Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 4
hann aftur og sagði: — Nú er Rau&ur minn dauður. Hann kafnaðd. Það verður stutt á milli okkar Rauðs. Sama dag eða hinn næsta lagð- ist Gestur — og var látinn á föstudag. FORSJÓNIN HVERJUM FÆRIR SITT Gestur hafði mikið dálæti á þessum rauða hesti sínum. Rauðs minnist hann £ þessari vísu: Forsjónin gaf mér fríða konu. Forsjónin gaf mér vakran hest. Forsjónin gaf mér fjóra sonu. Forsjónin Iét mig heita Gest. — Forsjónin hverjum færir sitt. Forsjónjn lét mig búa á Titt. Veturinn eftir að Gestur réði mig austur á Eyrarbakka var hann að koma Magnúsi Sig- urðssyni í bankastjórastöðu — að því sagt var. Gestur vann á vegum Titanic-félagsins og hafði þvf næga peninga. Einu sinni sem oftar kvað hann hafa verið staddur í Lands- bankanum og kom þá Bjarni Jónsson frá Vogi þar inn og segir: — Sæll, Gestur bóndi! — Sæll, bitlinga-Bjarni! Svaraði Gestur Varð svo ekki af frekari orðaskiptum milli þessara mætu manna, en Bjarni frá Vogi var höfuðand- stæðingur fossasölunnar og af- sali landsréttinda í hendur út- lendinga og var því heitur á móti Titanic-félaginu. £g vissi það ekki fyrr EN LÖNGU SEINNA Ég vissi það ekki fyrr en löngu seinna hvað Gestur hafði gert fyrir mig: hann bað Magnús Sigurðsson bankastjóra að neita mér aldrei um lán. hve illa sem ég væri staddur. Þegar Gestur var látinn var sagt að bændur, sem höfðu selt Gesti fosisa og voru byrjaðir á framkvæmdum fyrir pening- ana, hafi orðið óttaslegnir og búizt við að peningarnir yrðu heimtaðir af sér aftur en sagt var að Gestur hefði gengið þannig frá þeim málum að bændur hafi sloppið frá þeim án tilfinnanlegra vandræða. UNDIR RERUM HIMNI í ÖSKJUHLfÐ Áðan sagði ég víst eitthvað á þá leið að bæjarbyggingin hafi gengið ágætlega hjá mér, en líklega hefur það verið heldur mikið sagt. þvf satt að segja var það engin rósabraut. Mat fékk ég hjá tengdaföður mínum, Sveinbirni Björnssyni skáldi. en á næturnar lá ég hingað og þangað, t.d. tvær nætur undir berum him.ni suð- ur í öskjuhlíð. Tengdaforeldr- ar mfnir álitu mig snarvitlaus- an að vera að bessu. 364 — SUNNUDAGUR KONA OG ÞRJÚ BÖRN — FJÖRIR TVfEYRINGAR Mér datt í hug þegar <5g var að þessu að líta á aleiguna: Kona, þrjú böm — fjórir tvíeyringar í buddunni! Eitt fyrsta verk mitt var að fara niður í Timbur og kol hf. Þar hitti ég Þorstein, föður sr. Garðars, en hann var aðal- maður þar. Ég spurði h'ann hvort ég fái timbur út á fyrsta veðrétt í bænum og landinu og svo það sem ég fái lánað hjá bankanum út á bæinn — sem ég viti ekki enn hve verði mikið. — Þetta er sú ósvífnasta spurning sem lögð hefur verið fyrir mig, svaraði hann. Svo neitaði hann þessu umsvifa- laust. Þá fór ég heim í þungum þönkum, vanlíðandi af þessu öllu saman. GLÓBJART SLEGIÐ HÁR! Þegar ég er sofnaður dreym- ir mig að inn kemur kona með mikið glóbjart slegið hár, fög- ur, ung, f alhvítum hjúpi, stað- næmist á gólfinu, horfir á mig í rúminu, þegir fyrst svolitla stund og segir svo: — Þig vantar timbur i bæ- inn þinn. Ég játa því. — Farðu niður í Völund, þar fæi'ðu timbur í bæinn þinn, segir hún, líður svo út. Þegar ég vakna man ég drauminn. Frá því ég var krakki hafði mig alltaf dreymt, og oft bert. Ég hugsa um drauminn allan daginn. Niður- staðan verður að ég álykta að bezt sé að reyna þetta — þeir geri þá ekki annað en neita mér. Svo fer ég niður í Völund og hitti þar Jón Hafliðason, segi honum hvað ég hafi í hyggju að gera, segi honum alla málavöxtu og dreg engan aumingjaskap undan og spyr hann síðan hvort ég muni geta fengið timbur með þeim kjör- um, sem ég hef áður lýst, og hafði lagt fyrir afgreiðslu- manninn í Timbur og kol h.f. Jón Hafliðason svarar að því ver og miður sé eigandinn, Sveinn ekki í landinu, en hann geti ekki svarað þessu við- stöðulaust. — En komdu á morgun, þá skaltu fá ákveðið svar. TAKTU TIMBUR — LANG- HOLT RlS Daginn eftir fer ég aftur til hans, og um leið og ég kem segir hann: — Þetta er allt f Iagi, taktu timbur eins og þú þarft, en ef þú getur ekki flutt það strax þá merktu það, því það er allt að þrjóta. Ég tók timbur — það minnsta sem ég taldi mig kom- ast af með — og Langholt, bærinn minn reis af grunni. Þegar ég ætlaði að fara að byggja veggina reyndist mjög erfitt að fá nokikum mann; þá höfðu víst aJlir nóg að gera. Ég fékk kunningja minn, Þor- varð Guðmundsson, fullorðinn mann, og roskinn mann sem •var sjúklingur í Laugamesi, en sá maður var þaulvanur hleðslumaður, bæði úr torfi og grjóti. Hann var noröan af Sauðárkróki. LOGAR YFIR AUSTURFJÖLLUM Sveinbjörn tengdafaðir minn, smíðaði allan bæinn, hann var smiður, kariinn, þótt hann væri ekki lærður. Ég fékk timbrið í bæinn flutt að Þvottalaugunum, lengra var þá ekki hægt að koma ökutæki. Þaðan varð ég að bera það á sjálfum mér upp 1 Langholt. Þegar ég var að bera timbr- ið heirn eitt kvöldið meðan Sveinbjörn var að smíða grind- ina sá ég allt X einu þar sem ég var að rogast með timbur á öxlinni upp á holtið að feiknalegur eldur gaus upp austan við fjallgarðinn og þeyttist upp á himininn — Katla var þá byrjuð að gjósa. EITT KVÖLD ÞEGAR ÉG ER AÐ GANGA FRÁ VINNU Þegar ég var nýbúinn að þyggja torfbæinn minn var næst að finna menn nógu sterka til þess að bankinn tæki þá gilda með veðinu í bæn- um og landinu fyrir því pen- ingaláni sem ég þurfti til að greiða Völundi fyrir timbrið. En engan vissi ég svo sterkan og um leið mér innan handar að hann vildi gerast ábyrgðar- maður fyrir mig fyrir láninu, svo ég gæti greitt Völundi skuld mína. KvöJd eitt þegar ég er að ganga frá vinnu — ég vann þá í Gutenberg — heim til mín innað Langholti, svo kallaði ég bæinn minn, var ég samferða nágranna mfnum. Öla Kjerne- sted. Hann sagði mér þá frá því að Sveinn Hjartarson, bakari á Bræðraborgarstíg 1, hefði hjálpað manni undir sömu kringumstæðum og ég stóð í, og hann (Öli) jafnvel líka, því hann var þá nýbúinn að byggja Laugarásbæinn á sama hátt og stóð f svipuðum kröggum og ég. NEI, ÉG ÞEKKI HANN EKKERT Þegar öli nefnir Svein varð mér það á, án umhugsunar, að ég hrópaði: — Já, Sveinn hjálpar mér! Öli spurði mig þá hvort ég þekkti Svein. — Nei, ég þekki hann ekkert og konuna hans ekki heldur, en ég finn á mér að hann hjálpar mér. Svo fór ég heim til Sveins næsta kvöld eftir vinnutíma og sagði honum og konunni hans frá áhyggjum mínum af þvf hvers ég þyrfti nú: ábyrgð- armanna með veði í bænum mínum svo ég gæti fengiö það lán í banka sem ég þurfti. Og þeim hjónum kom þá strax saman um að hjálpa mér, og þau útveguðu mér annan á- byrgðarmann til viðbótar. Hinn ábyrgðarmaðurinn var Ámi Einarsson og Bjarni félagi hans. Með þeirra hjálp var hnúturinn leystur og lánið fengið í Landsbankanum. Oft og mörgum sinnum varð ég aðnjótandi hjálpar þessa fólks í fátækt minni og heilsu- leysi, og var hún alltaf veitt sem sjálfsagður hlutur og með fyllstu ánægju, enda hvatti Sveinn og kona hans Steinunn Sigurðardóttir, mig alltaf til að leita til sín ef ég þyrfti, og aldrei stóð á félögunum, Árna og Bjarna. Þau voru mér öll drengskaparmenn. Og ég veit að uppskera þeirra verður úr hendi almættisins þeim til blessunar hvar sem eilífðin hýsir þau í framtíðinni. ENGUM SKULDAÐI ÉG AÐ LOKUM Benedikt Sveinsson var orð- inn bankastjóri þegar betta var og veitti lánið, og lét það ganga beint til Völundar svo ég var kvittur við hann. Svo gekk þetta þolanlega — og engum skuldaði ég að lokum. Ég átti 8 aura þegar ég byrj- aði að byggja, en 7 þús. kr. þegar ég hafði selt bæinn árið 1930. Bæinn kallaöi ég Langholt, hann var í Þvottalaugamýr- inni. Svo byggði Helgi Magn- ússon (stofnandi Helga Magn- ússonar og Co.) Syðra Lang- holt, og reyndi mikið til að fá mig til að breyta nafninu á bænum mínum — svo hann gæti sjálfur kallað húsið sitt Langholt, en það var byggt nokkrum árum seinna, en ég fékkst ekki til þes,s, og honum tókst ekki að koma þessu fram fyrr en hiá öðrum eða þriðja eiganda eftir mig. SKRÁÐ OG SKRAFAÐ Þau sátu við alfaraveg í sum arhita. Hann: Kæra fröken, gefið þér mér einn koss. Hún: Eruð þér galinn, hvað haldið þér að sagt væri ef ein- hver kæmi og sæi það? Hann: Hér er enginn maður nálægt. Hún: Guð sér það. Hann: Þá skulum við spenna regnhlífina yfir okkur. Hann fékk ósk sina uppfyllta. Frúin: Ég ætla að kaupa eitt 5 aura frímerki. Búðarsveinninn: Ætlið þér að taka það með eða á að senda það heim.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.