Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.02.1946, Blaðsíða 4
12 SUNNUDAGUR musuxnienn í Ligurgiu? Djöfullinn hefur lagt snöru fyrir ykikur, kæru börn. En þið eigið að standast freistinguna. Annarg hefnist ykk- ur fyrir.“ Nógrannamir hlógu allir að okk- ur og gamla fólkið dæmdi okkur hart. En æskan er stöðuglynd og hyggin á sinn hátt. Brúðkaupsdag- urinn nálgaðist- Okkur bárust eng- in auðæfi og við vissum ekki, hvar við ættum að fá húsaskjól á brúð- kaupsnóttina. „Við sofum þá á guðs grænni jörðinni,“ sagði Ida. „Guðsmóðir gætir okkar, hvar sem við erum. Og ástin er alls staðar jafn heit milli þeirra, sem eru ungir.“ Og svo kom okkur saman um, að jörðin skyldi vera brúðarsæng o'kk ar og himininn gefa okkur klæði. En nú víkur sögunni að öðru. Og hlustið þið nú vel á, herrar mínir, því að þetta er það dásam- legasta, sem fyrir mig hefur komið ó langri ævi. Snemma um morg- Maxím Gorkí uninn, daginn fyrir brúðkaupið, kom Giovanni gamli til mín. Eg ■hafði unnið lengi hjá honum. Hann tók til máls — tautandi, eins og þetta væru einhverjir smómunir. „Heyrðu mig, Ugo. Geturðu ekki sópað gamla kindakofann minn og lagt hákn á gólfið? Það eru þrjú ár síðan ég hef haft skepnur í honum svo að hann er vel þurr. Geturðu ekki lagfært hann eitt- hvað? Þá megið þið Ida búa í honium.“

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.