Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 25.06.1939, Blaðsíða 8
8
SUNNUÐAGUR
Skólabörn utan af landi flykkjast þúsundum saman til Kaupmannahafnar á sumri hverju til að
skoða borgina. Flest þeirra halda til í stóru, gömlu skólaskipi, se.a hætt er að voga sér út á höí'in
og liggur við bryggju í Kaupmannahöfn. Stundum fá íslenzkir stúaentar það starf að fylgja sveita-
börnunum um höfuðborgina, og d litla þóknun fyrir. — Á myndinni sést hópur sveitabarna við
grindur dýragarðsins í Kaupmannahöfn, sem er einn fjölsóttasti staðurinn í bænum.
Smælkí
Vel metinn borgari í þessum
bæ var um daginn í afmælis-
veizlu kunningja síns og var
þar mikið um dýrSir. Borð voru
skreytt litfögrum blómum, með
al annats túlípönum. begar líða
lók á borðhaldið gerðust menn t
allhreyiir og ílaug þessum
mæta borgara þá í hug að hann
þjáðist af vitamínskorti. Vildi
liann því nola hið sjaldgæfa
tækifa ri hér í öllu grœnmeti - (
leysinu og tók hvern lúlipan-
ann á fætur öðrum.þar til liann
liafði „sporSrennt” sex. GarS-
yrkjusérfræSingur, sem þarna
var staddur og vissi af lærdómi
sínum að túlípanar eru valmúa-
legund, og hræddist því að þeir
hefSu inni að haida eiturefni,
sem óholl kynnu aS reynast
maga þessa góða borgara,
hringdi lii keknis og spurSi
hann ráða.
Læknirinn svaraði stutt og
þurlega: „TakiS kaktusana úr
gluggunum”.
Enska íhaldsblaðið „Times”
þykir fremur þurrt aflestrar og
laust við alla fyndni. Þó getur
fyndninni brugðið þar fyrir eins
og í öðrum blöðum.
Nýlega birti „Times” þá frétt að
Victor Emanuel Italíukonungur
hefði sæmt Ribbentrop utanríkis-
málaráðherra Annunziata-orðunni
og bætir svo við fréttina:
Þeir tveir menn, sem síðast voru
sæmdir þessu háa tignarmerki
voru þeir Zogu Albaniu-konungur
og Haile Selassie Abessiniukeisari.
O °
Allir vita hve mikið kapp rit-
höfundar leggja á það að verða
það sem kallað er „bestsellers”, þó
eru undantekningar frá þessu eins
og öllu öðru á þessari jörð. Prófes
sor einn í Englandi hefur í 5 und-
anfarin ár unnið að riti einu, sem
hann kveðst muni geta lokið við
eftir önnur fimm ár.
En hann segir að aðeins 20
menn í allri veröldinni geti lesið
bókina. Orsakir þess eru þær að
bókin er rituð á tungumáli einu,
sem fyrir löngu er útdautt ein-
hversstaðar austur í Tibet. Full-
yrðir prófessorinn að í öllum heim
inum séu aðeins 20 menn, er kunni
að lesa mál þetta. Er auðséð, að
prófessorinn vonast þó til þess að
þeir kaupi bókina allir.
O 0
Bílstjórinn: „Loksins höfum við
þá fundið eilífðarvélina”.
Farþeginn: „Hvernig þá?”.
Bílstjórinn: „Hemlarnir halda
ekki og ég get á engan hátt stöðv-
að vélina”.
**
I einu af brezku blöðunum gat
um daginn að líta auglýsingu þar
sem viti var boðinn til sölu.
Var það hertogi einn, sem aug-
lýsti þetta og hafði hann komið
vitanum upp á eigin kostnað. Sam-
byggt við vitann er skrauthýsi
með 15 herbergjum, er átti að
fylgja með í kaupunum.
Ábýrgðarmenn:
Ritstj. Þjóðviljans og Nýs lands
Víkingsprent h.f.