Dagblaðið - 11.11.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Sovézkar njósnir í Bretlandi í síðari heimsstyrjöld:
NJOSNARIUR HOPIANTONY
BLUNTS GEFUR SIG FRAM
hafði verið yf irheyrður af brezku leyniþjónustunni og
játað en málinu verið haldið leyndu f ram að þessu
Nýlega gaf sig fram opinberlega
fyrrum starfsmaður leyniþjónustu
brezka hersins og játaði að hafa verið
njósnari Sovétríkjanna í seinni
heimsstyrjöldinni. Hann hafi verið í
hópi þeim er Antony Blunt var í for-
svari fyrir en hann var foringi hóps
menntamenna frá Cambridge sem
stunduðu njósnir fyrir Sovétríkin á
árunum fyrir og í séinni heims-
styrjöldinni. Blunt var listráðunautur
Elísabetar Englandsdrottningar allt
fram til ársins 1979 er þessi starfsemi
hans varð opinber. Þá sannaðist
einnig að hann hafði verið yfir-
heyrður af brezku leyniþjónustunni
vegna þessa máls árið 1964 og játað
aðild sína að því. Hann var hins veg-
ar aldrei leiddur fyrir dómstóla. Það
var ekki fyrr en 13 árum síðar að
málið varð kunnugt utan leyni-
þjónustunnar og það leiddi til þess að
Englandsdrottning svipti hann
embætti sínu og lávarðartign.
Þegar tveir þingmenn gerðu fyrir-
spurn um það í neðri málstofu brezka
þingsins í janúar á síðasta ári hvort
fleiri njósnurum hefði verið veitt
sakaruppgjöf svaraði Margareth
Thatcher forsætisráðherra með því
að vísa til skýrslu saksóknara frá
árinu 1979, þegar mál Blunts kom til
méðferðar hans. Þar segir að aðeins í
einu tilfelli hafi njósnara verið gefnar
upp sakir frá stríðslokum og það hafi
verið í máli Blunts og verið gert af
öryggisástæðum. Hins vegar, segir í
skýrslu saksóknara, sé ekki um að
ræða að sumt fólk njóti einhverra
sérréttinda gagnvart lögunum, en
þær raddir heyrðust að Blunt hafi
verið sleppt við ákæru vegna aðals-
titils síns og tengsla við brezku há-
stéttina.
Vegna svars Thatcher kom það
þingmönnum því á óvart að annar
njósnari skyldi nú gefa sig fram og
játa að hann hafi verið yfirheyrður á
sama tíma og Blunt og einnig verið
sleppt við ákæru. Hafa þingmenn
borið aftur fram fyrirspurn í brezka
þinginu og krafizt svara um hvort um
fleiri aðila hafi verið að ræða og
upplýsinga um hve mikil áhrif Sovét-
ríkjanna hafi í raun og veru verið
innan brezku leyniþjónustunnar á
stríðsárunum.
Njósnararnir fleiri en
opinbert er
Sá sem nú hefurgefið sig fram, er
64 ára gamall forstjóri kvikmynda-
húss, að nafni Leo Long. Hann var
liðsforingi í leyniþjónustu brezka
hersins á stríðsárunum og fékkst
eink um við athugun á þýzka hernum.
Deild hans aflaði sér upplýsinga frá
gjörvallri Evrópu og Long kom þeim
upplýsingum í hendur Blunt sem
aftur sá um að koma þeim til
Sovétríkjanna. Long segir að
mikilvægustu upplýsingarnar sem
hann hafi látið af hendi hafi verið
hleranir á fjarskiptum þýzka hersins
en þær hafi skipt Sovétmenn miklu
máli, sérstaklega eftir að nasistar
hófu innrásina í Sovétrikin. Ásamt
öðrum þeim upplýsingum sem Blunt
aflaði frá öðrum aðstoðarmönnum
sínum hafi Sovétmenn einnig geta
metið hversu einlægir bandamenn
voru í stuðningi sínum við þá. Long
vildi þó ekki gefa upp nöfn annarra
njósnara sem störfuðu í hópnum
vegna þess að margir þeirra gætu
verið í ábyrgðarmiklum stöðum.
í viðtali við brezka blaðið The
Sunday Times segir Long að sovézki
njósnahringurinn í Bretlandi á
fimmta áratugnum hafi náð inn 1
raðir starfsmanna ríkisstjórnar og
hers í mun meira mæli en nokkru
sinni hafi verið játað opinberlega.
Margir þeirra opinberu starfsmanna
sem í njósnahringnum voru hafi
játað við yfirheyrslur árið 1%4 — en
ekki fyrr en þeir hafi fengið loforð
um sakaruppgjöf. Sá eini sem
dæmdur hafi verið var kjarn-
eðlisfræðingurinn Alan Nunn May
sem var afhjúpaður árið 1946 og
dæmdur til tíu ára fangelsisvistar.
Long segir að Blunt hafi átt mjög
auðvelt með að fá menn til samstarfs
við sig, sérstaklega nemendur sína við
háskólann í Cambridge. ,,Ég var úr
verkalýðsstétt og eins og rhargir aðrir
á þeim tíma var ég mjög meðvitaður
um ójöfnuðinn í samfélaginu,” segir
Long. Eins og margir stúdentar í
Cambridge varð hann þátttakandi i
félagi kommúnista í háskólanum.
