Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 16
Ifi fyrsta ári, og það ár líður snurðulaust. En þegar veturinn 1881 —82 hefst hrakfalla saga hans með matarmálinu fræga. Og þegar hér var komið sðgu er skólinn að tæmast. Einungis 7 nemendur eru þar, allir í efri bekk. Allar líkur bentu til, að næsta ár yrði skólinn tæmdur af nemendum. Sennilegt er, að þá hefðu dagar hins norðlenzka skóla verið taldir. En þetta ár verða tímamót. Næsta haust verða nýsveinarnir 9, og síðan vex tala nemenda jafnt og þétt, unz skólinn mátti eigi veita fleiri viðtöku sakir þrengsla. Saga Möðruvallaskóla hefur verið rakin rækilega í riti Sig- urðar Guðmundssonar, Norðlenzki skólinn, en óhjákvæmi- legt er samt, að rekja hér ýmsa atburði, þótt fljótt verði að fara yfir sögu. Fyrst verður að rekja, hvað valdið hefur liinni minnkandi aðsókn. Verður þar gripið til greinar Stefáns kennara, er hann reit í Þjóðólf í ársbyrjun 1888. Þar telur hann orsakirnar þess- ar: 1. Matarmálið, sem enn valdi tregðu manna að sækja skól- ann. 2. Að margir nemendur, sem einungis höfðu dvalizt hálft ár á Möðruvöllum, hafi farið þaðan próflausir, en verið montn- ari en áður og komið óorði á skólann með yfirlæti sínu og kunnáttuleysi. 3. Tíð kennara skipti, og að nýr kennari, sem að skólanum hafi komið (Halldór Briem), hafi að óreyndu verið níddur niður fyrir allar hellur. 4. Þótt ótrúlegt megi virðast hafi það verið lagt skólanum til lasts, að skólastjórinn sé konungkjörinn þingmaður. 5. Harðindi þau, er staðið höfðu síðan skólinn tók til starfa og fi. að vistin á Möðruvöllum hafi reynzt nemendum of dýr sakir þess, að þeir hafi keypt fæði af skólabryta, í stað þess að fæða sig sjálfir í matarfélagi. í þess- ari sömu grein bendir hann á, að mjög skorti á, að menn skilji gildi menntunar í sjálfu sér og kemst svo að orði: „Þætti það ekki fínt að vera stúdent og gæfi það ekki von um embætti, þá sæist bezt hve margir færu í Latínuskólann. En það væri fávíslegt, að kenna rektor eða kennurum skólans um það að aðsóknin minnkaði.“* Sigurður Guðmundsson tekur að mestu undir ummæli Stef- * Þjóðólfur, XL, bls. 17-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.