Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 3
ÞEGAR MINN Síðast sagði Haraldur Jóns- son prentari okkur frá því þegar hann gerðist prent- smiðjustjóri yfir Prentsmiðju Suðurlands austur á Eyrar- bakka og sá cinkum um út- komu Þjóðólfs fyrir Gest á Hæli. 1 þeim kafla misritaðist nafn læknisins, átti að vera Ásgeir Blöndal. Heidur nú á- fram þar sem frá var horfið. FLUTT 1 GUTENBERG — Vet'urinn 1917—1918 var ég á Eyrarbakka, en undir vor- ið kom Gestur til mín og seg- ir mér að nú ætli hann að flytja blaðið suður til Reykja- víkur og koma því fyrir í Gutenberg, og hafi hann sett það skilyrði að enginn setji blaðið nema ég, og þurfi ég því að flytja fólkið mitt suður með blaðinu, og hafi ég þar vísa vinnu. En heldur þú ekki að þú getir náð þér í húsnæði til bráðabirgða? sagði hann, ég verð á ferð skömmu eftir að þú verður kominn suður og þá tala ég betur við þig um þetta allt saman. „ILMURINN‘‘ SÁ VAR EKKI GÓÐUR Svo flyt ég fólkið suður til Reykjavíkur á skírdag. Þá var búið að útvega mér kjallara- íbúð, litla, og flyt ég , þar inn. 1 þeirri íbúð var ég fram í ' byrjun júní, en þá fór að hitna í veðri og samtímis varð ólíft í íbúðinni fyrir óþef. Gólfið var dúklagt og reif óg upp dúkinn, því þaðan virtist þefurinn koma. Þar gafst á að líta: undir var skólpleiðsla — brotin! Gólfið var því gegn- sósa af þvagi og saur. Kjallarahola þessi var þó leigð — án þess nokkuð væri við hana gert. Seinna fréttum við að fólkið sem var þar á undan okkur hefði flutt burt af þessum sökum, — en heil- brigðiseftirlitið skulum viðsem minnst tala um. Við fluttum samstundis í burtu — um viðgerð þýddi víst lítið að tala. Konuna og krakk- ana flutti ég í herbergi hjá tengdaföður mínum, sjálfur var ég hingað og þangað. „HAFÐU ÞAÐ NÓGU STÓRT OG NÓGU GOTT“ Ég var alveg eignalaus mað- ur. Húsnæði var ekki hlaupið að því að fá. Ég taldi mér bezt að reyna að fá land hjá bæn- um og byggja mér torfbæ, til að byrja með. Landið fékk ég. Um svipað leyti fékk ég boð um að finna Gest hjá Jónatan Þorsteinssyni. Erindi Gests var að vita hvað liði húsnæðismól- um mínum. Ég sagði honum eins og var, og að ég væri helzt að hugsa um það að byggja mér torfbæ. — Torfbæ! hrópaði Gestur. Ekki að tala urn! Þú byggir steinhús — og hafðu það nógu stórt og nógu gott. Taktu allt út í minn reikning. Þú skalt fá peninga til að borga ineð verkálaunin. Þetta var sannarlega drengi- legt og gott boð, en samt leizt mér ekki á það, taldi mig ekki hafa efni á því að eignast gott steinhús, og maldaði því í mó- inn. Gestur hvatti mig, en nið- urstaðan varð að ég hitti hann daginn eftir, áður en hann færi, ég skyldi hugsa málið þangað til. Þegar ég hitti hann daginn eftir sagði ég honum að ég treysti mér ekki til þess að byggja steinhús, en héldi mig við það að byggja mér torf- bæ til að byrja með. — Þú hefur tekið þessia stefnu nú, sagði Gestur, en þú átt eftir að skipta um sfcoð- un — og láttu mig vita. Mitt boð stendur svo lengi sem þú vilt. DÁINN — HORFINN Svo byggi ég bæinn, og gefck það furðanlega. Flyt í nýja torfbæinn á sunnudegi, en á mánudegi leggst ég í spönsku veikinni. Drengur kom til miin með Vísi á hverjum degi og færði mér allt sem ég þurftij drengur þessi veiktist aldrei. Föstudaginn í vikunni sem ég lá las ég lát Gests á Hæli í Vísi. Hann hafði komið heim til sín að sunnan, ríðandi að vanda, sleppt hestinum með hnakknum, hlaupið inn til að heilsa og farið síðan út að sinna hestinum. litlu síðar kom Endurminningar Haraldar Jónssonar prentara SUNNUDAGUR — 363

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.