Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Side 4
verðareyri í Hróarstungu til
kunningjafólks míns. Þar varð
ég að vera einn dag um kyrrt
sökum veðurs! Þaðan fór ég
upp að hinum fræga Hall-
ormsstað, í svo mikilli rign-
ingu að ég sá ekki mikið.
Næst gisti ég í Skriðdalnum og
lagði svo á Breiðdalsheiði og
gisti á Þorgrímsstöðum sunn-
an heiðar. Næsta dag í Beru-
fjörð að Hamri. 1 Berufirðin-
um fór að létta til svo ég sá
aftur til sólar í fyrsta skipti
eftir 7 daga látlausa rigningu.
Næsta dagleið var að Svín-
Siólum í Lóni og þá næst vest-
ur í Hornaf jörð, en þar var ég
dag um kyrrt, enn vegna
rigningar!
Ég kom að Hoffelli og það-
an fylgdi mér maður yfir
Hornafjarðarfljót að Flatey á
Mýrum. Vatnið var i kvið klst-
ferð eða meira. Daginn eftir
fór ég yfir Kolgrímu — ljótt
var vatnið maður! og komst
að Reynivöllum til Þorsteins
mins. Ég hafði ekki séð hann
áður, en hann og Jón 1 Möðru-
dal tóku bezt á móti mér af
öllum sem ég gisti hjá á leið-
inni.
Á Reynivöllum var ég kyrr
heilan dag. Þorsteinn símaði
að Kvískerjum og þeir at-
huguðu jökulinn beggja megin
frá áður en við lögðum af
trtað, því nú varð að fara upp
á Breiðameikurjökul. Veðrið
var afbragðsgott þennan dag,
Bólskin, mjög skemmtileg ferð.
Þorsteinn fylgdi mér yfir jök-
ulinn þar til maður frá Kví-
skerjum kom á móti mér og
tók við leiðsögninni — ég
hygg að ég hafi veiið 2—3
tlma á jökli, það þurfti að
krækja svo langt fyrir sprung-
ur.
Á Kvískerjum gisti ég I
góðu yfirlæti og næst í Skafta-
felli, — það var gott að heim-
sækja öræfinga.
Næst lá leiðin upp á Skeið-
arárjökul. Ég fékk karl til
fylgdar og við jökulinn batt
hann hest sinn við stein og
lagði svo af stað upp jökul-
röndina með einn hestinn.
Jökuliöndin var snarbrött og
það munaði mjóu að við kæm-
um flatjárnuðum hestunum
upp, en það tókst og þegar
upp var komið var allt í lagi,
og þarna var aðeins farið
stutt á jökli og þá var ég
kominn á sandinn, en Hann-
es á Núpsstað kom á móti
mér austur yfir Núpsvötn og
kom með óþreyttan hest undir
mig.
1 Núpsstað fannst mér ég
vera kominn heim, en hélt þó
áfram og gisti að Fossi á
Siðu. Daginn eftir fór ég að
Búlandi. Þaðan lagði ég á
Fjaliabaksleið. Það fylgdi mér
kunnugur maður alla leið að
kofa skammt frá Jökuldölun-
um. A Búlandi var mér gefinn
mikill og góður matur í nesti
— sem hefði enzt mér þótt
ég hefði legið úti í viku!
Svo hélt ég einn áfram,
Framhjá Landmannalaugum,
yfir hraunskratta og kom
loks að Landmannahelli....
Nei, nei, ég lá ekki í hellinum
um nóttina því ég átti von á
bóndanum á Galtalæk á móti
mér og þegar ég var kominn
töluvert niður fyrir Land-
mannahelli sá ég hilla undir
hann í rökkrinu framundan.
Hann kom með óþreytta hesta
handa mér og um nóttina
gisti ég á Galtalæk. Mun hafa
verið 13 stundir milli byggða.
Morguninn eftir spurði ég
bónda hvort hestarnir minir
væru ekki þreyttir. Hannneit-
aði því og sagðist aldrei hafa
séð jafn óþreytta langferða-
hesta.
Svo fór ég vestur yfir
Þjórsá, sundlagði í hana og
gisti hjá kunningja minum,
Sigurbergi á Grænhóli. Enn
legg ég svo af stað, og nú um
mínar gömlu æskuslóðir, ölv-
es. Enn fer ég um Kamba
með hesta, dóla Hellisheiðd,
Svinahraun, Sandskeið, sem
forðum meðan ég var ekill í
Reykjavík. Svo staðnæmist ég
á Kjóavöllum við Rjúpnahæð,
og þar giípur mig fagnaðar-
bylgja yfir að vera aftur
kominn á þessar kunnu slóðir,
eftir vel heppnaða og ánægju-
lega ferð. Ég hafði séð marga
stórkostlega fallega staði,
kynnzt landinu.
•— Og hvað varstu lengi?
•— Ég var 30 daga, en þetta
munu vera a.m.k. 1500 km.
Hér hefur verið farið svo
fljótt yfir sögu að segja má
að þetta sé aðeins næturstaða-
annáll, en næst komum við að
öðru efni.
