tvennum tón- leikum að Uppsölum á ísafirði á morgun. Fyrri tón- lcikarnir hefjast klukkan 4 síðdegis og þeir síðari kl. 9 um kvöldiö. Það er tónlistarklúbbur Mennta- skólans á ísafirði sem gengst fyrir komu Mezzoforte til ísafjarðar og reynt verður að stilla aðgöngumiða- verði í hóf. Vísnakvöld, hið þriöja í röðinni, verður haldið í Þjóðleikhús- kjallaranum nk. mánudagskvöld, 9. nóvember. Von er góðra gesta að vanda, sem leggja munu sitt af mörkum til þess að gera dagskrána áheyrilega og við hæfi flestra. Mánefnat.d. dönsku visnasöngkonuna Hanne Juul sem dvelst hér á landi um þessar mundir i boði félagsins. Elísabet Erlingsdóttir mun syngja nokkur islenzk þjóölög viö undirlcik Jónasar Ingi- mundarsonar, jafnframt er von á sönghópi frá Breiöholtsleikhúsinu. Venja er að Ijóðskáld lesi upp úr verkum sínum á hverju visnakvöldi; að þessu sinni verður það Hjörtur Pálsson. Auk framan- greinda aðila má telja víst að fleiri muni Iáta frá sér heyra, reyndar er öllum velkomið að láta Ijós sitt skína. Þann II. nóvember verður félagið Visnavinir 5 ára. Af þeim sökum verður haldið eitt dæiglegt afmælishóf í Þjóðleikhúskjallaranum þann 15. þessa mánaðar, á sunnudagskvöldi. Hófið hefst kl. 18.00 með borðhaldi. Að því búnu verða rifjuð upp nokkur hinna fjölmörgu atriða sem fram hafa komið á þessum 5 árum. Að öllu þessu loknu munu Visnavinir stíga dans svo lengi sem landslög leyfa. Aðgöngumiðar verða seldir á næsta visnakvöldi. Á laugardaginn 7. nóvember verða tónleikar í Norræna húsinu mefl Hanne Juul en hún var einn af stofnendum félagsins. Henni til aðstoðar verður hópur vísnavina sem nefnir sig ,,Hálft í hvoru”. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Elly Ameling og Dalton Baldwin halda tónleika i Háskólabíói. Tónleikar í Háskólabíói Hið heimsfræga listafólk Elly Ameling og Dalton Baldwin halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins laugardaginn 7. nóvember. Tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíói og hefjast kl. 2.30. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk eftir Robert Schumann, Gabriel Fauré, Francis Poulenc, JSnrique Granados, Carlos Guastavino og Joaquin Turina. Tappatog i Hafnarbíói í dag, 7. nóvember, kl. 17,00, mun hljómsveitin Tappi tíkarrass efna til Tappatogs i Hafnarbiói. Á Tappatogi þessu, sem er hið fyrsta sinnar tegundar, koma fram hljómsveitirnar Jonee-Jonee, og fleiri. Haustmót JSÍ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Þetta er þyngdarflokka- keppni og fer fjöldi þyngdarflokka eftir þátttöku. Mótið hefst kl. 14. JSÍ. Jólakort Styrktar- félags vangefinna Komin eru á markaðinn ný jólákort Styrktarfélags vangefínna með myndum af málverkum eftir Jóhannes Geir, listmálara. Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigs- vegi 6, í verzluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimilum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Gerplufélagar halda vetrarfagnað í dag Samfelld dagskrá frá kl. 10.00 i dag kl. 15.20 Skemmtun fyrir allan aldur. Kaffíveitingar í nýjy félagsaðstöðunni. