Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 17.01.1965, Blaðsíða 2
FRÍMERKI Frímerki og póstur eru samslungin hugtök. — Nú- tímapóstur flytur helzt ekki bréf eða annan flutning, nema burðargjald hafi verið greitt og þá koma hinir á- límdu bréfmiðar, sem við köllum frimerki, til sögu, og sýna svart á hvítu, að send- andi hefur innt af hendi til- skylda upphæð. Bréfberinn, pósturinn, sem hafði það hlutverk að ann- ast dreifingu bréfa og boða, er talinn hérumbil jafngam- all sjálfri mannkynssögunni. 1 assýrskum bréfum frá fomöld má sjá, að þar er oft getið um bréfbera. Bréf- berar þessara tíma höfðu einnig það hlutverk, að birta mönnum fréttir, bæði al- menns eðlis og ákvarðanir stjómarvalda. — 1 flestum Austurlöndum var starfsemi þessi skipulögð, en á hæst stig komst hún í rómverska jíkinu á dögum hinna vold- ugu keisara. — Það mun hafa verið á miðöldum, að almeimir póstflutningar hóf- ust í Evrópu. — Danska ríkið mun hafa verið eitt þeirra ríkja í Evrópu, sem komu póstsamgöngum sín- um fljótlega í skipulegt horf. Var það verk Kristjáns kon- ungs fjórða, sem fann fljótt hvað póstferðir voru nauð- synlegur og auk þess arð- bærar fyiir ríkis-fjárhirzl- una. Póststofnun á íslandi hefst hinn 13. dag maímán- aðar árið 1776 með þeim hætti, að þá er gefin út af Kristján konungi VII. kon- ungleg tilskipun um, að komið skuli á fót innan- landg póstferðum á Islandi. Árið 1778 byrjaði reglulegt póstskip að sigla milli Is- lands og Danmerkur. Fyrst var farin ein fei-ð á ári, en síðar fjölgaði þeim upp í tvær á ári, — vor og haust. Árið 1782 hóf fyrsti land- pósturinn á Islandi göngu sína. Starf landpóstanna var Framhald á bls. 22. FÖNDUR Litla .svifflugan Bolurinn K er búinn til úr 5 mm þykkum furulista. Hitt, stél og vængir, eru skornir út úr þunnum sterk- um pappa með beittum hnífsoddi. Saga skal rifu, með fínni sög, inn í skrokk- inn aftast. Þar er stélinu smeygt inn. Einnig þarf að saga smárifu lóðrétt fyrir hakið á lóðrétta stélinu F. Vængurinn er skorinn í tvennu lagi og límdur ofan á bolinn þar sem hann er breiðastur. Og takið eftir hvemig vængbroddamir hallast upp á við (sjá neðstu myndina). — Þar sem S er þarf að setja skrúfu aeð bolta gegnum nef flugunnar, til jafnvægis. En jafnvægis- punktur hennar er við B. — lakkið með selluloselakki. öll mál á teikningunum em millicetrar. Hér er lausnin á seinni bridgeþrautinni, sem var þannig: Norður: A 8-7-6 V Á-K-5-3 ♦ Á-K-G-6-2 ♦ K Vestur: Austur: A K-3 A 10-9-4-2 V D-8-7 V G-9 ♦ 7-5 ♦ D-10-8 * Á-G-10-7- * 9-8-4-3 6-5 Suður: ♦ Á-D-G-5 y 10-6-4-2 ♦ 9-4-3 ♦ D-2 Vestur spilar út laufaás og suðui á að vinna fjóra spaða. Ef þið gátuð ekki leyst þrautina, þá er hér smá að- stoð. 1) Bezta vörnin er að spila alltaf laufi. 2) Reynið að gefa aðeins slagi á laufa- ás, trompkóng og tígul- drottningu. Lausnin í heild er þannig: Vestur tekur laufaás og spil- ar meira laufi og norður lætur hjarta i laufadrottn- ingu. Sagnhafi spilar tígli, norður drepur á kónginn, spilar spaðasexi, austur læt- ur níuna og vestur drepur gosa suðurs með kóngnum. Enn kemur lauf, sem norður trompar, en suður kastar hjarta. Norður tekur tígulás og spilar austri inn á tígul. Enn kemur lauf. norður trompar og suður kastar hjarta. Norður tekur tígulás og spilar austri inn á tígul. Enn kemur lauf, norður trompar og suður kastar hjarta. Norður tekur síðan tvo hæstu í hjarta. Suður yfirtrompar síðan austur og fær þrjá slagi á tromp. Afbrigði: Vestur spilar út laufaás og síðan hiarta, sem er drepið á kóng. Trompinu er svínað eins og að ofan og enn kemur hjarta, sem norður drepm á ás. Norður spilar tígulgosa og austur fær slaginn á d.„ttnmguna. Austur spilar tíg.. til baka og norður á slaginn. Tromp- níu er svínað og öll tekin í botn. Suður tekur nú laufa- drottningu og norður kastar síðasta hjartan” 'Torður i síðan þrjá slagi á tígul. 14. — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.