Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 29.11.1964, Blaðsíða 10
Á afrétti Framhald af bls. 449. ir að smala og virtust ætla að verða allfengsælir. Við komum nú að stóru va/tni er heitir Frostastaðavatn, liggur það austan við Suður-Nám. Óskar á Skammbeinsstöðum var foringi í þessari ferð, og lét hann nú tvo verða hér eftir. Áttu þeir að ganga milli vatnsins og Námsins og bíða eftir okkur við svonefnt Vondagil, en við sem fórum í Laugarnar áttum að reka safnið sunnan í Námnum og smala hann um leið og mæta svo hinum tveim við áðurnefnf gil- Við komum í Laugarnar að aflíðandi hádegi. Hittum við þar unglingspilt sem gæta átti hestanna, en Laugamenn voru ailir í göngu. Þrír kaffikatlar stóðu fullir í heitri laug, og veitti drengurinn okkur óspart úr þeim. Urðum við þeirri hressingu fegnir eftir fimm tíma reið á misjöfnum vegi. Við hleyptum svo fénu út úr byrginu, það var á annað hundrað. Vegur var ekki góð- ur til að byrja með, fyrst urðum við að sundreka og Landmannalaugar. fara svo utan í bröttum fláa^ með giljum, síðar komum við á sléttan aur. Þar biðu eftir okkur þrír menn úr Laugun- um og áttu þeir að hjálpa okkur ef við þyrftum þess með. (Framhald). Vísur Sunnudogsins Vísnaunnendurnir hafa lát- ið mig fá margt óþvegið orð í eyra og segjast hafa verið illa sviknir, og er það ekki nema að vonum, þvi í sumar hefur verið langt hlé á vísum og virðast þeir ekki hafa þol- að að vísunum væri gefið „sumarfrí". Til þess að ég geti ekki afsakað mig með vísnaleysi (sem væri líka lé- leg afsökun) hefur góður maður látið mér í té töluvert af vísum. Hann kveðst ekki vera viss um höfundana að sumum þeirra — og það er ég alls ekki heldur! Þar sem lausavísur eru oft rang- feðraðar, deilt um hver sé réttur höfundur, og vísur af- lagast oft á langri leið, þá væri vel þegið að þeir, sem rétt skil kunna á því sem kynni að vera rangt með far- ið, vildu senda mér leiðrétt- ingar og aðrar upplýsingar. Það væri líka vel þegið ef fleiri færu að dæmi fyrr- nefnds manns og sendu mér vísur. Sannleikurinn er sá að enn eru Islendingar í öllum stéttum þjóðfélagsins síyrkj- andi ferskeytlur, jafnt úti á nesjum og inni í dölum, niðri á hafnarbakka — og jafnvel uppi í stjórnarráði! Og oft hitta þeir naglann á höfuðið. Ekki fleiri orð, en hefjum þáttinn. 454 — SUNNUDAGUR Vakan hljóða átti óð, æsku rjóðar kinnar, stöku góða, Iistaljóð, Hfgjöf þjóðarinnar. Ormur Ólafsson. Þetta hversdags lelða líf lamar sálarkraftinn, að hafa hvorki vín mé víf að verma á sér kjaftinn. ? Aftanlág er sól að sjá, sveipar lá og voga. Hrímuð stráin stimir á stjörnubláum loga. Hjálmar á Hofi. Vera kann að þessi sé of- urlítið aflöguð. Norðan hardan gecdl gard, geysi-hardur vard ’ann, borda jardar- erdis -ard upp í skardid bard’ ’ann. ? Það er bölvun okkar emn, eins og fleiri landa, Þar sem tómir meðalmenn molda frjálsan anda. Jón Bergmann. Þessi kvað á sínum tíma hafa verið ort í orðastað Jón- asar frá Hriflu: Hver einasti hvolpur sem alið ég hef orðinn er stóreflis hundur. Eigi ég bein eða bitlinga gef þeir bíta og rífa mig sundur. Getrounin Framhald af bls. 456. alltaf í felum. Ein harðsnúin skipshöfn getur tekið völdin hér í kaupstaðnum. Það má heldur ekki sjást mastur úti á firðinum, þá eru þeir búnir að skella rík- inu í lás. En möstrin eru mörg á firðinum í sumar. Þess vegna er ríkið alltaf lokað. Það er ljótur rekstur á einu fyrirtæki og væri á- reiðanlega öðru vísi rekið í einkaeign. Tíkarleg fyrirbrigði ske hér stundum á næturnar. AlLskonar dólgar ráðast inn á heimilin og venjulega upp úr miðnætti. Þeir reka konumar úr ból- unum og skelfa börnin og heimta kaffi og meðlæti. Mannstráið á heimilinu er að vinna einhversstaðar úti í bæ og þeir passa sig að hafa símann lokaðan á nótt- unum hér ............. Kon- an er varnarlaus og verður að sitja uppi með þessa dólga og stjana undir þá fram á nóttu og neyðist oft til þess að setja allt af stað í eldhúsinu og standa jafn- vel í bakstri og matargerð fyrir þessa ókunnugu menn, Þeir ættu að reyna að koma í hafragrautinn til okkar Kvaransystra. Við höfum flugbeitta exi undir rúminu, og ætli væri ekki auðvelt að reka úr þeim vindinn. En hvar er lögreglan ? Hún er í felum. Mér er tjáð að aðeins séu veittar hundr- að þúsund krónur til lög- gæzlu í ..........firði og ......firði samanlagt. Hið villta líf fær að dafna hér og blómgasf í friði.“ Vano og Níko Framhald af bls. 451. vaxa ekki á þig vængir, þá drep ég þig á jörðu niðri, það skaltu vita, drep þig eins og fugl sem hefur misst væng- ina. Vano gekk heim í þungum þönkum. Hann tók steinana upp úr vösum sínum og lét þá detta á veginn eins og tár. Og tárin voru þung eins og steinar. — Hvað skal gera hugs- aði Vano og gekk grátandi og kastaði steinum á veginn. — Hvað skal gera ef ég er fugl og kann ekki að fljúga? Hvað skal gera ef Níko er veiðimaður og vill drepa mig? Hvað skal gera ef það skiptir ekki máli hvort ég flýg eða ekki? Sólin gekk til viðar. Vano leit upp í himininn. Hann hafði ekki lengur steina í vös- unum og hann fann til létt- leika. Vano horfði á himin- inn og hann langaði að fljúga. Vano horfði á svölumar, og hann lærði að fljúga. — Ef ég er fugl þá er mér betra að deyja á flugi, sagði hann og flaug af stað. Himininn fyllti. Níko mið- aði og skaut. Skaut og hitti. Hitti og drap. — Og þú sagðir að þú vær- ir ekki fugl! hrópaði Niko. Himinninn var aftur auður.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.