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fótaðagerð fyrir ellilífeyrisþega í Hallgrímssókn er hvern þriðjudag kl. 13—16 í félagsheimili kirkj- unnar. Tímapantanir í síma 16542, Sigurlaug. í Happýhúsinu — Laugardag 7. nóvember verður opnuð sýning á máluðum rekavið, blómamyndum og fíeiru; opið virka daga frá kl. 9—22, sunnudaga 14—22, Siðasti sýningardagur er 15. nóvember. Flóamarkaður og kökubasar Lúðrasveit Laugarnesskóla heldur flóamarkað og kökubasar i Laugarnesskóla, í dag 7. nóv. kl. 14.00. Jólakort Gigtarfélags íslands Gigtarfélag íslands hefur gefið út jólakort eftir lista- verkum Kristínar Eyfells, sem hún gaf félaginu. Skrifstofa félagsins, Ármúla 5, verður framvcgis opin kl. 1 —5 virka daga. Ftíagið skorar á a^la félagsmenn að kaupa kortin og taka þau til sölu. Allur ágóöi rennur til innréttingar Gigtlækninga- stöðvarinnar. Kvikmyndir Fassbinder og Mekasbræður í Fjalakettinum Þriðja dagskrá Fjalakattarins á þessum vetri hefst í dag með sýningu á þremur kvikmyndum. Þær eru Kínversk rúlletta og Afkvæmi Satans eftir Rainer Werner Fassbinder og Companers and Compan- eros eftir Adolfas Mekas og fleiri. Dagskrá þrjú inniheldur fimm kvikmyndir. Tvær eftir Fassbinder og þrjár eftir bræöurna Adólfas og Jonas Mekas. Myndir Fassbinders hafa þegar verið nefndar. Myndir Mekas bræðra eru auk Compan- eras Hallelujah The Hills og The Brig. Þessar myndir verða sýndar sem hér segir: Laugardagur: Kl. 17.00 Kinversk rúlletta Kl. 19.30 Afkvæmi Satans Kl. 22.00 Companeras and Companeros Sunnudagur: Kl. 17.00 The Brig Kl. 19.30 Hallelujah The Hills Kl. 22.00 Kínversk rúlletta Þriðjudagur: Þriðjudagur: Ifl. l9.30Companeras and Companeros Kl. 22.00 Afkvæmi Satans. Miðvikudagur: Kl. !9.30The Brig Kl. 22.00 Hallelujah theHills Fimmtudagur: Kl. 19.30 Kinversk rúlletta Kl. 22.00 Afkvæmi Satans Laugardagur: Kl. 17.00 Hallelujah the Hills Kl. l9.30Companerasand Companeros Kl. 22.00 The Brig Sunnudagur: Kl. 17.00 Afkvæmi Satans Kl. 19.30 Kínversk rúlletta Kl. 22.00 Hallelujah the Hills. Sem fyrr eru allar sýningar Fjalakattarins í Tjarnarbiói. Miðasala hefst klukkustund fyrir sýningar. Félagsskirteini kostar 50 krónur, afsláttar- skírteini 250 krónur og dagskrárgjald á þriðjudag- skrá er 35 krónur. Jungfrú Ragnheiður - Skálholt Leikfélag Akureyrar sýnir nú Jungfrú Ragnheiði — Skálholt. Bríet Héðinsdóttir hefur samiö nýja leik- gerð upp úr verkum Guðmundar Kambans um bisk- upsaotturina sem ef tU vfll hefur orðið fólki hug- stæðust af öllum konum íslandssögunnar. Guðbjörg Thoroddsen, Marínó Þorsteinsson og SunnaBorg fara1. með aöalhlutverk. Bríet Héðins- dóttir er leikstjóri en tónlist samdi Jón Þórarinsson. Hún er flutt af kennurum við Tónlistarskóla Akur- eyrar. Sigurjón Jóhannesson hannaði leikmynd og búninga en David Walter lýsingu. Næsta sýning er sunnudagskvöld kl. 20.30. Miðasala er opin frá kl. 5—7 á laugardag, hina dagana Irá kl. 5 og fram til þess að sýning hefst. Sími Leikfélagsins er 24073. Leikfélag Garðabæjar Leiklistarnámskeið Leiklist Framsögn — Leikspuni — Leikræn tjáning. Nám- skeiðið verður haldið i Safnaðarheimilinu i Garöa- bæ, í húsakynnum leikfélagsins. Hefst það mánu- daginn9. nóv. nk. Leiðbeinendur verða Saga Jónsdóttir, Þórir Steingrímsson o.fl. Innritun og upplýsingar verða í símum 43848 og 44425. Stjórnin. Leikfélag Keflavíkur í dag kl. 17:00 frumsýnir Leikfélag Keflavikur barnaleikritð Rauðhettu eftir hinn sigilda höfund Évegníj Schwarzt, i þýöingu Steafáns Baldurssonar. Alls taka 18 manns þátt i sýningunni sem verður i Félagsbiói. Með helztu hlutverk fara Bjamey Sigvaldadóttir, Árni Ólafsson, Jóhann Gislason, Ingibjörg Hafliöadóttir, Ingibjörg Guðnadóttir, Lína Kjartansdóttir, Július Baldursson og Hjördis Árnadóttir. Leikmynd hannaði Hallmundur Kristinsson, leikhljóð voru unnin i Studíó Stemmu. