Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 81
81 En þótt hin vísindalega þekking á gróðri landsins væri í molum, þá var ekki betur ástatt um fróðleik almennings í þeim efnum. Öll helztu ritin um gróður landsins voru á er- lendurn málum og í fárra manna höndum, og höfðu því litlu orkað til þess að fræða almenning um gróður, og lærðu menn- irnir, sem ritin gátu lesið höfðu flestir önnur áhugamál, enda naumast annars að vænta eins og í pottinn var búið með skóla- fræðsluna í þessum efnum. Tveggja merkilegra íslenzkra rita verður þó að geta í þessu sambandi. Hið eldra þeirra voru Grasnytjar síra Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal, prentaðar 1783. Þar er plöntum að vísu ekki lýst nema að nytjum þeim, sem af þeim megi hafa. En íslenzk nöfn eru þar tilfærð, svo og hin erlendu fræðiheiti og nöfn plantnanna á norrænum málum og þýzku. Er bók sú með fullu vísindasniði, það sem hún nær. En af því að hún snerist um nytjar, sem hafa mætti af gróðri, einkum til lækninga, er víst að hún hefur knúið marga til þess, að reyna að þekkja helztu tegundirnar. Hin bókin er Islenzk grasafræði eftir Odd Hjaltalín lækni, sem Bókmenntafélagið gaf út 1830. Það er að vísu aðeins hálfur sannleikur að kalla hana íslenzka. Því að bókin er að mestu þýdd eftir danskri bók, Oekonomisk Plan- telære eftir Hornemann prófessor. Vísindalegt gildi liennar um íslenzka grasafræði er sáralítið. Mörgum plöntum er þar lýst, sem alls ekki vaxa á íslandi, en mörgum jafnvel algeng- um tegundum aftur sleppt. Lítið tillit er tekið til íslenzkra staðhátta, og það sem sagt er um útbreiðslu mjög lítið að gagni. En hún hefur annað til síns ágætis. Lýsingar hennar nægja til þess, að unnt er að þekkja af þeim flestar þær teg- undir, sem hún getur um, og er fullvíst, að hún hefur á sín- um tíma haft geysimikið gildi fyrir almenning. Þá var og þess að geta, að í Grasafræði Odds er getið um „Nytsemi og verk- un“ plantnanna, og hefur það vafalaust fallið í góðan jarð- veg hjá almenningi. Ekki sízt, þar sem Grasnytjar síra Björns, hafa þá tekið að gerast sjaldgæfar manna á meðal. Grasafræði Odds veitti miinnum þannig fræðslu, sem hvergi var annars staðar að fá, og hefur hún vafalítið, að minnsta kosti um skeið, skapað áhuga margra á grasaþekkingu. Minnist ég þess, 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.