Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 2
10 SUNNUDAGUR Hann var því árangurinn af reglu- semi og virðuleik margra kyn- slóða. „James sýnir yður leikherberg- ið,“ isagði Daverill lávarður. ,,Bg vona að þetta heppnist vel. Lafði Daverill sá það, sem þér höfðuð tmálað í London, og henni geðjað- ist vel að því.“ Svo var mál með vexti, að þeg- ar ég var í London, var ég einu sinni beðinn að skrautmála barna- herbergi. Eg breytti herberginu í frumskóg, þar sem fílar, gkaffar, vatnahestar og nashymingar léku sér í Paradísarsælu. Þetta var á- kaflega skemmtilegt. En það vom mjög skiptar skoð- anir um listaverk mitt. Ul'gjarnir imenn sögðu, að myndirnar gæfu börnunum rangar ihugmyndir. því að önnur eins dýr hefðu aldrei lifað á þessari jörð. Aðrir vom vinsamlegri í iminn garð og höfðu igaman af fmmskógunum minum. Lafði Daverill var ein þeirra, sem sá herbergið. Hún fór mörg- um fögrum orðum um villidýrin mín og horfði lengi á þau í gegn- um nefklemmuigleraugu. Að síð- ustu bað hún mig að koma til Daverill Hall og mála svona mynd ir í leikherbergi barna hennar- Faðir hennar hafði í æsku veitt villidýr í Afrí'ku, og nú datt henni í hug, að synir hennar hefðu gott af að sjá svona myndir, og rnætti jafnvel svo fara, að þeir fetuðu í fótspor afa síns, og fengju brennandi áhuiga fyri.r að leggja að velli sem flesta stórgripi suður í Afríku. Eg tók boðinu fegins hendi. Mér var það ómetanlag uppreisn eftir allt það spott, sem ég hafði orðið að þola, að lafði Daverill skyldi hrósa fílnum mínuim. Eg flýtti mér því til Daverill Hall, án þess að ég gerði mér grein fyrir hve hátíðlegur dvalarstaður beið min. — Þegar ég kom út úr herbergi mínu um morguninn, var James það fyrsta, sem ég sá. Hann stóð í anddyrinu og hélt á svörtum hatti, með báðum höndum, framan við ofninn. Hann var svo alvar- legur í 'bragði, að hægt var að ímynda sér, að þetta væri helgi- athöfn. Eg gat ekki stillt mig um að spyrja hann, hvað hann væri að gera við hattinn. Hann leit ebki a mig en svaraði með óbifanlegri ró: „E'g er að velgja hatt hans há- igöfgi.“ Klukkan tíu — náikvæmlega, á hverjium morgni fór Daverill lá- varður á skemmtigöngu út í garð- inn. Og nákvæmlega fimm mínút- um fyri.r klukkan tíu staðnæmdist yfirþjónninn hátíðlega framan við ofninn og velgdi hatt hans hágöfgi upp að því hitastigi, sem hæfði 'höfði hans- • James var allt í öllu á heimil- inu. Hann stóð hreyfingarlaus í dyrunum á meðan setið var til borðs og stjórnaði borðstofuþjón- inum imeð allt að því ósýnileg- 'um bendingum. Þegar hann leit á mig, duldist mér ekki, að hann áleit mig vera mann, sem ef til vill kynni að 'handleika spjót og kylfu heirna í föðurlandi mdnu, en alls ekki hníf og gaífal- Oft komu gestir. Það voru skyld menni hjónanna — af aðalsættum. Og samræðurnar vonu fjörugar. Lávarðurinn var svo ástúðlegur, að minnast á Danmiörku, en þekk- ing hans hans í dan'skri landa- fræði var af skornum skammti. Meðal annars hélt hann því fram, að Svíþjóð væri höfuðborgin í Danmörku. En ég þorði ekki að bera á móti því. Göimul hefðarkona varð mjög óánægð, þegar ég bar á móti því, að landar mínir byggju í ja.rð- ihýsum oig lifðu á þorskalifur. í 'hvert s'kipti, sem.ég tók til máls, hafði ég veður af því, að James 'horfði á mig, alvarlega móðgaður, og undraðir ákaflega, að maður af minu tagi skyldi ekki sjá sóma isinn í að þegja á þe'ssum stað. Kona, sem hafði mikinn á'huga fyrir bókmenntum — hertogafrú, eða eitthvað þesháttar — var mjög vingjarnleg við mig. „En — hvað er list —?“ spurði hún. Og allir kinkuðu kolli í þögulli lotn- ingu fyrir þessari gáfulegu at- huga'semd. Hún sneri máli sínu til mín cig fór að tala um Ibsen — hélt að hann væri danskur. „Mun- ið þið ekki eftir Ibsen?“ spurði hún hitt fólkið. Lávarðurinn varð mjög alvar- legur- „Jú, óg man eftir honum. Eg hef einmitt heyrt getið um eitthvað, sem hann hefur skrifað.“ Eg sá mér ekki annað fært en að minnast eitthvað á enskar bók- mennfir og nefndi Bernhard Sihaw. Sjálfsálit miitt var svo mik- ið, að ég tók ekki eftir því, að dauðaþögn varð við borðið, þegar ég tók til máls, e.n ég hélt áfram, án þess að vita, hvar fiskur lá undir steini. Allt í einu sneri l'ávarðurinn sér að mér oig sagði alvarLega: „Þér vitið l'íklega ekki, að mr. S'haw er — sósíalisti.“ Mér virtist fara hrollur um gest- ina við þetta skelfilega orð og ég lét sem mér yrði bilt við líka. James horfði á mig og ég sá það glö'ggt, að hann hugsaði sem svo, að þetta hefði ihann alltaf viitað — ég væri stórhættulegur maður. sem væri vís til að sprengja höllina í loft upp, ef hann yrði ek'ki vel á verði. Mér rniðaði vel áfram með verkið. Fílarnir mínir sómdu sér vel á veggjuim barnaherbergisins.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.