Alþýðublaðið - 31.05.1969, Page 4
28 Alþýðublaðið 31. maí 1969
GLÖGGSKYGGNI
Fih. af forsíð'u.
— Hvað var þá dýpið?
— Aðeins nokkrir faðmar. Við
vorum alveg að fara upp í sandana.
nm verið að fara upp í skipakirkju-
garðinn þar fyrir austan. Skipstjór-
Rétt á eftir rofaði til og þá sáum
við Hjörleifshöfða, sao að við höf-
inn spurði mig svo hvað við ættum
að gera og ég sagði honum að við
skyldum bara dýp:ka á ökkur og
halda áfram,
Á ÆGI
— Hvað gerðirðu svo á naestu ár-
um?
— Ég fór árið 1929 á Ægi til
Einars M. Einarssonar, var háseti
fyrst, því ég hafði ekki farmanna-
próf. Þannig fékk ég siglingatíma
og fór svo í sjómannaskólann aftur
1930 eins pg ég hef áður drepið á.
Síðan var ég stýrimaður bæði á Ægi
og Þór gain'Ia, en var síðan á Her-
móði, ýmist skipstjóri eða stýrimað-
ur. A surnrin var Guðmundur Krist-
jánsson kennari við Sjómannaskól-
ann með hann, en ég aftur á vetr-
um.
— Kom sér ekki vel á þessuirt
stóru skipum að hafa þá.reynslu af
sjómennsku á litlu bátunum?
— Jú, það má segja, að skipstjór-
ar-nú á tímum eru orðnir fjarstýrð-
ir. Þeir reiða sig í flestum tilfellum
á vélar og ta?ki, en í þehn atriðum
sem tæki ckki duga þá kannski
skortir þá slíka reynslu sem við feng-
um af því að verða að bjarga sér
á smábátunum með brjóstvitið eitt.
— Já, þá erum við einu sinni enn
komnir að því hve gömlu skipstjór-
arnir voru glöggir .4 veður og sjólag.
— Skipstjóri ætti alltaf að vera
glöggur á veður og sjólag.
— Geturðu sagt mér einhverja
sögu af sjálfum þér um það, — er
glöggskyggni á veðurútlit varð til
hjálpar.
— Maður varð að læra að spá í
veðrið, reynslan og það að hafa ver-
ið með gömlu sægörpunum kenndi
manni það. Kannski ég segi þér frá
veðrinu, þeagr Konghavn rak upp á
Siglufirði, það skip hét seinna Snæ-
fell. ,
— Láttu það koma.
— Þetta var seint í september
.1932. Ég tók við Hermóði á Djúpa-
vogi og hélt norður fyrir og vestur
um. Það var suðvestan itt og allt
gekk vel við Austfjarðavitana og
allt til Akureyrar. Úr Eyjafirðinum
áttum við að fara inn á Húnaflóa.
Svo stóð á að það var körnið undir
morgun er við fórum frá Hrísey,
ég var uppi og hjá mér var ágæt-
ur og glöggur sjómaður sem Benóný
hét. Eg gat ekki að mér gert að
virða fyrir rnér sólarupprásina. —
Raunar þykir mér ‘ekkent fallegra
heldur en sólarlag og sólarupprás,
en þessi sólarupprás var alveg sér-
stök. Sólin var einkennilega rauð
meðan hún var að renna upp á him-
inhvolfið og f kringum hana var
einkennilega rauður bjarmi, en yf-
ir sólarupprásinni voru fjórir svart-
ir skýjabólstrar þeirrar tegundar, sem
kallaðir cru kiósigar. Svo þegar s<jl-
in sleppti sjávarfletinum var sem
hún ýtti dökka skýjaþykkninu á
undan sér. Ég var að hörfa á þetta
úr brúnni, þegar Benóný snýr sér
að mér og spyr hvort ég sjái nokk-
uð merkilegt.
— Ég 'sé það, að- við förum ekki
inn á Húnaflóa næstu daga, segi
éff.
— En hann er enn 4 suðvestan
yfir landinu, svarar hami.
— Já, kíttu 'hanni vera á suðvestan,
en hann verður það ekki lengi.
Ég var orðinn VÍ9S um að það
• væri vont vcður í aðsigi.
Svo dró yf)'r þoku svo ekki sást
nærri alkaf 'til lofts, en þegar rofaði
til um daginn var ég að gefa veður-
útlitinu gætur og sannfærðist ég
æ betur um, að ek'ki yrði langt í ó-
veður. Allt gekk v.el út Eyjafjörð-
inn og eins og við vitann 'á Siglu-
nesi, en okkur vantaði kol, bæði
handa-okkur sjálfum og eins á vit-
nna svo við fórum inn á Siglufjörð.
Þá var kontið undir myrkur. En ég
háfði tekið eftir því að al'Ian daginn
hafði hann verið að bera í bakkann
og útlitið 'til hafsins alltaf verið að
ljótka. En það var ekki slæmt útlit
inni á firðinum. Þar var skafheið-
ríkt og slfk himinsins b'líða sem
allra bezt gerist á síðsumri. Veður-
spáin var „breytileg átt og hæg-
viðri“, og loftvogin var eins og verst
gerist, og þegar búið var að láta
'kolin um borð fannst mér slrákarn-
ir verða svolítið hissa n að ég vildl
ekki hreyfa mig. Ég settist á garðinu
r
■n
ÞIÓÐARFYRIRTÆKI
ÁR ÍFARARBRODDI
Fátt er nauðsynlegra fyrir þá þjóð, sem byggir eyland
og vill vera sjálfstæð, en að eiga skip, til þess að flytja ý,
vörur að landinu og afurðir frá því.
1 Reynslan hefur sýnt, að þegaí íslendingar misstu skip sín,
5 misstu þeir einnig sjálfstæði sitt.
í Góðar samgöngur eru lífæð framleiðslu og frjálsrar verzlunar.
Eimskipafélagið er þjóðarfyrirtæki, hlutafé þess
er um 41.500.000.00 krónur og hluthafar nálega 11.200
Þeir sem æskja þess að kaupa hlutabréf félagsins,
góðfúslega snúi sér til aðalskrifstofunnar í Reykjavík
eða umboðsmanna félagsins úti á landi.
mí&
H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS