Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 10
HLÁTUR Framhald aí bls. 366. meðlíðan með fjáröflunaraf- brotum. virðist einnig setja mark sitt á framkomu okkar og hugsun á ýmsum öðrum sviðum og mætti að sjá'fsögðu í því efni margt till nefna. Finnst mér þó eftirfarandi frá- sögn af atviki úr daglega líf- inu, sem einn velmetinn borg- ari sagði mér, lýsa því á tæm- andi hátt. og efast ég ekki um að margir muni þekkja eitthvað svipað. Kvöldstund eina var ég heima hjá kunningja mín-um, sagði hann, og að venju rædd- um við hinar ýmsu tegundir þjóðmála, stjómmálastefnur, hagfræðikennitigar, verðbólgu- þróun, o.fl. Síðan áfengismálin. Þetta var eitt af þeim heimil- um sem talin eru til fyrirmynd- ar. Þar er áfengi aldrei haft um hönd nema á góðum stund- um, og sjaldan öðruvísi en léttblandað, og aðeins eitt glas á kvöldi. Við sátum þarna í haegum sætum við lftið borð með glösin fyrir framan okkur og horfðum á vínið, síðan tók- um við glösin snerum þeim milli fingranna, bárum þau svo upp að vörum og vættum þær 1 ’ víninu. Þetta var mjög frið- sáel stund. Um kvöldið var að- eins einu sinni skálað, það var þegar húsmóðirin kom inn í stofuna eftir kvöldverkin. Yngri sonur hjónanna sex ára snáði, sat á kné mér, en sá eldri niu ára hjá föður sín- um á legubekk beint á móti. Og drengirnir sötruðu sitt kók. Síðan var rætt um dauðaslys- in, hér og þar og alstaðar. Jújú nokkrir tugir dauðra, nokkur hundruð örkumla, hundruð- miljóna verðmætatjón, tugir manna dagmdir fyrir morð, rán, misþyrmingar nauðganir, o.fl., allt sökum ofdrykkju. Húsbónd- inn vitnaði i hagskýrslur hér- lendar og erlendar, einnig ým- iskonar vísindarit. Já, þetta var sem sagt allt sannleikanum samkvæmt. Við dreyptum á víninu, hringsnerum glösunum milli fingranna, og horfðum á fagurlita löggina. Síðar fór ég svo að taka eft- ir því að litli drengurinn á kné mér leit alltaf upp til mín af hrifningu þegar ég bar glasið að vörum mér. Annað veifið stóð heimilis- faðirinn upp, stakk þumal- fingrum í buxnastrenginn rölti um gólfið og ræddi málið af áhuga. Hann minnti okkur á nefndina sem send var til Frakklands og Norðurlanda að kynna sér drykkjusiði menn- ingarþjóða, því ætla hefði mátt að íslendingar gætu þar af eitthvað lært. Svo brosti hann til okkar að afrakstri þeirrar 31. tbl. 5. árg. 12. des. 1965. Otgefandi: Þjóðviljinn. Ritstjóri: Jón Bjarnason. þekkingarteitar. Hann ræddi einnig um flugmennina, skip- stjórnarmennina, og bifreiða- stjórana. Jújú, þeir þurftu all- ir sín vottorð, um sjón, heyrn, og ýmiskonar aðrar veilur og sjúkdóma. En hvort þeir voru áfengissjúklingar, eða eitur- lyfjaneytendur, nei, seiseinei, um það þurfa menn ekkert vottorð. Hann nam staðar á gólfinu, brosti og horfði á okkur til áherzlu orðum sínum. Við kinkuðum kolli og brostum á móti, dreyptum síðan á glös- unum. En litli drengurinn á kné mér teygði sig upp til mín og hvíslaði stoltur: Þegar ég er orðinn stór ætla ég að drekka bren.nivín eins og hann pabbi minn. Og mundu svo ekki viðbrögð okkar flestra við svona frásögn verða fremur þau, að æpa af hlátri, en brynna músum? Árið 1944 þegar lýðveldi var stofnað hér á landi, létu