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson er þetta þriðja verkefni hans hjá Leikfélagi Keflavikur. Hin voru Tobacco Road og Sjóleiöin til Bagdad. Hljómlistina í Rauðhettu annast hljómsveitin BOX í Keflavík en hana skipa Baldur Guðmundsson, Sigurður Sævars- son, Óskar Nikulásson og Ragnar Hallmannsson. Á myndinni sjást Lína Kjartansdóttir, Hjördis Árnadóttir og Júlíus Baldursson í hlutverkum sinum. Gallerí djúpið Hafnarstræti 15 í dag 7. nóv. kl. 3 mun Siguröur Eyþórsson opna sýningu á málverkum teikningum og grafík- myndum, rúmlega 20 að tölu, í Gallerý Djúpið Hafnarstræti 15. Myndirnar eru allar gerðar með blandaðri tækni. Siguröur mun mála mynd í olíu og egg tempera á meðan á sýningunni stendur sem síðan verður til sölu að sýningunni lokinni, 3. desember. Flestar myndimar eru til sölu og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. DB-mynd Krístján öm. Listasafn alþýðu Heimildasýning um „Guernica”. Sýningin stendur yfír frá 7. — 29. nóvember. Opið alla virka daga frá kl. 14—22. Landsþing FÍB um helgina Laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóvember nk. fer fram á Hótel Borgarnesi 14. landsþing Félags íslenzkra bifreiðaeigenda. Á þingi þessu veröa rædd almenrv-félagsmál FÍB en stórmál þingsins eru vega- mal, öryggismál og stófnun ferðaskrifstofu FÍB. Vegamálastjóri, Snæbjörn Jónasson, kemur á þingið og Aytur erindi sem nefnist Ný viðhorf i vega- málum. Einnig verða flutt erindi um öryggismál. Til umræðu á þinginu kemur einnig stofnun ferðaskrif- stofu FÍB, en hlutverk hennar verði aðallega að cfla samband við systurfélög i nágrannalöndunum, en skandinavisku félöginstarfrækjaöll ferðaskrifstofur. og hyggst FÍB með þessu móti skapa sér aðstöðu til þess að veita félagsmönnum greiðari ferðaþjónustu en áður hefur verið. Einkum mun sú þjónusta verða i sambandi við ferðalög í bifreiðum um Evrópu. í sambandi við vegamálin verður ennfremur rætt um skattlagningu á bifreiðir og rekstrarvörur til þeirra. GENGIÐ Gengisskráning nr. 216 — Ferðamanna- 6. nóvember 1981 kl. 09.15 gjaideyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7,626 7,648 8,412 1 Stertingspund 14,291 14,332 15.765 1 Kanadadollar 6.381 6.450 7.040 1 Dönsk króna 1.0674 1.0705 1.1775 1 Norskkróna 1.2985 1.3022 1.4324 1 Sssnskkróna 1.3873 1.3913 1.5304 1 Finnskt mark 1.7503 1.7553 1.9308 1 Franskur franki 1.3625 1.3664 1.5030 1 Belg. franki 0.2042 0.2048 0.2252 1 Svbsn.franki 4.2580 4.2702 4.6972 1 Hollenzk florina 3.1206 3.1296 3.4425 1 V.-þýzkt mark 3.4375 3.4474 3.7921 1 Itötsk llra 0.00643 0.00645 0.00709 1 Austurr. Sch. 0.4903 0.4917 0.5408 1 Portug. Escudo 0.1183 0.1187 0.1305 1 Spánskur peseti 0.0800 0.0803 0.0883 1 Japansktyen 0.03334 0.03344 0.03878 1 IrsktDund 12.150 12.185 13.403 8DR (sérstök dráttarréttlndl) 01/09 8.8585 8.8841 Simsvarl vsgna gsnglsskréningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.