Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 1

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 1
OFURMENNl Kafli úr ferðaminningum eftir danska malarann Hans Scherfig „— — Eg kom að haustlagi á enska 'herragarðinn Daverill Hall. Þetta er merk höll og þangað er ihiálfs dags ferð frá London. Hér- aðið er frjósamt og höllin tilkcmu- mikið stórhýsi. Eg gekk heim að hiöllinmi yfir afar stóran garð. Æva gcmul trjá- göng skipta hon-um í reiti, og alft er nákvæmlega hvað öðru líkt hægra cg vinstra megin við veginn. Allt virðist miðað við það, að skjóta komumanni skelk í bringu og minna hann á smæð hans, svo að homum verði innan- brjósts eins og hann væri aum- asta skriðdýr jarðarinnar þegar ■hann laksins stenöur frammi fyrir hans almætti, Daverill lá- varði. Og þá var það, að ég mætti manni x anddyrimu, sem virtist til þess eins skapaður, að kcma gestinum í s'kilnirag um, hve lítil- fjörlegur hamn væri Maðurimn virtist iblátt áfram gerður með hliðsjón af þessu sérstæða um- hverfi. Eg hef aldrei á ævi minni séð aðra eins hefð og jafn hátíð- lega alvöru í látbragði nokkurs manns- Andlitið var slétt, auga- brýnnar háar og svipurinn geisl- aði af yfirmannlegri ró. Hanri hafði vangaskegg. Hann heilsaði mér með höfð- inglegu látillæti og hneigði sig eins djúpt og nauðsyn bar til, en ekki hársibreidd dýpra. Hann breytti ekki svip og sagði ekkert óvinsamlegt, en þó tckst honum fulbcmliega að gefa mér í skyn, hve hann liti niður á mig. Það gerði hann með augnaráðinu einu sarnian. Eg hafði keypt mér ný föt í London til þessarar ferðar. Og það voru vönduð föt, að roínum dómi. En nú famn ég ósjálfrátt, að eitt- hvað var athugavert við fötin. Var það vestið? Voru tölurnar of margar? Eg athugaði það ekki. Eg vissi bara, að það var eitthvaö. Eg nefradi nafn mitt, sagði hik- andi, að ég væri málari cig að ég ætlaði að------- „Það var von á yður,“ svaraði maðurinn. Röddin . var ísköld- „Þjónninn sýnir yður herbergið yðar. Og þegar þér eruð tilbúnir, vill hans hágöfgi tala við yður-“ Hann gaf þjóni bendingu, og hann bar ferðatöskuna rraína og niálara- áhöldin upp fbreiðan, dúklagðan stiga. - Eg hafði ekki dvalið margair klukkustundir í Daverill Hall, þegar ég komst að raun um, að maður sá, sem tók á móti mér var þýðingarmesta persóna heiim- iliisiiras — yfirþjónninn. Hann var nákvæmlega eins og ég hafði hugs að mér enskan yfirþjón. Eg hef orðið fyrir vonbrigðum með flest, sem ég hef kynnzt í þessum heimi. Það hefur aldrei svarað til hugmynda minna. Pét- urskirkjan var ekki nálæigt því eins stór cig ég hafði búizt við. Eiffelturninn, skýjakljúfamir í New York, skurðimir í Feneyj'um — allt hefur valdið mér vonbrigð- um — verið öðruvísi en ég hafði haldið. En enski yfirþjónninn var svo nákvæmlega eins og ég hafði heyrt honum lýst ótal sinnum og séð hann í huganum. Auðvitað hét hann James. Hvað hefði hann annai-s átt að heita? Enginn jafnaðist á við hann í DaverilHhöllinni. Daverill lávarð- ur var reyndar ákaflega virðuleg- ur maður með einglyrni og óbifan- lega staðfestu í svipnum- En hann er l'ítilf jörlegur samanborið við J ames. Ekki veit ég hve margir ætt- feður Daverills lávarðar hafa bú- ið í Daverill Hall. En mér var sagt, að forfeður James hefðu verið yfirþjónar frá ómunatáð-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.