ráða- menn þjóðarinnar þau boð út ganga til skálda og listamanna, að nú skyldu ortir sálmar og ljóð, og samin tónverk í til- efni atburðarins. Síðan bárust sálmarnir, ljóðin, og tónverkin að hvaðanæva, og listamennim- ir, skáld og tónsmiðir voru verðlaunaðir og heiðraðir á ýmsa vegu. Síðan söng þjóðin sinn ómþýðasta friðarsöng sem til hefur orðið á íslandi. — Nú skal söngur hjartahlýr, hljóma af þúsund munnum. — Eða. — Hver á sér meðal þjóða þjóð, sem þekkir hvorki sverð né blóð. Einnig að aldrei fram- ar íslandsbyggð, sé öðrum þjóðum háð. — Já, þessi árin var meira sungið á Islandi en í nokkurn annan tíma. Og að- al inntak þessa söngs var frið- arbæn þess sem hvorki þekkir sverð né blóð. Mönnum skildist að lífsgildið var ekki lengur garpskapur og styrjaldir, held- ur friður með öllum mönnum. Jafnvel Morgunblaðið virtist hætt að líta á það sem ávinn- ing. að eigendur þess og ráða- menn væru einir af görpum komnir, en öll alþýða manna af þrælum. Þannig var þessi söngur mjög markandi um samstilltan friðarvilja með ein- huga þjóð. Þó sljóleiki og athafnaleysi sé almennt ríkjandi gagnvart afbrotum ráðandi manna, kem- ur stöku sinnum fyrir að flest venjulegt fólk hrökkvi við þeg- ar siðgæðis- og réttlætiskennd þes.s er særð nógu djúpum sár- um. Kom það mjög Ijóst fram, þegar ráðamenn okkar tóku þá ákvörðun að fjötra þjóð sína við blóðidrifnasta herveldi heims, og gerðu hana þar með samseka um stríðsglæpi þess. Þá virtist sem* allt venjulegt fólk væri lostið töfrasprota. Mótmælum almennings rigndi yfir þing og stjórn. Síðar hóp- aðist svo fólkið saman til að fylgja þeim eftir. Og þekkja víst flestir íslendingar viðbrögð ráðamanna við þeim aðgerðum. Enda rnunu þau átök verða tal- in einn Ijótasti þáttur fslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu. Eftir þær aðgerðir hljóðnaði hinn ómþýði söngur. Nú er sem fólk kveinki sér við að syngja. Hver á sér meðal þjóða þjóð, sem þekkir hvorki sverð né blóð. Jafnvel hljómlistarráða- menn útvarp&ins virðast eitt- hvað feimnir við þennan söng, og er það að vonum, því að sjálfsögðu vita þeir að þjóð- inni hefur verið valinn annar Framhald af bls. 369. 1960. Þegar Diem gægðist út um glugga forsetahallar sinnar kl. 7 að morgni var torgið fyr- ir utan troðfullt af bændum, sem höfðu klætt sig í verstu druslur sem þeir gátu fundið og höfðu meðferðis til matar hið versta snarl. Þeir höfðu komið úr öllum áttum, með strætisvögnum og bátum og vegna þess hve góð skipulagn- ingin var komu þeir næstum samtímis á torgið, 70 þúsund talsins. Brátt lyftu þeir borð- um með kröfum um að hætt yrði að brenna þorp, drepa bændur og slátra kvikfénaði fyrir þeim. Skrifstofufólk á leið til vinnu. stúdentar og skólanemend- ur staðnæmdust til að tala við bændurnar og ofbauð hryðju- verkasögurnar sem þeir höfðu að segja. Veitingamenn færðu þeim te og mat og gífurlegur fjöldi fólks tók að þyrpast að þeim — þvert á móti fyrir- mælum lögreglunnar. Bænd- urnir kröfðust þess að Diem veitti sjálfur fulltrúum þeirra viðtal. Því var neitað. Hátt- settur lögregluforingi birtist og kvaðst taka á móti kvörtunum þeirra. Þeir neituðu og kröfð- ust þess a.m.k. að fá að tala við háttsettan embættismann stjórnarinnar. Hermenn voru kallaðir á vettvang til að reka bændurna burtu, en voru „ró- aðir“ með skýringum bænd- anna og íbúa Saigon, sem nú þyrptust að í sívaxandi hóp- um. Að lokum kom fram háttsett- ur embættism. og tók við skriflegri málaleitan bændanna og munnl. mótmælum að því tilskildu að þeir sneru síðan heim. En mannfjöldinn neitaði að hreyfa sig nema herinn væri kvaddur burt. Lögreglan vildi binda endi á þessi vin- samlegu kynni bænda og borg- arbúa og bauðst til að flytja bændurna heim í lögregluYl- um. en bændurnir neituðu boði lögreglunnar — kusu að ganga á eigin fótum. Og þeir lötruðu um göturnar og veg- ina og þáðu te hvar sem það var boðið og svöruðu ótal spurningum um lífið á lands- byggðinni. Þegar þeir komu loks heim biðu móttökunefndir þeirra með te og sætar kökur og íbúarnir þyrptust um þá til að frétta hvernig fólkið í höfuðborginni hefði tekið á móti þeim. söngur, þar sem sístækkandi hópar bama og unglinga hafa sér til dægradvalar sjónvarp hins blóðidrifna herveldis, sem að megin uppstöðu efnis er ekki annað en manndráp og vopnj styrjaldir og glæpir. Og hver yrðu svo viðbrögð okkar ef við heyrðum þennan friðarsögn frá lýðveldisstofnun- inni. Mundum við ekld einnig þá bresta í æpandi hlátur. að voru líka fjöldagöngur í Saigon og öðrum borgum, þar sem þátttakendurnir náðu engum árangri fyrsta daginn, öðrum en að láta lögregluna dreifa sér. Þar var ekki hægt að hverfa í frumskóginn, eins og skæruliðarnir gerðu, en það voru markaðsstaðir og kyrrlát- ar hliðargötur þar sem hægt var að hafast við um nóttina og vera mættur aftur á meg- intorgi borgarinnar að morgni. Slíkar fjöldagöngur gáfust aldrei upp án þess a.m.k. að siðferðilegur sigur hefði verið unninn. að var erfitt fyrir lögreguna að beita of miklum rudda- skap við göngumenn sem allir héldu því fram að vera lög- hlýðnir þegnar og erindi þeirra væri það eitt að láta ríkis- stjórnina vita hvað væri að- hafzt í hennar nafni úti á landsbyggðinni. Og þar sem stjórnarvöldin gátu ekki við- urkennt opinberlega að hryðju- verk væru framin með vitund þeirra höfðu bændurnir beitt vopn, sem þeir gátu beitt þeg- ar þeir komu heim aftur og fóru að ræða við yfirvöld hér- aðanna. En í seinni fjöldagöng- unum var sprautað á þá köldu vatni, eða hár lcvennanna var klippt, svo lögreglan úti á landi gæti framkvæmt hand- tökur, sem hefði verið óþægi- legt að framkvæma í viðurvist Saigonbúa og annarra borgar- búa. SKRÁÐ OG SKRAFAÐ Dómarinn: Er það satt að þú heitir P.P.P. Pétur? Sá ákærði: Já, það er sannar- lega satt. Presturinn sem skírði mig stamaði svona mikið. Dómarinn: Þú ert ákærður fyr- ir að hafa stolið samskota- bauknum sem hangdi við kirkjudyrnar þegar þú gekkst út. Þjófurinn: Kallar dómarinn þetta þjófnað? Ég hélt þetta væri sett þarna handa mér bláfátækum, því á hylkinu stóð, handa fátækum. Frúin: Þegar kaupmaðurinn rétti mér vöruna kallaði hann mig fröken. Maðurinn: Þessu get ég trúað. Manntetrið hefur álitið að eng- inn væri svo vitlaus að vilja eiga þig fyrir konu. M.M. Kröfugöngur í borgunum 370 — SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.