Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Side 4
Fjórlembingar. — Þessar systur eru vcturgamlir fjórlcmbingar á tilraunabiiinu á Hesti.
af&r mikils virði, og niður-
stöður af ýmsum tilrauinum
gefa oft ekki annan árangur
en }iað sem snjall bóndi veit.
Hinsvegar er sá ávinningur
við tilraunina að vit^S er ná-
kvæmiega hvern'g á&rigurinn
náðist.
I upphafi leiðbeinmgastarf-
seminnar, hér og annarstaðar
var byrjað á þvi að ráðunaut-
ar og leiðbeinendur veittu at-
hygli hvernig búskapur var
framkvæmdur hjá þeim sem
vel ge'kk, og sögðu öðrum frá
þvi En þá vantaði að vita
nákvæmlega hvernig Pétur
eða Páll náðu þessum árangri.
Hér á landi hofur verið unn-
ið að jarðræktartilraunum allt
frá aldamótum, en mjög lítið
að búfjárræktar- og fóðrunar-
tilraunum allt þar til á tveim
siðustu áratugum. Og enn er
allt of lítið gert að búfjár-
ræktartilraunum. Þær eru
kostnaðarsamari en jarðrækt-
art'lraunimar.
Merkustu fóðurtilraunir hér
á landi gerði Þórir Guðmunds-
son fyrir 35 árum, um gildi
síldarmjöls til fóðrunar. Ár-
angur þeirra tilrauna varð
lyftistöng í sauðf járbúskap
hér á landi.
— Segðu okkur frá starfi
þínu við Búnaðardeildina og
fjárrækbartilraunum á hennar
vegum.
— Starf mitt við tilraunir
og rannsóknir má telja að hafi
verið þríþætt:
1. Forsfaða Búnaðardeildar-
iixniar. 2. Hef átt sæti í til-
raunaráði búfjárræktar síðan
1940 og lengi verið formaður
þess, en tilraunaráðið ræðir
hvaða tilraunir sé mest knýj-
andi nauðsyn að gera, skipu-
leggur þær í samráði við hlut-
aðeigandj tilraunamenn og
hefur umsjón með fi'amkvæmd
þeirra tiirauna á sviði búfjár-
ræktar sem ekki eru beint
framkvæmdar undir stjóm
"08 — SUNNUDAGUR
Búnaðardeildarinnar. í þriðja
lagi eru svo sénfræðistörf mín
við Búnaðardeildina.
Aðalstarfsemin hefur verið
á tilraunabúinu á Hesti í
Borgarfirði. Starf mitt hefur
einikum verið fólgið í því að
satneina kosfina í fjárkyninu,
og hefur sérstök áherzla verið
lögð á að bæta kjötgæðin og
auka afurðamagnið.
—Hvemig hefur það tek-
izt?
— Það hefur náðst mjög
mikill árangur í að bæta vaxt-
arlagið og kjötgæðin. Frjó-
semin og vænleikurinn hefur
eirinig aukizt, en á síðustu ár-
um hefur vænleiki dilka þó
ekki aukizt, en þar kemur til
sögunnar stórkostleg fjölgun
á fé í sumarhögum.
Næsta skrefið er að rann-
saka hvort hagkvæmt sé að
beita sauðfé á ræktað land
að verulegu leyti.
Féð á Hesti hefur lengi ver-
ið vænt og afurðagott. Jörðin
er ekki nema meðal sauðfjár-
jörð, og var það með ráði
gert, þvd enginn vandi er að
ná góðum árangri á úrvals
fjárjörðum. Fóðrunartilraunir
á Hesti hafa gefið mikinn ár-
angur.
Um fjárskiptin var gerð ýt-
arleg rannsókn á því hvaða
áhrif það hefði á vöxt og
þroska ánna að láta þær eiga
lömb veturgamlar.
— Hvað leiddi hún í Ijós?
