Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1929, Blaðsíða 8

Veðráttan - 02.12.1929, Blaðsíða 8
I ArsyfLrlit Veðráttan 1929 dagar á milli alhvítt síðast óg alantt fyrst. En þar sem vetrarsnjór er jafnaðarlega svo mikill, að lmnn tekur eigi upp fyr en eftir vor- hretin, verður af þeim orsökum miklu lengra á milli alhvítt síðast og alautt fyrst. Alstaðar þar sem hér er talað um „alautt“ er meint alautt að staðaldri. Síðasti snjór úr lofti að vorinu er venjulega svo lítill, að varla eða elcki festir, þessvegna telja flestar stöðvar, að það snjói síðar en alautt er orðið að staðaldri, munurinn er að meðaltali 11 dagar. Á Norðaustur- og Austurlandi, frá Húsavík til Hóla er þó munurinn helmingi meiri, eða 22 dagar, en hinsvegar er munurinn nálega enginn á Suðurlandi og kringum Faxaflóa, Síðasta frost er að meðaltali a.llra stöðva, 4 dögum síðar en síðasti snjór úr lofti, en stöðvunum ber ekki vel saman. Fyrir þá, sem jarðrækt stunda, er það áriðandi, að vita, livenær t'rosthætta er úti að sumrinu. Athuganir þessara ára benda í þá átt, að menn byrji jafnaðarlega að setja niður kartöflur iieldur fyr en á meðaltíma síðasta frosts. Eftir athugun 12 stöðva er munurinn 4 dagar. Frostlausi tíminn að sumrinu heflr reynzt skemmstur inni í landinu, á Grímsstöðum 54 dagar. en 69 á Grænavatni, en annar- staðar á Norður- og Norðausturlandi um 100 dagar, Lengstur hetir frostlausi tíminn orðið í Yestmannaeyjum 174 dagar, og þar næst í Vík í Mýrdal 164. í Reykjavik og á nokkrum stöðvum sunnanlands heflr frostlausi tíminn verið um 140 dagar. Á Suðvesturlandi heflr að jafnaði snjóað fyrst 30 dögum el'tir fyrsta l'rost, en annarstaðar á landinu hefir það verið sitt á hvað, sumstaðar snjóað fyr, en sumstaðai' komið frost áður en snjóaði. Alhvítt ld. 8 að morgni vei’ður að meðaltali 23 dögum siðar en fyrsti snjór lcemur úr lofti er sýnir, að fyrsta snjókoma er bæði lítilfjörleg og kemur löngu fyr, en verulega snjóai'. Viðaukar. Október. Vindar. Þ. 21. var vestan hvassviðri á Suðurlandi, 3 stöðvar telja, storm Desember, Raufarhöfn, Alautt 9, Alhvítt 15. Hvítt °/0 58. Snjódýpt Meðaltal 7.3 cm. Mest 50 cm þ. 15. Þ. 28/s skall á landsynningur á Vatnslevsuströnd, er allir bátar voru á sjó. Einum báti hvolfdi og máður drukknaði, en tveir kom- ust á kjöl og björguðust. Þ. 21/l0 flæddi 57 kindur frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahr. í sjóinn af skeri við Kaldárós. Veður hafði verið gott, en nálægt fjöru gerði foráttuveður af landsuðri og varð mikið flóð, Þ. 26/u drukknaði maður á leið frá Sandi til Stykkishólms, og báturinn eyðilagðist; 2 aðrir menn er í bátnum voru, björguðust á land. Janúar: Febrúar: Marz: Maí: Júní: Júlí: Ágúst: Leiðréttingar. Grindavík, Stormur 26 á að vera —. Jarðvegshiti Rafm. (4.3°) í 0.5 m dýpt, á að vera í 1.0 m dýpt. Seyðisfjöi'ður, Tíðleiki vinda SW „ á að vera 5 °/n. Fagurhólsmýri, Tíðleiki vinda NW „ á að vera 5 °/0. Grindavík, Hagi °/0 100 á að vera —. Raufarhöfn, Vík i'rá meðaliagi 1.3 á að vera 1,5. Raufarhöfn, Vík frá meðall. — á að vera 1.6. Höfn, Stormur „ á að vei'a 2. Höfn, Stormur „ á að vera 1. Suðureyri, Sjávarhiti — á að vera 10.4. Seyðisfjörður, Hvítt °/0 — á að vera „. Vestmannaeyjár, Lágmark hitans. Lægst — 0.7 á að vera 0.7.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.