Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 8
Þótt Burchett segi frá velheppnuðum mótmælumog áróðri kvenna meðai hermannanna munu ekki aðrar konur þurfa að ganga í gegnum sömu cldraunir og þær á þessum árum. um áður þegar annar forustu- maður Víetnam kom fram úr frumskógarþykkninu með framrétta hendi. Kápu var fleygt yfir grannar axlirnar og brúna baðmullina er bændur í Norður-Vietnam klæddust, hið fræga geitarskegg hans teygðist niður af grönnu and- litinu, maðurinn var Ho Chi Minh; staðurinn Tay Nguyen frumskógúrinn í Norður-Viet- nam; tíminn: upphaf orrust- unnar við Dien Bien Phu. Sex mánuðum eftir þann fund fór ég í fylgd með sigursælum Þióðfrelsishernum inn í Hanoi. Mér flaug í hug að ég mætti ekki spyrja Nguyen Huu Tho forseta þess hvort að ég myndi eftir sex mánuði fara inn í Saigon með sigursælum Þjóð- frelsisher. Spurningu minni um óshólma Mekongárinnar svaraði Nguyen Huu Tho með því að sýna mér hvernig Þjóðfrelsis- menn skiptu þeim í tvö svæði, Svæði 1 og Svæði 2, sem svar- ar hérumbil „til Fjórða her- stj órnarsvæðis" Saigonmanna, og er það gert bæði af hern- aðarlegum og stjórnarfarsleg- um ástæðum. Aðalkvísl Me- kongárinnar er mörkin. Svæði 1 vestan hennar, Svæði 2 aust- an hennar. Á Svæði 1, sagði Tho forseti mér, að væru 368 þorp og aðeins 36 þeirra end- urheimt, í byrjun marz 1964. í þessum þorpum væru 320 húsaþyrpingar (býli) og 2500 þeirra væru í höndum Þjóð- frelsismanna. í endurheimtum býlum byggju 2.000.000 af sam- tals 3.100.000 íbúum á Svæði 1. „Við innheimtum gjöld og fá- um hermenn frá endurheimtu býlunum“, sagði Nguyen Huu Tho. „Fjandmennirnir geta ekki ráðið okkar fólki og eiga stöðugt í meiri erfiðleikum með að innheimta gjöld og skrá menn til herþjónustu á þeim 700 býlum sem þeir að nafninu til ráða yfir. Svipaða sögu er að segja af Svæði 2, en af 494 þorpum þar vóru rúmlega 100 endurheimt, 91 undir yfirráðum Saigon- stjórnarinnar, en öll hin „að hálfu eða tveim þriðju“ end- urheimt. Af samtals 2.700.000 íbúum voru um 1.800.000 í endurheimtum býlum. 400.000 í kaupstaðamiðstöðvum, höf- uðstöðvum „hreppa" og hér- aða, og 500.000 sem eftir voru á „skæruliðasvæðum" sem lýð- veldismenn réðu „að minnsta kosti að næturlagi.“ Slíkt ástand er óhugsandi nema i „sérstöku stríði", sem verður að sýnast annað en nýlendustríð af gömlu gerð- inni, þar sem það verður að heyra undir „innlenda“ stjórn og her. (Þegar þetta er þýtt hafa Bandaríkjamenn fleygt því dulargervi og eftir fjölgun bandarískra hermanna í Viet- nam reka þeir stríðið opinskátt á eigin vegum, þótt enn sé lát- ið heita svo að vietnömsk stjórn sitji í Saigon. Þýð.) Sú staðreynd að í orustunni við 368 — SUNNUDAGUR Ap Bac gátu íbúar Ap Bac (um þá orustu verður síðar rætt) farið til héraðsstjórans og mótmælt því að „þeirra“ stjórn gerði árás á þorpið er dæmi um „hina hliðina“ á því „sérstaka stríði“ sem Banda- ríkjamenn fundu upp á í Viet- nam. í fyrra frelsisstríðinu*) var ógerlegt að fara til hér- aðstjórans og mótmæla — hann var franskur — og báðir aðilar litu á hinn sem fjand- mann. Á því lék enginn vafi. En íbúarnir í Ap Bac gátu mótmælt við héraðsstjórann: „Þú ert fulltrúi stjórnarvald- anna. Þú átt að vernda okkur. Hversvegna sendir þú flugvél- ar og stórskotalið til þess að eyðileggja þorpið okkar? Við krefjumst skaðabóta fyrir hvert hús og hvert tré sem hefur verið eyðilagt.