Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 2
FRIMERKI Frímerki sem auglýsingatæki Segja má, að frímerkin séu ódýrustu og um leið áreiðan- legustu sendiherrar landa sinna. Þau fljúga, sigla eða aka á bréfum og blaðapökk- um út um víða veröld og koma fyrir margra augu. Mörg lönd líklega flest frí- merkjalönd heims, hafa líka notað sér þessa víðförlu miða til þess að auglýsa ýmislegt fyrir þjóð sína. Við hér á ís- landi höfum t.d. gefið út eitt þorska-merki og tvö síldar- merki, enda eru þetta aðal útflutningsvörur okkar. — Þá hafa komið á frímerkjum okkar bæði Geysir, Hekla og nú Surtsey. Heldur munu þau merki auka ferðamanna- strauminn hingað, heldur en hitt. Þetta frímerki, sem sést hér á myndinni er gott dæmi um auglýsingar á frímerkj- um. Merkið er frá lítilli eyju, sem heitir Dominica og er í V estur-Indía-eyk j aklasanum. Ekki má rugla þessari eyju saman við Dóminikanska lýð- veldið sem nokkuð hefur komið við sögu undanfarið, en það er á Haiti-eyju, nær um það bil yfir helming hennar. í gamla daga, þegar sjó- ræningjar voru og hétu og Frakkar og Englendingar, Hollendingar og Spánverjar áttu í erjum útaf Vestur- Indía-eyjunum, var sykurinn sú náttúruauðlind, sem mjög var sótzt eftir. Þetta var áð- ur en menn höfðu lært að vinna sykur úr sykurrófum. Dominica var einn þeirra staða, þar sem auðvelt var að rækta sykurreir. Hún var því eftirsótt eign í þann tíð. Þegar Frakkar náðu að BRIDGE Finnland stóð sig mjög vel á síðasta Evrópumóti og þótt þeir höfnuðu að lokum í sjötta sæti, þá voru þeir bún- ir að vera á toppnum þó nokkrar umferðir. Finnska parið Sorri—Sorri spilaði ein- kennilegt sagnkerfi, þar sem m.a. pass getur þýtt mjög sterk spil. Opnun á einu laufi getur verið 0—11 Goren- punktar en aðrar opnanir eru eðlilegar. Eftirfarandi spil kom fyrir milli Svíþjóðar og Finnlands, en sá leikur var spilaður á Bridge-Rama. Allir utan hættu og norður gefur. Norður 4 D-8-3-2 V 8-7-3 ♦ 10-2 4 Á-7-4-2 Skráð og skrafað Hann: — Þetta er yndislegt kvöld, blíðalogn, blikandi tunglsljós og blómailmur. Hún: — Já, það má nú segja. Mér líður svo vel að ég held næstum að ég myndi segja já við hverju sem væri. í gær sagði ég vini mínum að allir sem væru í félaginu hans væru asnar og fífl. Og hvað heldurðu að þeir hafi gert? Þeir gerðu mig að heiðursfélaga! Vestur Austur A Á-4 A K-G-10-9 ¥ 9-4 7-5 ♦ D-8-4 ¥ Á-G-5 4 K-D-G-9- 4 6 6-2 4 10-8-5 Suður A 6 ¥ K-D-10-6-2 4 Á-K-G-9-7-5-3 A ekkert Þar sem Sorri-bræðurnir sátu n—s, gengu sagnir: Norð Aust. Suð. Vest. 1 * 1 4 2 4 3 4 D P 4 4 P 4¥ 44 5 V P P D Endir. leggja eyjuna undir sig, var það þó kaffið, sem mest bar á í útflutningi frá eynni og á okkar dögum rækta íbú- arnir yfirleitt ekki sykur. Það sem dró úr sykurrækt í fyrstu, var það, að 1833 var þrælahald bannað og því ekki hægt að fá ódýran vinnukraft lengur á þeim vettvangi. Nokkru síðar kom svo samkeppnin frá rófu- sykrinum. Dominica varð því að venda sínu kvæði í kross og íbúarnir tóku að stunda ávaxtarækt. Sérstaklega voru það litlar sítrónur sem gáfu góða raun sem útflutnings- vara. Frímerkið sýnir fólk vera að tína citrónur af tré. Þetta merki kom út árið 1938. Síð- an þá hafa eyjaskeggjar auk- ið fjölbreytni í ávaxtafrarm leiðslunni og rækta nú einnig banana, appelsínur og van- illur. Þær vörur hafa einnig verið auglýstar á frímerkj- um, ásamt með mynd af Elísabetu