Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Blaðsíða 9
Sjötugur ritstjóri Framhald a£ bls. 137. berja eða eitthvað annað, en þarna má komast upp ein- stigi. Færum við til bæja var Sjöundaá næsti bær Þá þekkti ég harmleikinn þar frá 1803. Einum félaga okkar — ekki gömlum manni — fannst vera farið að gisna á sér hárið. Hann spyr mig hvort ég vilji ekki taka með mér flösku og reyna að ná á hana búahlandi á Sjöundá. Það bagar mig lítið þó að ég hafi flösku með i ferðinni, svaraði ég. Þegar við erum komnir nokkuð upp í skriðurnar segi ég við félaga mína: — Nú förum við ekki lengra með flöskuna, við getum látið sjálfir hármeðal á hana og fyllt þegar við komum til baka. Við heimkomuna færð- um við manninum fulla flösku af hármeðali. Honum var ráðlagt að geyma það í nokkra daga áður en liann færí að nota það. Þegar stundin rann upp fór ég hon- um til aðstoðar að lind niðri við sjóinn, bar í og nuddaði rækilega í hársvörðinn. Eftir 1—2 daga var meðalið þvegið úr hárinu í lindinni — og nýju meðali nuggað inn í hár- svörðinn. Eg sá á kollana á félögum mínum á gægjum á bökkunum fyrir ofan meðan ég var að þessar5. ’ækningu. .... Nei ég veit ekkert hvort þetta hefur stöðvað hárlosið, ég lauk aldrei úr flöskunni. Manninum sinnaðist við vinnufélaga sinn. sem þá kjaftaði frá þessu, svo hann henti flöskunni í stein — en þá var orðið lítið eftir á henni! Síðan hef ég ekki fengizt við hárrækt — enda sjálfur orðinn sköllóttur fyr- ir löngu! En á þessu geturðu séð að gamanið í tilbreyting- arleysinu gat verið grátt. Kolanemalíf í Stálfjalli — Hvernig var kolanám- an? — Það var grafið neðar- lega í fjallinu, en kolagang- urinn náði skáhallt niður bergið allt ofan úr brún að vestan og niður í sjó að aust- an. Námugöngin voru um seilingarhæð og grafið lárétt inn í stálið. Þau náðu ekki nema röska 40 metra inn í tergið þegar ég hætti að vinna þarna, en voru komin talsvert á annað hundrað metra þegar hætt var 1918. Gufuvél var mest notuð til að bora fyrir sprengiefninu. Síðan var öllu ekið út. Einn þriðji var eldsneyti, surtar- brandur og kol, hitt var leir og grjót, aðallega leir. Þetta lá í lögum og leir á milli. Bezta kolalagið var svo sem spannarþykkt. Mest úr því lagi var notað í gufuvélina, smiðjuna og eldavélina í skál- anum. Nokkrum sinnum komu skip og voru kolin dregin út í þau í körfum. — Vinnan og kaupið? — Verkamönnum var skip- að í tvo vinnuflokka. Annar hópurinn byrjaði kl. 6 að morgni og vann til kl. 2 e.h., en hinn frá kl. 2 til 10 að kvöldi. Vinnutími var 8 stundir, enginn matartimi, en drukkið tvisvar kaffi. Kaupið var 90 kr. á mánuði og „premía“ — þ.e. uppbót fyrir afköst umfram ákveðið lág- mark — það sem nú er kall- að ákvæðisvinna, en „premí- an“ varð aldrei nein, því vit- anlega hafði lágmarkið verið sett það hátt að verkamenn gátu ekki farið mikið yfir það, en það er gamalkunn að- ferð að sýna þeim ímyndaðan ágóða til að sætta þá við mi'kla vinnu. Kveðjur og kerti — Þarna voru því nægar frístundir til að gera að gamni sinu i, bæði við blaðið o. fl. .... Nei, það var lítið af bókum þarna, en þó eitt- hvað, ég hafði t.d. ekki ann- að með mér en landafræði og landabréf. — Var hætt vinnu um haustið? — Nei, við voru ekki ráðn- ir nema fram í september og þá fórum við margir, en það var þó nokkur hópur eftir fram á jólaföstu. Eg spurði Reykvíkingana sem eftir urðu hvort ég ætti ekki að taka bréf eða kveðju heim. Nokkrir skrifuðu, en flestir nenntu ekki að hafa svo mik- ið fyrir, Svo rakti ég upp heimilin með bréf og kveðj- urnar. 