Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Page 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Page 6
SMAÞJOÐ MED STORA Fyrir finim árum komu þeir róandi á holum trjádrumbi í þorpið Diauorum með bítla- greiðslu og geysistóra vör .... fingri stutt á landabréf Fjölbreytni heims- ins hefur á menn furðuleg dáleiðslu- áhrif: ekki ýkjalangt frá hnarreistum olíu- tumum Venezúela, frá hánýtízkum stór- byggingum Brasilíu- borgar býr 65 manna þjóð sem telur sér það einkum til ágætis að hún hefur meiri neðri- vör og glæsilegri eyrnasnepla en annað 'fólk .... Vingjarnlegt fólk 1 frumskógum Amazon- dalsins lifir Indíánaþjóðflokk- urinn Súja eða „þykkvörung- ar“ sem eru nú aðeins 65 talsins. Hann hefur lengi ver- ið álitinn einhver grimmasti Indiánaflokkur Brasilíu. Auk þessa vissu menn ekki annað um Súja en að karlmennirnir í flokknum afmynda á ein- kennilegan hátt neðri vör sína með því að gera á hana gat og setja í það rauðar tré- kringlur. Ennfremur teygja þeir mjög á eyrnasneplum KERLINGIN HANS JÓA CRADDOCK Júlía Craddock var þrjátíu og fimm ára og hún hafði aldrei verið fögur eða heill- andi. Þrjátíu og fimm 4r voru liðin — æska og fullorðinsár -— og enn hvorki fegurð eða glæsiioiki. Því eldri sem hún varð, því ófríðari varð hún. Líkami hennar var harður og vöðvamikill eftir fimmtán ára strit í eldhúsinu og yfir þvottabalanum. Hárið á henni var gióft, flókið og ótútlegt. Andlitið var orðið skarpt og tekið og brjóstin héngu á bringunni eins og tómir pok- ar. Enginn maður hafði nokkru sinni litið á Júlíu öðm vísi en eins konar lé- lega eftirlíkingu af kvenveru. Ekki einu sinni hann Jói, maðurinn hennar. Fyrir hon- um var hún ævinlega kerling- in. Og nú var hún dáin. Dauðinn var hennar lausn. Þegar hann kom var hann lausn frá ljótleikanum í and- liti hennar og likama, og lífi hennar. Lif hennar hafði ver- ið mikil armæða — ellefu börn, fjórtán kýr og hænsna- hópur. — Og átta þefillir grísir. Júlía hafði ekki yfir- gefið búgarðinn í eitt einasta skipti í meira en tíu ár. Vinna, vinna, vinna frá klukkan fjögur á morgnana til klukkan níu að kveldi, aldrei frídagur, ferð í bæinn eða tími til að baða sig alla. Jói vann líka myrkranna á milli, en erfiði hans bar ekki annan ávöxt en bakverk, hjartveiki og fátækt. Þvi meira sem hann stritaði því snauðari varð hann. Ef hann uppskar tuttugu bala af baðmull að haustinu, féll verðið svo að hann gat rétt borgað fyrir hreinsunina og venjulega ekki það. Eða ef verðið fór upp í þrjátíu sent á pundið hafði hann enga baðmull að selja, vegna þess að of mikið hafði rignt, eða þá ek'ki nóg. Líf Jóa og Júlíu var ekki þess virði að því væii lifað mjög lengi. Og nú var Júlía dáin. Og hún hafði aldrei verið falleg. né heldur hafði henni nokkru sinni fundizt hún vera það. Ekki í eitt einasta skipti hafði hún verið í silki næst sér, haft púður á nefinu, roða í kinnum eða getað hreinsað öll óhreinindin undan nöglun- um. Útfararstjórinn kom og fór burt með líkið. Næsta morg- un kom hann með það aftur búið til greftrunar síðdegis í grafreitnum við hliðina á há- tíðasvæðinu. En þvílíkt lík kom hann ekki með! Lengi vildi Jói ekki trúa að það væri Júlía. En hann fann myndina, sem hún hafði gefið honum nokki-um vikum áður en þau giftu sig og þá vissi hann að þetta var Júlía. Hún leit út eins og ung stúlka aftur. Júlia hafði verið böðuð hátt og lágt, hárið hafði ver- ið þvegið og lagt. Hendur hennar voru hvítar og negl- urnar snyrtar. andlitið hreint og slétt af púðri og roða og baðmull hafði verið sett í munninn til að fylla upp í innfallnar kinnarnar. Loksins var Júlía falleg. Jói gat ekki litið af henni. Hann sat allan daginn hjá kistunni og dáðist að fegurð hennar hljóður og tárvotur. Hún var klædd í silki — so'kka og undirkjól — og þar utanyfir sæbláan kjól. Silkikjóllinn var ermalaus og fleginn á brjóstinu. Útfarar- Eftir Erskine Caldwell 138 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.