Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 25.11.1945, Blaðsíða 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 25.11.1945, Blaðsíða 1
Sunnudayur 2. árg• 22. tölublað. 25. nóv. 1945. Einar Bragi Sigurðsson: Kosningarnar í Danmörku Kosningabaráltan Kosningahríðin í Danmörku var bæði lön’g og hörð, en óneitanlega voru þar misjafnlega rekin tripp- in. Einkum var hin harða' innbyrð isbarátta verkalýðsflokkanna tveggja, Sósíaldemókratanna og Kommúnistanna, mjög raunaleg, þegar þess er gætt, að nauðsyn á samstarfi allrar hinnar vinnandi alþýðu hefur aldrei verið eins og einmitt nú, þegar allrar orku þarf að neyta til að skapa nýja Danmörku frlðar og farsældar, byggja upp það, sem glatazt hef- ur, græða þær benjar, sem þjóðin var lostin á hernámsárunum, og rífa nazismann upp með rótum. Eg ætla að láta ógert að fara út í nákvæma skilgreiningu á þvi, hverjum þessi styr hafi verið að kenna. Það munu hrökkva nsegilega stór skörð í hið sósíal- demókratiska rakblað á íslandi, þó að ekki sé verið að ergja það með slíku. En eitt er óhætt að fullyi’ða: Kosningabarátta Sósíal- demókratanna var áreiðanlega ekki við það miðuð að tryggja vcrkalýðsiflokkunum hreinan mcirihluta í Þjóðþimginu. Þrem fjórðu hlutum blaðakosts þeirra var að jafnaði varið til að klekkja á kommúnistum. Daglega var ungað út í „Social-Demokraten“ ósköpunum öllum af hreinum „kosningalygum“, eins og þær oftast voru nefndar, sem þó voru hver annarri vonlausari til árang- Síðari grein urs. Það lætur að líkum, að það hafi ekki verið vænlegt til fylgis- aukningar til dæmis að ganga svo langt í ko'mmúnistahatrinu að kalla Aksel Larsen, sem orðinn er eins konar tákn alls þess, sem djarfast og göfgast hefur birzt í frelsisbaráttu dönsku þjóðarinn- ar og fékk flest persónuleg at- kvæði allra frambjóðanda í land- inu við kosningarnar (27497 — næsti 25484), nazistiskan „Stikk- er“ eða flugmann. Enda hafa Socialdemókratar hlotið þann árangur iðju sinnar, scm vissulega var verðugur: 223 þús- kjósend- ur sneru við þeim bakinu og sviptu þá þannig 18 Þjóðþingsfull- trúum af 66. En kommúnistarnir, sem sýknt og heilagt reyndu að slökkva þennan hatursloga og koma sósíaldemókrötunum í skiln- ing um, hve svona hátternk væri víðsfjarri því að þjóna hags- munum hins vinnandi fólks, sltáru upp heiðvirða hollustu við al- þýðusamtökin með sexföldum fulltrúafjölda frá því, er þeir síð- ast gengu til kosninga- Þannig hafa báðir flokkarnir hlotið þann dóm alþýðunnar, sem verðugur var, og er það gleðilegt út af fyrir sig. En það er annað, sem ber að harma: Skilyrði til samstarfs voni hin beztu Þær stefnuskrár, sem Sósíal- demókratarnir og Kommúnistarn- ir gengu með til kosninga voru í flestum höfuðatriðum á einn og sama veg: Þjóðnýting í stórum stíl, réttlátari skipting jarðnæðis,

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.