—- Niðurstöðui’ þeirra rann-
sókna sýndu að það dregur
ekki til skaða úr þroska ánna
þótt þær eigi lömb vetur-
gamlar — svo framarlega sem
þær eru nógu vel fóðraðar
fyrstu tvö ár ævinnar. Þessi
aðferð er þó ekki notuð með
ábata nema hjá þeim sem
vilja, og geta, fóðrað vel.
Einn þátturinn í að auka
frjósemi fjárins hefur verið
tilraunir með hormónagjöf.
Hormónagjöf sýnir sig að
vera mjög góð aðferð til að
auka frjósemi í stofni sem
ekiki er frjósamur, en ástæðu-
laus þar sem stofninn er mjög
frjósamur. Þetta er aðferð
fyrir hinn natna bónda, en
ekki heppileg fyrir þann sem
við'hefur litla natni við bú-
sbapinn.
— Hefur þessi aðferð
breiðzt út?
— Nokkrir tugir bænda
hafa notað hana og flestir
látið vel af. Þegar ég tók til
starfa hér sem leiðbeinandi í
stauðfjárrækt var mjög brýn
nauðsyn að rækta fé með til-
liti til bætts hoIdafars. Um
aldaraðir hafði féð verið rækt-
að meir til mjólkur en kjöts
og lítt hirt um vaxtarlag og
kjötgæði, fyrr en um og eftir
síðustu aldamót.
— Hvenær hófst leiðbein-
ingastarf á þessu sviði,
— Leiðbeiningastarfsemi á
vegum Búnaðarfélags Islands
hefur verið nokkur frá því á
fyrsta og öðrum tug aldar-
innar, en það var ekki fyrr
en freðkjötsmarkaðurinn opn-
aðdst í Bretlandi 1927 að
nauðsyn krafði að sérstök á-
herzla væri lögð á kjötgæðin.
— Voru Bretar kröfuharð-
ir?
— Kröfur brezkra kaupenda
voru um mjög þykka skrokka
með stutt og létt bein, hæfi-
lega feita, en sérstaklega þó
að læri og hryggir væru hold-
mikil. En einmitt sá galli var
á íslenzku fé að það var hold-
rýrt á baki og lærum og mjög
beinastórt.
Aftur á móti var féð dug-
legt, mjólkurlagið og frjó-
samt. Það var því brýn nauð-
syn, bæði vegna erlendra og
innlendra markaða að auka
kjötgæðin og frjósemina —■
en jafnframt að viðhalda og
auka mjólkurlagni.
Rannsóknir mínar á há-
skólaárum beindust einmitt að
því í hverju gæði kindakjöls
væru fólgin, og hvernig fé
þyrfti að rækta til þess að
framleiða afbragðskjöt. Þessa
þekkingu notaði ég mér í leið-
beiningastarfinu og einnig við
ræktunarstarfið á Hesti. Hef-
ur mikil áherzla verið lögð á
að kenna bændum rétt fjár-
val. og með ágætum árangri.
En til þess jafnframt að
auka frjósemi og mjólkurlagni
beitti ég mér fyrir því að
bændur héldu ættartölubækur
og afurðaskýrslur, svo þeir
gætu valið kynbótakindur ekki
aðeins eftir útliti heldur einn-
ig af afurðamestu ættunum. í
því sambandi var unnið að
því að fá bændur til að stofna
fjárrækbarfélög. Hið fyrsta
þeirra var stofnað 1940, en
flest á síðasta áratugi. Nú
hafa verið stofnuð 120 fjár-
ræktarfélög og afurðaskýrshir
liggja árlega fyrir um 40 þús.
ær.
— Bændur virðast þá mjög
áhugasamir um þetta.
— Bændur eru mismunandi
ábugasamir í fjárræktarfélög-
unum. Þar sem Jieir eru sam-
Framhald á bls. 214.
Pjakkur var hrútur nefndur, hann kvað hafa veriö mestur kyn-
bótahrútur landsins. Hrútarnir sem þið sjáið hér eru allir synir
hans.