Þess var vænzt að félagarnir ykju
þekkingu sína i marxískum fræðum
og tryggðu sér síðan stöður innan
áhrifamikilla stofnana, t.d. í Verka-
mannaflokknum. Hann varð einnig
meðlimur í leynifélaginu Postularnir
sem var málfundafélag sem margir
kommúnistar voru í. Blunt var
meðlimur félagsins og þar hófst sam-
starf hans við Long en Blunt var
einnig umsjónarkennari hans 1
frönsku við háskólann.
„Styðjum sama
málstað"
Long hefur neitað að upplýsa
hverjir voru meðlimir leynifélagsins
og einnig hverjir aðrir eru viðriðnir
njósnamálið. Hann segist ekki hafa
átt nein frekari samskipti við Blunt
meðan hann var við framhaldsnám í
Frankfurt í Þýzkalandi. Ári síðar
hafi hann snúið aftur til Bretlands og
verið innritaður í herinn. Vegna
málakunnáttu sinnar hafi hann þá
verið sjálfkjörinn í leyniþjónustuna.
Eftir að hann tók þar við störfum
hafi Blunt hins vegar komið óvænt
inn á skrifstofu hans og sagt meðal
annars: „Við styðjum allir sama
málstaðinn. Allir viljum við að
Rússar vinni stríðið við Hitler en
erum hins vegar ekki vissir um að þeir
fái allar þær upplýsingar, sem þeim
ber.”
Á næstu þremur árum hittust
þeir á bjórkrá í London að jafnaði
hálfsmánaðarlega. Long gaf Blunt
upplýsingar, sem borizt höfðu frá
öðrum njósnurum brezka hersins í
Evrópu. „Ég er ekki að reyna að
hvítþvo sjálfan mig,” segir Long ,,en
Antony Burgess. Honum tókst að flýja til Moskvu eftir að upp komst um njósnir
hans.
*
Elisabet Bretadrottning með listráðunaut sinum, Antony Blunt, áður en upp um hann komst.
Þremur árum eftir að Long hóf
njósnirnar fékk hann sig færðan i
annað starf innan leyniþjónustunnar
og þar með féllu fundir hans með
Blunt niður. En að stríðinu loknu
hafi þeir hiízt af tilviljun og Blunt
virtist þá skilja það að Long hefði
ekki áhuga á að stunda þessa starf-
semi áfram þó Blunt væri sjálfur enn
viðriðinn hana.
Það var ekki fyrr en árið 1951 að
ljóst var að hringurinn var farinn að
þrengjast um sovézka njósna-
hringinn. Þá voru Burgess og
Maclean afhjúpaðir en þeim tókst að
fiýja til Moskvu. Long segir að þá
hafi hann búizt við því að verða yfir-
heyrður en hann hafi sloppið allt
fram til ársins 1964. Sú uppljóstrun
hófst með því að Bandaríkja-
maðurinn Michael Straigt var yfir-
heyrður af FBI og játaði á sig njósnir
fyrir Sovétrikin. Hann var beðinn að
benda á aðra sem hefðu starfað með
honum og að lokum nefndi hann
þrjá, Biuní, Long og Alistair
Watson, en sá síðastnefndi hefur
neitað að ræða málið opinberlega.
Long var yfirheyrður og sam-
kvæmt samtali sem hann átti við
Blunt komu þeir sér saman um að
draga ekkert undan í frásögn sinni.
Honum var ekki gefið loforð um að
verða veitt sakaruppgjöf en þegar til
kom var ekki lögð fram kæra gegn
honum frekar en Blunt.
í framhaldi af þessari uppljóstrun
hafa brezkir þingmenn áhuga á að
vita hvort leyniþjónustunni sé
kunnugt um enn fleiri njósnara en
viðurkennt hefur verið opinberlega
og hve víðtækt sovézka njósnakerfið
var.
Leo Long. Fyrir
framan sig hefur
hann bókina sem
opinberaói
njósnastarfsemi
Antony Blunt.
Þá sögðu brezk
yflrvöld að Blunt
væri eini njósn-
arinn sem fengið
hefði sakarupp-
gjöf.
ég taldi mig vera að styðja góðan
málstað. Ég held ekki að ég hafi veikt
hernaðarstyrk Bretlands. Svo gæti
hafa verið en ég efast samt um það,
þótt það sé 1 sjálfu sér engin málsbót.
En Blunt spurði mig stöðugt: Er
þetta allt sem þú hefur? Auðvitað
varð ég hræddur.” Long bætir því
við að erfitt sé að meta hvaða gildi
upplýsingar hans höfðu, en hann
reiknimeð að þær hafi verið mjög
mikilvægar.
Hringurinn
þrengist
Long segir um Blunt sjálfan að
hann hafi ekki virzt hafa mikinn
áhuga á stjórnmálum. Hann hafi
aldrei talað um aðra sem unnu að
njósnum fyrir hann en þó sé varla að
búast við að þeir hafi ekki verið fleiri.
Long segist geta sagt það eitt að
Blunt virtist vera mjög upptekinn
maður.