Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 11 B RIJ Ð K A U F Maxim Gorki: Á lítilli brautarstöð milli Róm og Genua kom umsjónarmaðurinn inn í klefann okkar með gamlan, ein- eygan mann, Sótugur járntrautar- verka.maður hjálnaði honum til að styðja gamalmennið upp í vagn- inn. „Þetta er gamall maður,“ sögðu þeir báðir í einu og brostu góð- látlega. Gamli maðurinn virtist bó sæmi- lega hress. Hann bakkaði mönnun- um fyrir sig, tó'k slitinn hattinn kurteislega ofan og leit spyrjandi á bekkinn. „Má ég sitja hér?“ Það var óðar rýmt til fyrir hon- um. Hann tók því með þökkum, lagði lófana á beinaber hnén og brosti með tannlausum munnin- um. „Eruð þér að fara langt?“, spurði samferðamaður minn. „Það er þriðja stöð héðan,“ svar aði gamli maðurinn skrafhreyfinn. „Eg er að fara í brúðkaup dóttur minnar.“ Eftir litla stund var hann farinn að segja o'kkur sögu sína. Við hlust uðum á hann gegnum dyn hjól- anna. Hann reri fram á gráðið og minnti á brotna grein í vetrar stormi. Þjónn var látinn halda á litun- um fyrir mig. og annar studdi stigann, sem ég stóð í- Þeir voru báðir afar þögulir og hátíölegir. En hvorugur þeirra var þó neitt í líkingu við Jamies. Hann kem öðru hvoru og leit á verk. mitt með lakmarkalausri lítiisvirð- ingu. „Eg er frá Ligurgiu. Við erum heilsugóðir, Liigurgiuimler.n. Eg á þrettán syni og fjórar dætur.Ogég veit sannarlega ekki, hvað barna- börnin eru mörg. Þetta er annað í röðinni, sem er að gifta sig núna. Er það ekki ágætt?“ Hann leit hreykinn á okkur og sjcr.dapurt auga hans ljómaði af ánægju- „Eg hef gefið konunginum og þjóðinni mörg börn, eins og þið heyrið. — Þið soyrjið, hvernig ég hafi misst augað. Það er langt síðan. Eg var lítill drengur þá. Þó var ég farinn að hjálpa föður minum. Einu sinni vorum við að vinna á vínakrinum. Jarðvegurinn var grýtur og þurfti mi'kla vinnu. Allt í einu flaug steinn undan j'árnkarli föður míns og kom í augað á mér. Það hafa víst verið miklar kvalir — ég man það ekki. En þegar ég var að borða, losn- aði augað alveg — og það var hryllilegt. Augað var sett inn aft- ur, og heitt brauð lagt við. En það var dautt.“ Gamli maðurinn strauk mórauða, hrukkótta kinnina og brosti góð- látlega: „Þá voru ókki læknar við hendina og menn voru ófróðir- Hvort það var betra? Eg veit það ekki. Hvcr veit?“ Sigurglcði og hógværð runnu saman í svipnum á skorpnu, ein- eygu andlitinu. „Þeir, sem hafa lifað eins lengi og ég, geta talað af hreinskilni um mennina,“ sagði hann. „Er það ekki?“ Hann hóf hendina og otaði að okkur vísifingrinum: — „Herrar mínir, á ég að segja ykkur sögu um mennina?“ „Faðir minn dó, þegar ég var þrettán ára. Eg var duglegur og vel veeki farinn. Það var eini föð- urarfurinn minn, bví að húsið cikk ar og jörðin var seld upp í skuld. En ég átti tvær heilar hendur og sjón á einu auga, og ég vann allt, sem mér bauðst. Erfitt var það- En á æskuárunum blöskrar okk- ur ekkert erfiði. Er það? Þegar ég vae orðinn nítján óra, kynntist ég stúlku, sem ég lagði hug á. Hún var fátæk eins og ég, en stór og brekmikil. Hún átti heima hjá móður sinni, sem var lasburða, cg vann þar, sem vinnu var að fá, eins og ég. Hún var ekki sérstaklega falleg- En hún var greind og góð. Og röddin henn ar! Hún söng eins og frægasta söngmær. Og það er ekki hægt að imeta til verðs. — Eg söng ekki illa heldur. „Eigum við að gifta okkur?“ spurði ég. „Þér ferst með eina augað — og átt ekki neitt, frekar en ég! Á hverju eigum við að lifa?“ sagði hún. Það var satt, sem hún sagði. Við óttum ekki neitt. En er það ekki aðal atriðið að vera ungur og ást- fanginn? Eg sagði henni það. Og seinast hafði ég mitt fram. „Það getur vel verið, að þú haf- ir rétt fyrir þér,“ sagði Ida loks- ins. „Heilög guðs móðir hefur haldið verndarh'endi sinni yfir okkur hvoru.í sínu lagi- Það ætti bara að verða henni auðveldara að hjálpa okkur, þegar við verðum á sama stað“. Við komu'm okkur saman um allt, og svo fórum við til prests- ins. „Þetta er brjálsemi,“ sagði prest- uririn. „Eru ekki nógu margir öl-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.