Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Page 1
2. árgangur, 14. tölublað
„Reikult
Einatt hvarflar hugurinn aftur
í tímann, stundum allt heim í
bernsku, oftlega bó styttri leið.
Alloftast eru það sömu hlutirnir
sem þá leita inn á sjónajsviðið,
ekki alltaf neinir stórkostlegir
né örlögþrungnir atburðir, heldur
miklu fremur einhver lítilmót-
leg fyrirbæri sem manni er næst
að halda að engir aðrir muni,
hlutir sem hafa komið nær manni
en nokkrum öðrum, eitthvert smá-
vægi sem hefur sært, éinhver
hlýja úr óvæntri átt, smáger en
þó nóg til að vekja yl á ný mörg-
um árum seinna, aftur og aftur.
Stundum kemur það einnig fyr-
ir að tilviljun verður til að reka
einhverja nýja mynd fram í hug-
ann, eitthvað sem maður var eig-
inlega löngu búinn að gleyma, og
þessi mynd dregur svo með sér
aðrar fleiri, liðinn tími fær skyndi-
lega nýjan ikn, blæ veruleikans.
Þannig var ég fyrir nokkru
staddur í sporvagni á leið inn í
bæ, er ég sá allt í einu húsaröð-
iría umhverfis á nýjan hátt. Þessi
húsaröð var engan veginn • sérstök,
múrsteinshús eins og gengur, mis-
jafnlega snotur, ekkert sem dragi
athyglina öðru fremur. Og síður
en svo, að það skerpi sjónina að
maður á þarna leið hjá nærri dag-
*
er rótlaust
Eftir
Guðmund Arnlaugsson.
lega. í raúninni er maður löngu
hættur að sjá þessi hús, maður
hefur aðeins óljósa hugmynd um
þau, klunnaleg og óhrein hús, full
af fólki sem fer syfjað á fætur
og þreytt í rúmið, en þó á engan
hátt óvingjarnleg, vekja að
minnsta kosti enga andúð.
En skyndilega sér maður þessi
hús með öðrum augum, allt í einu
er eitthvað undarlegt, næstum
fjandsamlegt komið í fas þeirra.
Formið sem næstum var máð út
treður sér inn á mann, þeim mun
skýrar sem samanburðurinn við
reykvísk hús kemur le'ngra fram
í meðvitundina. Allt í einu stend-
ur samhéngið ljóslifandi fyrir
manni: Það var svona sem þú
sást hús og götur í Kaupmanna-
höfn fyrsta veturinn þinn hér.
Hinu ókunna hættir miklu frem-
ur til að vekja fjandsamlegar
kenndir en því sem maður gagn-
þekkir, sjónin skerpist og maður
er stöðugt á verði. Form bygginga
og gatna brennir sig inn í með-
30. septembér 1945.
þangið“
vitundina, og á bak við vakir
samanburðurinn við Reykjavík.
Við komum hingað nýskráðir
stúdentar fullir undrunar og eftir-
væntingar, litt skiljandi hina
furðulegu tungu sem reyndist okk-
ur svo ólík því sem hún hafði
verið í kennslustofunum héima.
Fyrir þann sem kalla má að hafi
lifað allt sitt líf á sama stað er
það mikil reynsla að koma allt í
einu í aðra borg í framandi- landi.
Heima í Reykjavík var maður, sjá-
andi en sá þó ekki, vaninn hafði
sljóvgað öll skilvit. Hús og götur
yoru ekki fögur eða ljót fyrir kraft
þeirrar byggingarlistar sem í þau
var lögð eða þeirra vankanta sem
á þeim kunnu að vera, heldur
miklu fremur fyrir allt önnur
dúlmögn. Þar sem skemmtilegt
fólk bjó voru falleg hús, við ýmsa
staði voru tengdar minningar sem
gerðu þá fallega eða ljóta. Hér í
Höfn var engu slíku til að dreifa.
Maður sér allt í fyrsta sinhi eins
og Adam forðum, drekkur í sig
öll hin nýju og óvenjulegu. form.
Og svo lifir Reykjavík í manni
að baki þessu öllu, svo sterkt að
maður jafnvel sér ósjálfrátt fyrir
sér þessi form flutt heim, sér þau
við Austurs-træti eða Lækjartorg.
Maður sér ekki fallegt hús,