Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Side 12
Miðnætur-
flótti
Framhald af bls. 298.
„Það var mjög heitt þenna
dag, en ég vissi ekki
„Hvorugt okkar vissi. Þetta
kom einungis fyrir.“
„En ef ég hefði ....“
„Nei, ekkert ef. Við lifum
lífinu eins og það gerist frá
degi til dags. Við getum ekki
annað gert.“
Hún færði sig frá honum og
þurrkaði augun.
„Heldurðu að það sé betra
að sjá líkin? “
Svona hefði barn getað
spurt, en þetta var ekki spurn.
ing barns og hann svaraði eins
og fullorðinn. „Það er betra
að sjá þau einu sinni. Þá vit-
um við að öllu er lokið. Ekk-
ert getur hafizt fyrr en við
vitum að því sem var er lok-
ið.“
Hurðin slengdist upp. Ungi
maðurinn stóð á skyrtunni i
dyrunum.
„Flugvélin til San Francisco
er á förum. Hún bíður!“
„En flóðbylgjan ....“ sagði
Macomb.
„Væntanleg eftir átta mín-
útur,“ sagði hann. „Hérna eru
yfirhafnirnar — farangur ykk-
ar er kominn í flugvélina".
Þau litu hvort á annað.
„Förum við?“ spurði hann.
„Gerum við það?“ spurði
hún
Þau horfðust í augu. Allt í
einu greip hann um hönd
hennar og þau hlupu niður
stig^ i eftir endalausum
g?1 ■
■_i þrumaði. „Átta
m sjö og hálf mínúta.
Tak tir. Flóðbylgjan birt-
ist ei.ir sex mínútur — fimm
og hálf mínúta fiórar mín-
útur — “
Flugvélin beið þeirra,
hreyflarnir í gangi.
' „Inn með ykkur,“ másaði
ungi maðurinn og ýtti á eftir
þeim upp stigann að opnum
dyrunum frammi á flugyélinni.
„Inn með ykkur! Inn! Ég þarf
afS komast til baka og upp á
efstu hæð í flugstöðinni."
Hann skellti aftur hurðinni
meðan hreyflarnir hömuðust.
Nú var enginn tími til að fara
langt eftir flugbrautinni til að
ná hraða!
Risavaxin þotan rann nokk-
ur hundruð metra, kílómetra,
hálfan annan km. og hóf sig
svo af heljarafli á nokkrum
sekúndum og sveif út í geim-
inn, hátt yfir sjó og ský.
Aftur heyrðist rödd í út-
varpinu.
„Klukkan er þrjátíu og
fimm mínútur gengin í tvö að
morgni. Flóðbylgjan er nú að
skella yfir, á nákvæmlega á-
ætluðum tíma.“
Hann fann toeað í hönd
sína.
„Þú heldur enn í hendina á
mér,“ sagði hún, o® reyndi að
losa hönd sína með lagi.
„Dauðahaldi" sagði hann, og
sleppti ekki.
Eílir hvern og í hvaða rímu er þennan mansöng að finna?
Veri signuð okkar átt,
auðgist hauðrið fríða;
Beri tignarhvarminn hátt
heiða auðnin víða.
Fögur dregur móðurmold
muna handan sjáfar.
mögur tregar föðurfold
fjalla strandir bláar.
þ Strauma kaldra brúast bil,
blasir skammur vegur:
drauma aldna túnsins til
taugin ramma dregur.
Skaflar háir, sollinn sær
sýnist innri taugum.
Gaflar Iágir, bursta bær
birtist minnisaugum.
Kólga norðurs faðmar fjöll
fölvar strýkur grundir.
Ólag storðar fossaföll
fannabríkum undir.
Lampabrosin glitra glöð
gegnum dökka karma.
Glampa frosin húsa hlöð,
hringa rökkurs arma.
Vakan ómar háreist hér
hurðu fyrir innan.
Stakan hljómar. Úti er
utan dyra vinnan.
Harða stóðið jetur jörð.
Jötu skallar hnoða.
Garðafóðrið hníflar hjörð;
hestar stallinn moða.
Saman bekkjast kona, karl,
kvæðamanninn heyra,
Gaman ekkert prúðan pall
prýðir annað meira.
Handa allra milli má
margvíst skoða tóvið,
bandakarlsins fléttu frá
frammí voðar þófið.
Stálið óðar þróttarþungt
þrumulagi kveður.
Málið góða, alltaf ungt
allan bæinn gleður.
Öngum stundin leiðist löng,
léttar mundin vinnur.
Löngum undir sagna söng
sveitahrundin spinnur.
Sprangagrundu alltaf ei
ófrið sagna hermir.
Vanga stundum mjúkan mey
mansöngs baga vermir.
Ji Situr stokkinn fljóðið frítt
(I feimin undan lítur,
I1 flytur hnokkann, brosir blítt
<' bláþráð slítur sundur.
Skiptast myndir. Draumur
dvín.
Daprar sveitir hvíla.
Sviftast vindar. Líkhljóð lín
lágum sveitum skýla.
Grundir fölnuð byrgja blóm.
Bleika gröfin þegir.
Undir Fjölnis dauðadóm
dísin höfuð beygir.
Ljóði hljóðu illa er
okkar blóði farið.
Óði þjóðin hefur hér
helgar slóðir varið.
Dýrra braga þrjóti þögn,
þjóðlög íslands syngist
Nýrra daga söngvum, sögn,
sveitavísan yngist.
Þjóðleg fræði orðum óðs
Eddu hending glæði.
Fróðleg kvæði listin ljóðs
lýðnum endurfæðist.
Meðan álfur heimsins hátt
hefja efnis menning
héðan sjálfir æðri átt
andans stefnum kenning.
Anda kraftinn hverri hryggð
Hallgríms kveði sálmar.
Landa aftur beri byggð
Breiðfjörð eða Hjálmar.
Friður haldist. Blómgist bú.
Blessist trúar arinn.
Siður aldinn tengist trú,
tryggist hjúa skarinn.
— Kunni sögur íslands ey.
Aldrei ljóðin gleymist.
Unni brögum marar mey
meðan þjóðin geymist. —
Falla tímans völdug verk,
varla falleg baga.
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga.
Hver er hann? Ef hann orti rímur þá nefnið cinþverja.