Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Side 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Side 5
Kofi þessi etr í Landmannalaugum. Hann er borghlaðinn og getur lfldega hýst 3 menn, ef þeir Sitja í hnipri, og það verður að skríða inn um gat á veggnum, en hann er hlýr í frosti. — Enginn mun vita um aldur hans, né hverjir hlóðu hannu k LANDMANNA- AFRÉTTI 1937 Eftir Guðjón Guðjónsson Fjallkóngurinn sagði mér eð það væri heitt kaffi í tjald- inu og skyldi ég nú fara og fá mér sopa. Kl. var langt gengin tvö og állir komnir úr göngunum, nema Austurdals- menn. Ég fór nú inn í tjald, fékk mér kaffi og sofnaði síð- an góða stund. Þegar ég vakn- aði voru allir komnir í tjald- stað. Veðrið var yndislegt. Blæjalogn og sólskin. Égfékk mér heitt vatn, rakaði mig og þvoði mér síðan í kvíslinni, al- veg elns og ég væri heima. Sumir spurðu mig hvort ég væri vitlaus. Ég spurði hvað ég ætti annað að gjöra, ég væri búinn að .Ijúka mínu dagsverfci og fann enga á- stæðu til að verja tímanum á annan hátt. Nú var maður búinn að sjá árangur af smalamennskunni fyrsta daginn, eitbhvað á ann- að hundrað fjár hafði safn- azt. Tveir ómerkingar voru með og fóru nú þeir sem fjár- gleggstir voru að leita að mæðrunum og- marka lömbin. Allir voru kátir. Dagurinn hafði heppnazt vel, nema þeir sem smöluðu Litlhöfða höfðu misst larnb í stanz (ó- færu) og urðu að hverfa frá, án þess að ná þvi. Fór nú fjall'kóngurinn með fjóra menn til að athuga staðinn og gera tilraun til að ná því. Enn var stund til kvölds. Mað- ur skyldi nú ætla að fjall- mennirnir hefðu notað tímann og hvílt sig eftir erfiði dags- ins. Að vísu gerðu eldri menn- irnir það, en nú tóku hinir yngri upp á því að smala öll- um göngustöfunum og nota þá í spjótkast. Höguðu þeir því þannig að nokkrir stóðu á bakkanum og köstuðu suð- ur yfir kvíslina, en aðrir tóku á móti og köstuðu til baka. Gekk þessi leikur þangað til að bregða fór birtu. Fóru menn þá að tinast einn og einn til að sækja hestana. Var þeim gefið og hellirinn látinn geyma þá. Ekki heppnaðist fjallkóng- inum og mönnum hans að ná lambinu. Talið fært að kom- ast upp en ekki niður. Þó höfðu þeir von um að það færi sjálft upp. Annars ætl- unin að skjóta það í miðleit, heldur en láta það verða hung- urdauða. Það var löngu orðið kvöld- sett. Kertaljósin loguðu í tjöldunum. Prímusamir suð- uðu undir kötlunum, og hlát- urinn ískraði í strákunum. Hæst höfðu þeir sem voru í næsta tjaldi við okkur. Hvað gat nú kætt þá svona mikið? Valdi í Ártúni skemmti með gamanvísnasöng, sem hann sagðist hafa ort við orfið í sumar. Ég fékk hann til þass að koma inn I okkar tjald og þurftu margir að fylgjast með honum inn. „Kóngstjaldið“ var tíu manna tjald svo það gat rúmað marga áheyrendur. Valdi stillti sér upp innst í tjaldinu og söng nú af mikl- um móði. Hann afmyndaðist allur i framan, sló út höndun- um og var stundum nærri dottinn. Þetta þótti sumum drengjunum ekki ónýtt að sjá og heyra. Og það bar við að hann varð að endurtaka sumt oftar en einu sinni. Viðburðum sunnudagsins er lokið. Tjöldin reimuð aftur, kertaljósin slökkt. Ekki veit ég hve lengi ég hafði sofið þegar ég vaknaði. Allir voru í fasta svefni. Ég opnaði gæti- lega dyrnar og gekk út. Hví- lík fegurð! Blæjalogn og glaða tunglsljós. Ekkert var sem rauf kyrrð næturinnar. Það var allt hljótt. Svo gekk ég inn aftur, vafði um mig teppinu og gæruskinn- inu og sofnaði. Það er kominn mánudagur. Þrír menn voru nú skildir eftir við Landmannahelli til að gæta safnsins og hestanna. Jörðin grá af hrími, logn, en blikudrög í suðvestri, sem spáði veðurbreytingu. Kl. sjö. Við héldum allir hópinn til að byrja með. Leiðin lá fyrst eft- ir sléttum flötum og höfðum við Stórhöfða á hægri hönd, Lifrarfjöll á vinstri. Þegar flötunum sleppti tók við all- brattur háls, gátum við riðið upp, en urðum að teyma hest- ana niður. Handan við háls- inn tók við Dómadalur, víð- áttumikill og grasi gróinn. Dal- urinn er luktur háum fjöllum að norðan og austan, en svo er hraun að sunnan, að vestan fyrrnefndur Dómsdalsháls. Nyrzt í dalnum er stöðuvatn er ber nafn af dalnum. Við riðum nokkuð lengi eftir hrauninu sunnan við dalinn unz við komum að stórum steini, er nefnist skiptisteinn. Þar er skipt í leitir, og fóru nú allir af baki. Sumir voru sendir að smala Lifrarfjöllin, aðrir Norður-Nám, ég var sendur austur í Landmanna- laugar, vorum við sex sam- an, auk hestamanns, er fylgdi hverjum gönguflokki. Við, sem fórum í Laugarn- ar áttum að sækja safnið, sem smalað var í gær og á baka- leið áttum við að srnala Suð- ur-Nám. Hann er hár og hrikalegur með brattar skrið- ur bæði að sunnan og aust- an, að ógleymdum giljum, er mér fundust svo áberandi, hvar sem ég fór um afrétt- inn. Við sáum til Norður- Námsmanna, er nú vom farn- Framhald á bls. 454. SUNNUDAGUR — 449

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.