Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 12
ÍSLENDINGAR ÆTÍÐ HAFA ELSKAÐ KVÆÐI íslendingar ætíð hafa elskað kvæði, líka var þeim iétt að ríma, ljóðin sömdu alla tíma. Allar þeirra áhyggjur og einnig gleði sjáum við í sömdum brögum, svo má kynnast þjóðarhögum. Hver hefur ort þessa mansöngva? í hvaða rímum eru þeir? Óska ég um aldaraðir efld og þroskuð jafnan bragalistin iifi; ljóðin kveði fólk og skrifi. Viðburðirnir vefjast í væna þætti braga. Fornu ritin reynast bezt; rök að sliku hníga. Hér á borði sannorð sést saga Heiðarvíga. Vel ég yrkisefnið mér oft úr sagnaþáttum. Ævintýri flétta fer fornum bragarháttum. Sjái fólkið söngvablað sett með slíkri ræðu, veit ég lítið Iofa það lýðaraddir skæðu. Hvað sem annars hentugt lízt hróðrarveg að feta, hvatti mig til verka víst vilji meir en geta. Háttum breytir ýmsum öld, eldri siðir rýma, skal ég því um skuggakvöld skoða liðna tíma. Cndir súð þar sjáum við sveitabaðstofuna. Allir stunda störf í frið, stignir rokkar duna. Einn þar vefur voð í föt vaðmálsdúka smiður. Keppnin verður hjúum hvöt, hvildar enginn biður. Allir nokkurt eiga starf, sem iðjufærir heita. Einn er þó, sem ekki þarf, ullarverk að þreyta. Riniur þylur raddarsnjall raustu skýrri meður; líkt og þegar fossafall fimbulrómi kveður. Vefs og rokka gegnum gný greinist rimuð saga. Sorg og gleði sögunnar svífur gegnum huga; hýrnar geð ef hetjurnar hreystilega duga. Þegar mikið mæðir á manni vígasnjöllum, kreppist hnefi, hnyklast brá harðnar skap í öllum. Lifnar upp við aðgang þann ægur viljakraftur. Þegar sigrað hefur hann, hýrnar slcapið aftur. Eftir Iokin vígaverk vopnin slíðrar drengur og i blóðgum brynjuserk burtu þaðan gengur. Honum fagnast mætust mær meður allri blíðu. Ótal kossa kappinn fær kær í örmum fríðu. Heyrist ljóð um hreystidug, hækka tekur bráin, eflist þá í ungum hug ævintýraþráin. Gleðin vex í verkasal vakan óðum líður. Stöðvast rokks og rimu hjal. Rekkja þreyttra bíður. Svcrta galli margur má menning eldri tima, þó er kosti þar að sjá, þegar lýtin ríma. Flcttum saman fornt og nýtt. Fúann burtu skerum. Viljann dvína látum lítt. Lífið betra gerum. Vist mun Snæland eiga enn andans hetjur snjallar. Vaknið allir vaskir menn; vizkudisin kallar. Rökkrið blakka byrgir láð. Birtast fornar myndir. Heyrist sögn um hetjudáð. Hljóðni allar' kindir. Dagsins lokið önnum er. Andinn reikar víða. Gloggva hugar sjónin sér svipi fyrri tíða. Þá var drengjum dauðasök dirfskuþrot og ótti. Hentu varla veigruð tök. Vaskur mestur þótti. Tjást í einu orði má íslenzk þjóðarsaga: Eigi má að öftnum sjá atburð næstu daga. Vildu oft i vigaleit verða stopul griðin. Enginn sína ævi veit áður en hún er liðin. Allir geta sjálfir séð. sem að ritin skoða. oft var litlu einu með efnt til stærstu voða. Ásum treysti trúuð þjóð, táknmyndum úr viði skenkti fólkið fórnarblóð, forna rækti siði. Smátt þó lýsi ljóða skraf liðnum frægðar dögum, kvnnzt þeim getur öldin af fslendinga sögum.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.