Eiitt hið fyrsta sem athygli
vekur þegar komið er inn til
Gísla í Eilífðinni er skápur
mikill sem nær frá gólfi til
lofts. Hann er fullur — troð-
inn — af hljðmplötum. Fyrir
framan hann er borð og kass-
ar, einnig fullir af plötum, en
allir sem voru á Vífilsstöðum
um alllangt árabil kannast við
TJtvarp Eilífðarinnar — út-
varpsstöðina hans Gísla í
Eilífðinni. Þið viljið kannski
vita hvað Eilífðin er? Það er
alls ekki sama eilífðin og
prestarnir boða sáluhólpnu og
fordæmdu fólki, heldur starfs-
mannahús á Vífilsstöðum, er
þótti nokkuð lengi í smíðum,
og hlaut því þetta eftirminni-
lega nafn. Þar á Gísli heima
og nú skulum við fræðast um
úlvarp Eilífðarinnar. •
-— Hvernig stóð á því, Gísli,
að þú fórst að útvarpa á Víf-
ilsstöðum ?
— Það atvikaðist nú þann-
ig að ég var utangarðs við
aðalskemmtun manna hér þá;
ég spilaði hvorki né tefldi, en
það var aðalskemmtun manna
hér; sumir sátu við tafl eða
spil ár eftir ár hér — og gera
enn. En slíkt gleður ekkert
aðra, aðeins þá sem eru þátt-
takendur í því.
Þá hugsaði ég sem svo að
rétt væri að fá sér fón
(grammófón) og nokkrar
hljómplötur. Ég hugsaði að ég
gæti slegið þrjár flugur í einu
höggi — í hljómplötu kemur
fram a.m.k. þrennt: Ijóðið,
lagið og söngvarinn, auk und-
irleikarans — og svo getur
verið að fleiri hafi gaman af.
Svo er ég staddur á Kaffi
Paris á Skólavörðustígnum
(mun vera sami staðurinn og
Vega) að fá mér kaffi. Þá
kemur þar inn maður sem ég
kannaðist við, prentari í Fé-
lagsprentsmiðjunni, sænskur
að uppruna. Hann býður mér
upp til sin, bjó uppi i húsinu,
og þá bei st I tal að mig langi
til þess að fá ferðagrammó-
fón. Kona var þarna stödd.
er segir þá að hún vilji ein*
mitt seija fón og nokkrar
plötur eem hún eigi. Ég spyr
hve margar plöturnar séu og
hvað þetta eigi að kosta. Hún
segir að hvorttveggja kosti 10
krónur.
— Á hvaða ári var þetta?
—Það mun hafa verið ár-
ið 1941 eða 42. Ég svara kon-
unni að ég vilji kaupa af
henni fóninn. Svo förum við
heim til hennar, en með mér
var maður. Konan býður okk-
ur kaffi — og ég þygg æv-
inlega kaffi; og konan gefur
okkur kaffi og með því og af-
hendir mér svo fóninn og plöt-
urnar, ég borga henni 10 kr.
þakka og kveð.
Nú. var ég orðinn eigandi
grammófóns! Svo fer ég af
stað til Vífilsslaða og set fón-
inn í gang um leið og ég er
kominn uppeftir.
Fyrsta platan sem ég hlust-
aði á var: Taktu sorg mína
svala haf, — það fannst mér
skemmtileg tilviljun og eiga
vel við. Þetta voru allt af-
bragðsplötur, en allar svolít-
ið slitnar.
Svo fór ég að spila meira,
og maður kom til að hlusta,
og fleiri og fleiri komu til að
fá að heyra lag.
— En hvernig datt þér 1
hug að fara að útvarpa?
— Stofufélagi minn hét
Gunnar Rasmundsen, hann
var nokkuð heima í útvarps-
tækni og hann segir einii
sinni: Nú þyrfti maður að fá
sér tæki til að leika í gegnum.
Ég át það eftir honum, vissi
ekkert um útvarpstækni.
Einhverstaðar fékk ég evo
eiitt af litlu Philipstækjunum,
eem hafði tengingu fyiir fón
og hátalara. Svo lékum við I
gegnum þetta tæki og urðuitt
að handsnúa grammófóninum
við lok hverrar plötu. Þannig
gekk þetta í nokkurn tíma, en
svo segir herbergisfélagi
minn:
— Nú sendum við í Hælið!
Hann tekur síðan vír og
tengir við útvarpskerfið í hæl-
inu. Svo byi-jum við að leika.
Vitanlega tókum við heymar-
tæki okkar til að hlusta, til að
vita hvort það heyrðist nokk-
urt bofs. Þá kom það upp úr
kafinu að þetta heyrðisit
prýðilega.
Fólkið fór svo að brjóta
heilann um hvaðan þessi mús-
ik kæmi.
— Hélt það ekki að hún
væri frá Ríkisútvarpinu ?
— Nei, það var ekki út-
varpstimi — þá var ekki út-
varpað nema lítinn hluta af
deginum og útvarpi lauk kl.
10 á kvöldin.
Það spurðist fljótlega livað-
Framhald á bls. 250.
Hér sjáiö þið Gísla að starfi við útvarpið, hann er hér að lesa
Ijóð Kiljans: Þú varst alinn upp á trosi.
244 — SUNNUDAGUR