Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 4
S JOTUGUR RITSTJÓRI JtJenedikt Sveinsson Einar Arnórsson vissu þegar hann svarar Bpurningunni um uppruna sinn: „Ég er nú bara götustrák- ur úr Reykjavík". „Hannes á Litla kaffi“ heitir réttu nafni Hannes Kristinsson og það kemur á daginn að hann fæddist ekki réttu megin við „Lækinn“ heldur á Brjánsstöðum á Skeiðum 8. apríl 1894, sonur Ólafíu Sigríðar Jónsdóttur og Kristins Ásgrímssonar frá Reykjum í Ölvesi Jakobsson- ar Snorrasonar galdraklerks á Húsafelli. Hannes er einn af þeim sem varð Reykvík- ingur fyrir 1900 og því er hann í Reykvíkingafélaginu, enda er hann sannanlega einn af þeim sem „byggðu þessa borg“. Hann býr í Miðstræti 8 a. Tveimur ánim eftir að hann fæddist man Hannes fyrst eftir sér í veröldinni: þegar hann var réttur í sæng útum baðstofugluggann — það var í jarðskjálftunum 1806. Það sumar eignaðist hann litla systur í tuskutjaldi úti á túni. Samsumars týndi hann guði sínum, og ekki löngu seinna Móru sinni, einu kind- inni sem hann átti — og hef- ur hvorki fundið guð sinn aftur né eignazt kind til þessa dags. En guðinn var fögur mynd af Brahmaglasi. Götustrákur — Blaðastrákur Pjárpestir i kjölfar fallins bæjar og hruninna húsa urðu þess valdandi að 1898 vaknar Hannes upp hjá foreldrum sínum á Vesturgötunni, og „Sdðan hef ég verið götu- strákur og blaðastrákur í Reykjavík", segir Hannes. — Blaðastrákur segir þú, voru þeir til þá. — Já, ég bar út fjölda blaða, aðallega 1908. Þú held- ur kannski að það hafi ekki verið til blöð þá! Eg bar út Kirkjublaðið, Skólablaðið, sem Thorfhildur Hólm gaf út — henni hefur víst þótt ég þunnt klæddur því hún gaf mér kuldahúfu — Lögréttu, Þjóðólf, Verziunarblaðið, Ingólf, Fjallkonuna, Reykja- víkina, Huginn, sem Einar Gunnarsson gaf út Lögbirting og Kvennablaðið, Bríet Bjarn- héðinsdóttir var með það og hún gaf mér Alþingisrímurn- ar. Blaðamenn — Þú hefur þá þekkt blaðamenn þeirra tima? — Já, í sjón þekkti ég þá, Skúla Thoroddsen og Jón Ólafsson, en sem blaðastrák- ur talaði ég ekki við þá. En ég talað vð prentarana. Þjóð- v'ljaprentsmiðjan var þá í Vonarstræti 12, í einhvers- konar skálabyggingu í norð- urendanum. Þá var pressan handsnúin og Magnús Jóns- son á Lambhól var þá að sveitast við að snúa press- unni. Þarna var líka Haraldur Jónsson og prentsmiðjustjóri var Haraldur Gunnarsson. Það var 1908 sem ég sá Pál Melsteð sagnfræðing. álp- aðist upp á loft í Thorvald- senstræti 2 þar sem hann lá í rúmi sínu, þá 96 ái-a, fædd- ur 1812. Þetta var Kvenna- skólahúsið, Þóra kona hans og Páll byggðu það Þar er nú „Sjálfstæðishúsið". — Þekktir þú Þorstein Erlingsson ? — Já í sjón. Þegar ég sá Þorstein fyrst — hann bjó þá hjá Bríet í Þingholtsstræti 18, varð ég strax hrifinn af honum. Þetta mun hafa ver- ið 1907. En þá talaði ég ekki við hann, hann var finn mað- ur með skegg en ég blaða- strákur. Mér þótti hann fal- legur maður og gleymi hon- um aldrei eins og ég sá hann þá — en sem götustrákur og blaðastrákur ávarpaði ég hann vitanlega ekki. Landvarnarmenn og Söluturninn — Þegar ég bar út blöðin var ég í Söluturninum, sem enn er hinn sami, en stóð þá á Lækjartorgi þar sem sím- inn er nú. Þá drakk ég í mig andúðina á Dönum þegar ég heyrði Landvarnannenn vera að tala saman. Þeir komu þar oft, Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Einar Arn- órsson, og Þorlákur Johnsen staulaðist þangað oft fullur af áhuga. Eg hafði gaman af að hlusta á Landvarnarmenn- ina og teygaði í mig rök þeirra. Mér virtist Benedikt Sveinsson likastur því sem ég hugði Jón forseta hafa verið: snjall sögumaður, stjórnmála- maður og glæsilegur á velli. E'nar Gunnarsson átti Sölu- turninn, en verzlunarstjóri var Júlíus Ólafsson, bróður- sonur Björns Jónssonar Isa- foldarritstjóra, — Júlíus var faðir Játvarðs Jökuls bónda á Miðjanesi í Reykhólasveit. Björn Jónsson, Skúli Thor- oddsen og Hannes Þorsteins- son komu ekki í turninn og Heimastjórnarmenn sáust þar sjaldan. Rúðuborgarför Skúla — Þegar við bárum út fengum við 2—3 blöð fram- yfir og það var hvorki leyft né bannað að selja þau, en eitt blað kostaði 10 aura, sem jafngiltu mjólkurglasi og vín- arbrauði. Það hefði verið gott að hafa mörg aukablöð þegar Skúli Thoroddsen var fulltrúi Islands í Rúðuborg á 1000 ára minningu þess er Göngu- Hrólfur braut Normandí und- ir sig. Andstæðingar Skúla sögðu að hann hefði aldrei til Rúðuborgar komið, en Skúli birti þá í Þjóðviljanum lýs- ingu á hátíðahöldunum og lét auk þess gera myndamót af reikningum frá dvöl sinni í Rúðuborg, svo andstæðing- arnir urðu að éta lýgina ofan í sig. Þá hefði verið hægt að fá mörg mjólkurglösin og vinarbrauðin því margur vildi kaupa Þjóðviljann þá! Þá voru blaðastrákarnir flestir Landvarnarmenn. En ég missti allan stjórnmálaá- huga þegar flokkur Björns Jónssonar brást honum og vantraustið var samþykkt á hann. Þá kom dr. Forni sér hjá því að greiða atkvæði vegna þess að það var svo mikill „dragsúgur í deildinni", sem frægt varð. Svo kom Grútur og Bræð- ingur, Opingáttarstefna og Innilokunarstefna, Þversum og Langsum — og ég fylgd- ekki með pólitíkinni í nokkur ár — fyrr en Ólafur Friðriks- son fór að gefa út Dagsbrún. Eg þekkti ekki gamla AI- þýðublaðið, sem Pétur Guð- mundsson gaf út, þá var ég svo ungur. Eg gerðist fylgismaður Ólafs Friðrikssonar. Hann hvatti verkafólk til að rétta sig úr kútnum og gera kröfu til að hafa í sig og á. j 136 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.