Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Page 5
þá borgi hann. Pabbi lofar þessu, því maðurinn var kunn- ingi hans. Meðan þeir eru að tala sam- an kemur mamma inn með kaffi og lætur á borðið hjá þeim, fer síðan fram í eldhús, kemur bráðlega inn aftur og býður meira kaffi, en þeir segjast ekki vilja það. Þá tek- ur mamma bollann hjá pabba og þykist líta í hann, — ann- ars trúði hún ekki á þesshátt- ar og spáði alls ekki í bolla! en nú þykist hún skoða í boll- ann. Pabbi spyr í gamni hvort hún sjái nokkuð i bollanum. — Já, svaraði hún. Það er falskur maður að tala við þig, Jón. Xrúðu honum ekki, því hann svíkur þig. Það kom svipur á manninn og hann segir: — Það er víst ég sem þú átt við. — Það gæti líka orðið sá næsti, svarar mamma. Svo gengur hún út. Maðurinn stóð á fætur og ferðbjóst, og pabbi lét hann hafa grásleppuna. Og vitanlega borgaði hann grásleppuna aldrei! OFT VAR ÞAÐ TVÍSÝNX HJÁ OKKUR Pabbi vildi aldrei tala um sjálfan sig, heldur Haraldur áfram, én það var helzt að ég fræddist um hann — starf hans utan heimilis, hjá mönn- um sem höfðu verið sjómenn hjá honum. Einu sinni kom gamall mað- ur, sem hafði verið háseti hjá pabba, heim til okkar og var með flösku til að gefa pabba i staupinu. Alltaf þegar pabbi hafði smakkað vín varð hann mjög blíður og góður og vildi allt fyrir okkur gera. Þessi gamli maður brann síðar inni þegar hús, sem bær- inn átti brann á Bergþórugöt- unni. Vitanlega var ég ein hlust þegar gamlir sjómenn komu til pabba. Einu sinni þetta kvöld sagði gamii maðurinn: — Oft var tvísýnt hjá okk- ur, en aldrei var það eins og þegar skipin fórust, annað á Grenjálasundi en hitt á Stofu- sundi. Þá var það þannig að þegar við komum yfir sundið þurkaðist sjórinn fyrir aftan skipið — rokið og sjógangur- inn var svo mikið. Þá lá þar skip á hvolfi 11 menn drukkn- aðir í sjónum, en sá 12. á kjölnum. Ég man hve mjög þig langaði til að bjarga þess- um manni, en það voru engin tiltök, það hefði kostað líf okkar sjö sem voru á skipi hjá þér, — og það sem bjargaði okkur þá voru þínar skipanir á réttu augnabliki — annars hefðum við allir farið í sjó- inn. RÉTT HANDTÖK Á RÉTTU AUGNABLIKI — Nei, það var ekki mér að þakka, svaraði pabbi, það var ykkur að þakka, þið fram- kvæmduð skipanir mínar rétt og á réttum tíma, sérstaklega þú — þú varst seglamaðurinn og allt reið á þér. — Já, en gáðu að því, sagði gamli maðurinn, að við hefð- um hvorki hreyft hönd né fót án þinna skipana. Ég sá réttu augnablikin stundum — en ekki alltaf. — Jæja, við skulum tala um eitthvað annað, sagði pabbi. Maðurinn sem þarna hélt sér á kjölnum, og þeir urðu að sigla framhjá án þess að geta sinnt, var bróðir Ágústs Jó- sefssonar. Hann hélt sér á kjölnum fram undir kvöldið að veðrið tók að lægja svo að hægt var að fara út og bjarga honum. Hann var þrekmaður, en var þó allur af sér geng- inn, bilaðist og fór í geð- veikrahæli. „HÁRVISS UM AÐ HANN GUÐMUNDUR ER LIFANDI“ Hitt skipið fórst á Grenjála- sundi. Þegar veðrið lægði und- ir kvöldið var farið að at- huga þar, og mig minnir að öll líkin næðust. Þeim var ró- ið í land á Ólafsbakka og þau borin þar inn í geymsluhús, sem var með moldargólfi og lögð þar hlið við hlið uppí- loft. Læknir var sóttur, og hann úrskurðaði alla dauða. Kunnátta í lífgun sjódrukk- aðra manna var þá ekki hin sama og nú. Á vökunni, líklega á níunda tímanum, vantar eldivið og vinnukona er send í útihúsið með skriðljós til þess að sækja eldivið. Leið hennar lá fram- hjá líkunum, því eldiviðurinn var í kompu fyrir innan þau. Hún rennir augunum yfir lík- in bæði þegar hún fer inn og eins á útleið. Þegar hún kemur inn segir hún: — Ég er viss um að hann Guðmundur er bráðlifandi, hann er rjóður í kinnum eins og bráðlifandi maður. Þessu var fyrst lítt sinnt — læknir hafði úrskurðað alla mennina dauða. En vinnukon- an heldur áfram að tönnlast á þessu þar til Guðmundur er sóttur, borinn inn í hjónarúm, klæddur úr öllu, hlúð að hon- um eftir föngum, sjóðheitir bakstrar lagðir með honum öllum, hitað lútsterkt kaffi, hellt í það brennivíni og liU gætir þar nú fornrar frægðar og virðulcika. dreypt á hann brennivínskaff- inu. Svo var hann nuddaður — og verið að þangað til hann lifnaði við. — Þá kunnu menn ekki þær lífgunaraðferðir sem einkum eru notaðar nú. Guðmundur þessi varð síð- an gamall maður, kallaður Guðmundur „rauði“, vegna þess að hann var alltaf rauð- ur í andliti eftir þetta. Hann var faðir Þórarins er sótti flesta bátana fyrir þá til Nor- egs og sigldi þeim heim. Oft var Þórarinn talinn af í þeim ferðum — en hann kom alltaf að lokum. Gamall maður fór hann svo einn á báti, að mig minnir vestur á Fjörðu — og drukknaði þá við land í sæmi- legu veðri. J. B. Rímukorn (stafhent) TOLLUR Segir presti einum af út og suður bjó við haf messur söng og safnaði auð sem hann öðrum fyrirbauð. Gagnsamt bæði og fagurt féð fótum víða standa réð hempufreyr um heiðarslóð hafði flestum meira stóð. Ærslaði í högum hópur sá hringuðu makka og tókust á þéttur foli og þrekinn jór þar fékk margur rifinn bjór. Sumarlangt var leákur sá leikinn víða heiðum á hcmpuþunðar hófamar af hinum jafnan sigrur bar. Að hann fremri öðrum var af því vita hryssurnar léttar í spori leikinn sinn leika þær við gæðinginn. Þegar haust um heiðar fer hendi kaldri, leikur þver, rniðri í byggðum hófahjörð hamar sig og nagar börð. Eftirieikinn á um sinn auraglaður klerkurinn fyrir ljúfan heiðahroll lieimti af bændum folatoll. Margur bóndinn borga vann bljúgur í skapi reikning þann vildi ei heita vondslegt flón að væna um ágirnd messuþjón. Karlinum hennar kerlingar kominn meraseðill var er frá presti boð þau ber: biður hann þig að heyra sér. Hæversklega í húsið inn honum býður presturinn innir svo við orfagrér: Ég á fyl í þinni merr. Aftur að bragði anzar hinn: Er það svona prestur minn? Frítt mun verða folaldið »n fulimargt hafið þér borið við. SUNNEVA. SUNNUDAGUR 293

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.