1 skálanum var ekki nema eitt ljós og því tók ég það upp hjá sjálfum mér að segja fólki þeirra, að þeir væru vel settir vestra sem ættu kertisstubb til að lesa við. Þetta varð til þess að skömmu síðar fengu þeir heil- mikið af kertum — og ráku upp stór augu yfir hverju þetta sætti! Vélstjórinn, Nikulás Steingrímsson, átti heima í Hafnarfirði, þangað fór ég ekki, en sendi hon- um stærsta keilapakkann sem ég gat fengið. Eg skrif- aði þeim nokkuð oft og sendi þeim tóbak sem þá var tor- fengið. Þegar þeir komu suð- ur heimsóttu þeir mig allir, líka Svíarnir, til að þakka mér tóbakið. Eg fór ekki í Stálfjall sum- arið 1918 heldur klauf grjót í Rauðarárholtinu; það var notað í kirkjugarðinn sem þá var stækkaður til suðurs og vesturs. Það haust sá ég mestu skrautlýsingu á ævi minni — það var kvöld þess dags sem Katla byrjaði að gjósa, að við fórum upp að Skólavörðu til að sjá allt austurloftið í litfögru logaleiftri Vegabréf til Stálfjalls — Þó að ég væri að kljúfa grjót þetta sumar var hugur- inn oft hjá gömlum vinnufé- lögum mínum vestur í Stál- fjalli og ég skrifaði þeim oft. Reykvíkingur einn sem átti föður sinn og bróður vestur í Stálfjalli en tík í Reykjavík þurfti einhverra hluta vegna að koma henni burtu og tók það ráð að senda hana vestur í Stálfjall. Vegna þess að ég skrifaði félögum mínum fylgdist ég með ferðum vest- ur. Nú skyldi danskt segla- skip fara þangað með vörur og með því að tíkin og dansk- ur verkfræðingur með gler- augu. Þá fór ég niður í bóka- verzlun, keypti skjalapappír og tvö kort, annað af hundi, hitt af apaketti með gler- augu. Svo fór ég til Sveins Ás- mundssonar prentara og við útbjuggum virðulega „passa“ fyrir verkfræðinginn og tík- ina, með viðeigandi lýsingu af báðum, ásamt reglum um hvernig meðhöndla skyldi. Svo lét ég þetta í umslag, fór til verkfræðingsins og bað hann afhenda „maskínumeist- aranum“ þetta vestur í Stál- fjalli. Daninn var hinn elsku- legasti og tók þetta til varð- veizlu. Fyrsta verk hans er hann steig upp á klappirnar í Stálfjalli var að spyrja um ,,maskinmesteren“ og afhenda honum skjalið, — er síðan var opnað i s'kálanum með viðeigandi andakt „Brennur í sonarins blóði“ — Hversvegna léztu svona við Danann ? — Þetta var elskulegasti náungi og hafði ekki geit mér neitt og því mjög ómak- legt. En mér var í nöp við Dani. Eg komst á snoðir um ýmislegt þegar ég hlustaði á Landvarnarmenn við Sölu- turninn og ég hafði fengið vitneskju um hvernig Danir höguðu sér við íslendinga sem ferðuðust með skipum þeirra, — og af nógu var að taka í sögunni, t.d. þegar Lauritz Krus lét Norfa Orms- son skrifa grátandi undir af- sal jarða sinna (Reykjavíkur) árið 1600, ennfremur einok- unarverzlunin sem komið var á 1602 í tíð Kristjáns IV. Eða þegar Árni Oddsson var látinn skrifa grátandi undir erfðahyllinguna í Kópavogi 1662 í tið Friðriks III. Það var slæm reynslan af Dönum. Og meira að segja Brynjólfur Sveinsson, sem skrifaði fyrst- ur undir erfðahyllinguna var smeykur við þá — þótt hann hefði mútað Danakonungi með mesta gimsteini bóka landsmanna, sem biskup særði út úr Jóni Finnssyni í Flatey. Líklega hefur Brynj- ólfur trúað þeim til alls hins versta, a. m. k. seldi hann þá jarðeignir sínar á Suðurlandi og keypti aðrar á Austur- landi í staðinn — þær væru fjær krumlu konungsvaldsins á Bessastöðum. Það var forfaðirinn, kvöl kynslóðanna, sem enn lifði í mér: „ . . . kvölin sem nísti’ hann er nakinn liann lá og níðinga hnúðarnir gengu honuni á: hún brennur í sonarins hlóði“. Geisli — Byrjaðirðu svo aftur á blaði í kirkjugarðsgrjótinu ? — Nei, og sumarið þar á eftir var ég í síldarvinnu á Siglufirði hjá Th. Thorsteins- son. Vakti yfir síldarbirgðum hans um haustið Eg fór ekki í síldarvinnu aftur heldur í hafnargerðina. Þar gaf ég út blað. — Hvað hét það? — Geisla lét ég það heita. Þá vissi ég ekki að Geisli hét kvæðið sem Einar Skúlason orti um Ólaf heilaga Har- aldsson. — Varstu einn með blaðið? — Já, en ég reyndi að fá hina með mér — ég fékk einn, Harald Jónsson móður- bróður minn. Hann skrfaði undir nafninu „Skuggi“, og það voru einna beztu grein- arnar frá honum Eg skrifaði hitt að mestu og sá um að fylla blaðið. — Hversvegna hófstu út- gáfu Geislans? Framhald á bls. 142. SUNNUDAGUR — 141

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.