Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 4
Á VIÐEYJARSUNDI OG AUSTAN HEIÐAR hjálpa mér að setja hann þeg- ar við kæmum aftur. — Nei, þú kemur aldrei bátnum þangað, sagði pabbi, þú lendir honum annarsstaðar. Þetta fannst mér einkenni- legt svar og ómaklegt van- traust og hugðist sýna í verki að ég kæmi honum á sinn stað. Svo förum við í veðurblíð- unni inn í Viðey og skoðum þar það sem okkur fannst merkilegt. Síðast skoðuðum við kirkjuna, en hún snýr í suður og norður, en ekki aust- ur og vestur, eins og allir vita sem bar hafa komið. Sá gamli átrúnaður er á kirkjunni að aldrei megi loka útihurðinni, því sé ^að gert verði mann- skaði á sundinu. (Viðeyjar- sundi). LOKAÐI HURÐINNI Á EFTIR MÉR Svo gengum við útúr kirkj- unni, og ég held að ég hafi ekki munað neitt eftir þessum álögum á kirkjunni — og taldi þau líka vitleysu — nema ég lokaði hurðinni á eftir mér. Svo gengum við til skips, ég setti uop segl því kominn var dálítill andvari og ég nennti ekki að róa. Sundið þekkti ég ekkert, en í því miðju er skerjagarður og ekki öruggt að fara þar nema land- megin eða Viðeyjarmegin. Þegar við vorum komin rúm- lega út á mitt sundið þurfti ég að venda til að fá betri byr í seglin og sný út á sund- ið þar sem ég sé engin sker. Þá veit ég ekki fyrri til en báturjnn stendur á skeri — og móðursystir mín varð tölu- vert hrædd, en mamma tók þessu með stillingu. Ég tók þegar niður seglin, fór út á skerið, ýtti bátnum á flot og réri svo áfram. ÞAÐ KOM DÁLÍTIÐ FYRIR OKKUR Eftir þetta gekk ferðin aft- ur vel, en bæði var ég orðinn þreyttur af óvana að róa og þær viidu komast heim sem fyrst svo ée fór upp að stein- bryggjunni til að hleypa þeim í land, en ætlaði svo að róa bátnum vestur í Selsvör, en þegar við komum að stein- bryggjunni stóð pabbi þar, svo ég segi við hann: — Hvernig stendur á því að þú ert hér? Ég hélt að þú myndir bíða í Selsvör. — Það er allt í lagi, svaraði hann, þið farið heim, en ég ræ bátnum vestur í Selsvör. — Hvernig vissir þú að við myndum koma hér að? — Ég vissi það áður en þið fóruð af stað hvar þið mynduð lenda, svaraði hann, snaraði sér út í bátinn og reri af stað. — Það kom svolítið fyrir 292 SUNNUDAGUR okkur, sagði ég þegar hann var að ýta frá. — Já, ég veit það svaraði hann. Enn í dag skil ég jafnlítið í því hvernig á þessu hefur staðið, — og þannig var um fleira, sem hann virtist vita fyrirfram. En það hafði enga þýðingu að spyrja pabba, hann sagði aldrei neitt, talaði ekki um sjálfan sig. „DÖÐE SKAL DU LlÐE“ — Heyrðu Haraldur við höfum ekkert minnzt á krakka- leiki ykkar Vesturbæinganna í þá daga. — O-o, þeir voru nú fremur fábrotnir. Það var skessuleik- ur, útilegumannaleikur, felu- leikur, bolti, — slagbolti, stikk, strútur, að hlaupa fyrir horn og brú brú og brille en það var leikur sem við vorum á- kaflega hreykin af að kunna. — Hvað var þetta brú brú og brille? — Það var söngur. Hann var þannig: „Brú brú og brille, kokker.enn í elleve keisarinn slapp út í hæinn so. Fari fari Kristmann ðöðe skal ðú líðe ðet skal komme elleve og ðöðen skal ðú kríve". Þetta var sungið og leikur- inn var þannig að tveir stóðu andspænis hvor öðrum og héldust í hendur upplyftum höndum og áttu krakkarnir að fara í halarófu milli þeirra og kringum þá unz kom að orð- inu kríve þá skelltu þeir nið- ur höndunum utan um þann sem þá var milli þeirra. Með þann sem hreppti „kríve“ þ.e. var fangaður, var farið afsíðis og hann spurður hvort hann vildi heldur tölu eða hnappagat, en annarr fyr- irliðanna, sem fönguðu hann, var tala, hinn hnappagat. Hinn króaði valdi annan og tók sér svo stöðu fyrir aftan þann er hann hafði valið. Þegar allir höfðu verið króaðir og tekið sér stöðu samkvæmt því, tóku allir um þann sem fyrir fram- an hann stóð, en fyrirliðarnir tóku saman höndum og síðan toguðust fylkingarnar á. Sá er hafði stærri halarófu eða sterkara lið vann leikinn. Stikk — tölustikk — var þannig að hver um sig tét 1— 2 tölur á götuna eða stein. Svo var valinn steinn, helst flatur og þunnur, gengið töluvert frá töluhrúgunni og steininum kastað eftir röð að hrúgunni. Hitti einhver það nálægt tölu- hrúgunni að hann gæti spann- að, með greip sinni milli steinsins og töluhrúgunnar — snert tölu, eignaðist hann glla hrúguna. Sunnudag einn á Bræðra- borgarstígnum hitti enginn lengi vel nógu nálægt, unz Ingimar í Mörk vantaði aðeins herzlumuninn til að snerta tölu. Hann gerði sér þá lítið fyrir og skar upp í greip sína milli þumalfingurs og vísi- fingurs og teygðist þá svo á að hann gat snert töluna — og eignast alla hrúguna. Strútur var þannig að val- inn var langur steinn, helzt þannig að hægt væri að sitja á enda hans. Steinn bessi var „strúturinn". Svo var raðað tölum í kringum hann og síð- an köstuðu allir smásteini í strútinn og sá sem fyrst felldl hann eignaðist tölurnar. — Nokkrir nafnkunnir leik- félagar? — Nei. Við Steindór Einars- son (,,bílakóngur“) ólumst upp á sinni þúfunni hvor, hann 1 Ráðagerði, ég í Klöpp. Hann var duglegur strákur og vildi öllu ráða hjá okkur, og hann barði félaga sína svo á sá ef því var að skipta, því hanii var stór og sterkur og hlífðar- laus; hann fékk gott að éta, því faðir hans var betur stæð- ur en virtist vera og var hirðu- maður, eins og Haraldur Níelsson komst að orði í út- fararræðunni. Steindór var mjög langræk- inn. Gæti hann hefnt sín var það úr sögunni en gæti hann ekki hefnt sín væri gert á hluta hans átti hann erfitt með að gleyma — hafi hann þá gert það nokkru sinni. „GÆTI LÍKA ORÐIÐ SÁ NÆSTI . . .“ — Pabbi þinn virðist hafa verið dálítið sérstæður maður, gætirðu ekki sagt mér meira af honum? — Ég hef þegar sagt þér að ég skildi ekki hvernig hann fór að því að vita ýmislegt sem enginn gat hafa sagt hon- um, — en hann var samt ekki eins mikill mannþekkjari og mamma. Ég get sagt þér dæmi af því. Einu sinni kom nágranni okkar úr Vesturbænum heim til pabba og biður hann að lána sér 100—200 af saltgrá* sleppu handa sveitamanni. Hann segist þurfa að fá hana lánaða fram til haustsins en

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.