Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 25.11.1945, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 25.11.1945, Blaðsíða 6
174 ,}Ja —. Við fossinn sat maður“ sagði ég aftur. .,En hvað hét maðurinn.?“ spurði hánn. Mér datt óðar í hug, að maður- irín ætti að heita Alexander, því að ég kunni „Vinaspegil“ (eitt- hvert hrafl úr honum að mipnsta kqsti). JÞb að Alexander væri margt til lisfa, lagt, þótti mér mest tU þess koma, að hann skildi íuglamál. — Að hugsa sér, ef ég .gséti tálað við farfuglana, sem 'komu sunnan úr löndum, þar sem a)ít var svo miklu sögulcgra en hér. ,jtlyað hét maðurinn?" spurði skrifarinn. enn. Eg rifjaði upp öll þau nöfn, sem mýr þóttu fallegust. En ekkcrt var nógu fallegt samanborið við fössirín. 'Nú ías hann upþ aftur það, scm hann hafði sk.rifað: „Við fossinn sat maður —“. Og svo. bætti hann yið frá sjálfum sér: Og virti fyrir sér hinn stríða straum.“ Eg féli í staf.i. Þctta var svo vcl sag.t*. „Hvað svo?“ spurði hann. ,.Það: er ekki meira,“ sagði ég. Eg. afréð á svipstundu, að rcyna aldi-.ei framar að skrifa skáldsögu. . Eg leit yfir aerhópinn. .„Vérið þið nú einhvcrntíma kýrrar- Það borgar sig ekki þetta ráp í ykkur. Eg næ ykkur alltaf aftur“, sagði ég mynduglega við rollurnar og tók veganestið úr harminum. Það vpru fáein blöð úr neðan- málssögu, klipptri úr Lögréttu. Hún hét „Parcival Keenc“. Það ,þótti mér skemmtileg saga, og allt var það með mestu fádaemum, sem þar kom fyrir. Enda gerðist þetta .„langt úti í löndurn“, Sagan hófst í stórri höll. Þar SUNNUDAGIJR var stofustúlka, sem fyrirleit ráðs- konuna og kjallaravörðinn. En húsmóðir og gestir fyrirlitu stofu stúlkuna. Parcival var snemma efnilegur drengur: Hann kveikti í barnaskólanum og lá við sjálft, að kennarinn færist í eldinum. Enda margsinnis réttdræpur. Þegar Parcival fór til sjós, var hann með piltunum, sem allir voru af „góð- um ættum“, segir í sögunni, nema tveir. Annar var sonur reiknings- haldara en hinn sonur skósm;ðs. Og var sonur skósmiðsins auðvit- að sýnu auðvirðilegri. Þegar ég ætlaði að fara að lesa, sá cg ekki stafaskil. Það var orð- ið svo dimmt. Eg vafði blöðin sam- an aftur. Skessa gamla var að fxra sig í áttina til mín. Allt í einu leit hún á mig og stappað niður fótunum. „Eg veit ekki, hvaða illska þetta er,“ sagði ég- „Eg hef ekkert gert þér.“ Mér datt í hug, að hún mundi hugsa sem svo: „Þú segir, að mér hafi ekkert verið gert. Það er ekki skemmtilcgt, að láta sitja svona yfir sér.“ „Eg er líka hætt að hafa gam- an af að sitja yfir,“ sagði ég. „Síð- an varð svona dimmt á kvöldin.“ Eg fór að horfa eftir Glæsu. Þarna var hún þó, greyið. Hcnni íórst heldur ekki að vera með neitt flan, Hún var svo sem engin forustukind, þó að hún yæri svört. Átti rétt að heita léttræk. „Nei, ég skal ekki hugsa um drauga.“ sagði ég við sjálfa mig. Skyggn maðuj- hafði sagt, að reimt væri heima. Og við vorum hreyk- in af því, krakkarnir. Fyrir löngu síðan bjó þar kerling, sem var nísk og svelti hjú sín. Þegar vcrið var að bræðg, mörinn á. haustin, lét hún vinda hamsinn, bar til ek.ki lak dropi úr síunn’. Og svo skajbirítaði hún hjúunum hann. „Lekur dropi“, hafði hún sagt. „Þarna lak dropi“. Hamsinn átti að vera alveg þurr. Þessi kerling gekk auðvitað aftur. Einu sinni vorum við krakkarrí- ir að bræða mör frammi í eldhúsi að kvöldlagi. Okkur kom saman um að herða ekki að hamsinum. Við. vorum ekki. í neinum vafa um að kerling væri á gægjum, þegar verið var að bræða mörinn. Og við ætluðum að stríða henni með því að skilja eft:r feiti í hamsin- um. Þá heyrðist dynkur. Hjartað í mér tók viðbragð. „Þarna datt svarðarköggull. Mér varð ekkert bilt við“, sagði ég. Fólk vay víst vont í, þá daga, þegar þessí kerlíng lifði. Einu sinni var það þó cnn v.erra: Skammt frá bænum var steinn, sem bar kvenmannsheiti. Þar hafði kona orðið úti. Hgnni á að hafa verið úthýst að hefman fyrir mörgum, mörgum árum,— kann- ski tvö hundruð árum cða meir. Það vissi enginn. Eg fór að horfa eftir Glæsu. Þarna var hún þá greyið. Eg hrökk við. JVIér- heyrðist baulað. Gat það verið, að il.lt naut væri á ferðinni. Eg færði mig nær fossinum. Það var ekkert na,ut á næstu bæjupi. Mér datt Þorgeirsboli í hug. Þegar Þorgeir lá banaleg- una, saf-naðist mikið illbýði að honum, og boli stóð við fótagafl- inn og sleik.ti á honum iljarnar. Al.lt fólkið flýði úr baðstofunni, nema kona Þorgeirs. Hún stóð við höfðalagið hans og veitti honupi nábjargirnar- — H.voi’t. ég bqfði ekki verið farin! (Helgisögnln um trygglypdu konuna og illmenn- ið hefur oft verið sögð, síðan Lqki var bundinn. ,Það pr eins pg npqnrí ha.fi aldrei getað án þeirrar hefgá- sagnar verið!)

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.