“ Ég veit ekki hver málalok mótmæli í- búanna í Ap Bac hafa hlotið, en í mörgum tilfellum fengu íbúarnir skaðabætur fyrir tjón sem unnið var í „hreinsunar- aðgerðum". f slíkum mótmæla- göngum voru íbúar bæði „end- urheimtra“ og „undirokaðra" þorpa og yfirvöldin höfðu eng- in róð til að þekkja þá sund- ur. „Það yfirskin að stjórnin í Saigon sé „innlend" stjórn“, sagði Nguyen Huu Tho, „opnar okkur ótal leiðir til að sam- eina .pólitíska og hernaðarlega baráttu.“ að lá i augum uppi sam- kvæmt hernaðarkortunum, að hægt var að loka fjölda vega sem voru á valdi Saigon- manna; fjölda bæja og héraða- miðstöðva, einkum á hinum *) Stríðinu gegn Frökkum, er Iauk með ósigri Frakka við Dien Bien Phu 1954, frjósömu óshólmum Mekong- órinnar, gátu Þjóðfrelsismenn auðveldlega tekið á sitt vald, og það undraði mig fyrst hversvegna það var ekki gert. En svo varð mér ljóst að þess- ir vegir eru einnig flutninga- æðar fyrir íbúa þorpanna sem Þjóðfrelsismenn ráða, bæir og héraðamiðstöðvar eru einnig birgðastöðvar fyrir sveitirnar sem Þjóðfrelsismenn ráða. Að loka vegunum og taka héraða- miðstöðvarnar var sama og að lama birgðakerfið. Saigonmenn vita þetta, en hvað er hægt að gera? Yfirgefa vegina og mið- stöðvarnar? Það væri að sleppa alveg stórum landsvæðum og yrði mikill álitshnekkir. Og hvað snertir óshólma Mekong- árinnar væri það að yfirgefa hrísgrjónaforðabúrið sem Sai- gonborg fær hrísgrjón sín frá og mikill hluti landsins. Ætti að minnka vörusendingar þangað myndu bændurnir mót- mæla harðlega, allir sem góð- ir þegnar Saigonstjórnarinnar og kaupmenn og iðnrekendur myndu einnig mótmæla vegna glataðra markaða. Áður fyrr á dögum hreins nýlendustríðs þurfti ekki að taka tillit til slíks, en undir þeim kringum- stæðum sem þetta „sérstaka stríð“ er háð, verður að taka mikið tillit til þéssa. Vildu Saigonmenn yfirgefa þau svæði þar sem viet kong“ er í yfirgnæfandi meiri- hluta, í því augnamiði að loka fyrir birgðaflutninga þangað væri það sama og yfirgefa allt landið utan borganna. Þeir yrðu þá að safnast í fáeinar stórborgir og hætta því yfir- skini að Saigonstjórnin væri innlend á nokkurn hátt og Iýsa algeru stríði á hendur lands- byggðinni. Bandaríkjamönnum yrði enn erfiðara en áður að réttlæta með nokkrum hætti þátttöku sína í stríðinu. Svo þrátt fyrir það að nokkur hundruð stöðvar á Ca Mau- skaganum hafa verið yfirgefn- ar verður bandaríska her- stjórnin að þola „sambýlið" við Þjóðfrelsismenn, hún á ekki annars úrkosta. Óhjákvæmileg afleiðing af því að reyna að ná á sitt vald fleiri þorpum öðrumegin við á eða veg væru að þeir misstu enn fleiri þorp „sín rnegin". Til þess að glata ekki áliti verður Saigonstjórn- in að þykjast ráða yfir miklu fleiri þorpum en hún raun- verulega gerir, látalæti sem koma sér vel fyrir báða aðila, en þó enn betur fyrir Þjóð- frelsismenn. Kröfugöngur í borgunum Einn þátturinn í að samstHla stjórnmálabaráttu og hern- aðarlega baráttu", eins og Nguyen Huu Tho orðaði það, voru fjöldakröfugöngur til að hindra hernaðaraðgerðir fjand- mannanna eða stvðja Þjóð- frelsisfylkinguna. Ein sjálf- krafa kröfuganga hratt af stað mikilli skipulagningu. íbúarnir á Tranh Banh svæðiíiu í Tay Ninh héraði komust á snoðir um að herflokkur var á leið til þeirra í „hreinsunarher- ferð“. íbúarnir, allir með tölu, einnig gamalmenni og böm, tóku eins mikið af lausamun- um sínum og þeir gátu komizt með, ráku svín og buffla á undan sér og héldu til héraðs- miðstöðvarinnar — með 800 buffla. Þeir voru um alla hér-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.