drottningu. Domin- ica-eyja er fundin af Colum- busi sunnudag nokkurn árið 1493. Á spönsku heitir sunnu- dagur Domingo og er nafn eyarinnar þannig tilkomið. Frumbyggjar eyjarinnar veittu harðvítuga mótspyrnu, þegar Evrópubúar fóru að nema þar land. Hinum upp- runalegu eyjarskeggjum hef- ur að vísu fækkað mjög, en þó er það svo, að enn í dag eru til viss svæði á eynni, sem eingöngu eru byggð þeim. Þeir kunna enn hina gömlu þjóðlegu list að riða körfur. Á frímerkjum frá Dominicu frá 1951 má sjá þessa sérstæðu handavinnu frumbygg j anna. — Það er tveggja senta frímerki með mynd af Englandskonungi í horninu.— Ekki er gott að segja um það, hve mikinn árangur þessar frímerkja- auglýsingar bera, en senni- lega er hann þó nokkuð mikill. FÖNDUR Gengið á stultum Það er orðið fátítt að sjá krakka ganga á „stultum" en hér fyrr á árum áttu mörg börn „stultur“ að minnsta kosti hér í Reykjavík. Þið getið vel smíðað ykkur „stultur" og er sú smíði frem- ur auðveld. í fyrstu þurfið þið ekki að hafa þær mjög háar, það er auðveldara „að færa sig upp á skaftið," þeg- ar þið eruð orðin leikin á þeim lágu. Mátulegt væri 10—12 ára að ganga í 50 sentimetra hæð. Sköftin þurfa að vera sterk og kubbarnir innan á þeim örugglega negldir fastir. Og reynið svo að ganga og verið þolinmóð, þótt þið dettið nokkrum sinnum, þetta kemur. Laufaopnun norðurs var eftir kerfinu, tveir spaðar hjá suðri krafa um úttekt, dobl norðurs var sektardobl, sem sýndi laufalit og meira en lágmarksopnun, fjögur lauf hjá suðri undirstrikaði rauðu litina enn frekar. Það var óheppilegt fyrir Svíana, að sagnirnar gerðu norður að sagnhafa, því austur spilaði út laufi og þar með hafði sagnhafi möguleika á því að vinna spilið. Sagnhafi kastaði spaðanum úr borði og spilaði trompi á kónginn. Síðan hélt hann áfram með tromp og austur tók báða trompslagina. Sagnhafi varð því að gefa einn slag á tígul, einn niður. Á hinu borðinu spilaði suður fimm hjörtu, en hann fékk út spaða og hafði því aldrei neinn möguleika. I NAM BO Framhald af bls. 298. un minni fyrir ferðalagið, enda hefði það ekki líkzt veruleik- anum. Mjór, krókóttur stigur, þar sem rætur og nibbur voru alsstaðar, stofnar sem höfðu verið höggnir þétt — en þó ekki lárétt — við jörðu, er stöðugt námu við fótstigin; fyrir ofan héngu vafningsvið- ir er vöfðust að hálsi þér ef þú beittir allri athygli til að stýra framhjá stofnbút á stígn- um; bambusstangir slógust framan í þig hve lágt sem þú beygðir þig yfir stýrið; ótelj- andi grúi af greinaendum til að rifa skyrtu þína og skrokk; óteljandi holur, nybbur, lykkj- ur og kvistir hjálpuðust að til að reyna að kollsteypa þér við hverja beygju. Og til að byrja með vildi hjólið hvað eftir annað fara í allt aðra átt en þú ætlaðir því. Verst af öllu var þó, að ofan á allar aðrar skelfingar við að feta sig yfir brú úr einum trjábol bættist nú það að rogast með hjólið á herðunum. En þegar við eftir nokkurra stunda ferð á nibbóttum, hlykkjóttum götu- slóða komum á það sem líkt- ist svolítið þjóðvegi, fór ég að meta kosti þess að vera kominn á hjól. Ég fann hið gamla öryggi á ný og mílurn- ar tóku að þjóta hjá. Það var betra að vera á reiðhjóli en í jeppa því hjólin runnu háv- aðalaust og því heyrðum við í tæka tíð þegar flpgvélar nálguðust og gátum falið okk- ur í þéttu kjarrinu. 290 SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.