Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1958, Page 16

Veðráttan - 02.12.1958, Page 16
Ársyfirlit VEÐRÁTTA N 1958 Jarðskjálftar. Jarðskjálftamælingar í Reykjavík, Akureyri og Vik voru að mestu með sama sniði og árið áður. Jarðskjálftamælir sá, sem kom til landsins i desember 1957, var starfræktur til reynslu í Reykjavík um nokkurra mánaða skeið á fyrri helmingi ársins. Einnig var hann hafður á Selfossi um nokkurt skeið, en að Kirkjubæjarklaustri var hann fluttur i byrjun júlímánaðar. Var þar steyptur stöpull undir hann niður við Skaftá, og var hann settur á þennan stöpul 29. ágúst. Þessi nýi mælir er rafsegulmælir af Willmore gerð og ritar hann með ljósgeisla á ljós- næman pappir, eiginsveiflutími mælisins er 1 sek., en sveiflutími galvanómeters % sek. Mælirinn er mjög næmur fyrir stuttum jarðskjálftabylgjum, sem hann stækkar allt að 30000 sinnum. Reynslan, sem af honum fékkst í Reykjavík, benti til þess, að hann mundi sýna allt að sex sinnum fleiri jarðskjálfta en þeir mælar, sem þar eru starfræktir að staðaldri. Nokkrir erfiðleikar reyndust á að fá tímamerki frá klukku inn á blöð þessa nýja jarð- skjálftamælis. Tímamerkjaútbúnaður sá, sem var fyrir hendi i mælinum, reyndist alls ófull- nægjandi, en vandamálið var leyst með því að ieiða veikan rafstraum beint inn á galvanó- meter mælisins. Staðsetning jarðskjálftamælisins á Kirkjubæjarklaustri er: 63° 47' 09" norðurbreidd, 18° 03' 30" vesturlengd, hæð 26 metra yfir sjó. Undirstaða stöpulsins, sem mælirinn stend- ur á, er blágrýtisklöpp. 1 jarðskjálftaskýrslum (Seismological Bulletin) fyrir árið 1958, er alls getið 333 jarð- skjálfta, sem mældust hér á landi. 205 þessara jarðskjálfta eru taldir nálægir, þ. e. upptök þeirra eru innan 500 km fjarlægðar frá Reykjavík, en 128 eru fjarlægir. Af þessari tölu mældust í Reykjavík 182 nálægir og 89 fjarlægir jarðskjálftar, á Akureyri 63 nálægir og 19 fjarlægir, í Vík 60 nálægir og 6 fjarlægir og á Kirkjubæjarklaustri 130 nálægir og 59 fjarlægir. Jarðskjálftaskýrslurnar geta ekki um allra minnstu jarðhræringar (stærð < 2.3), en á Kirkjubæjarklaustri mældust fleiri hundruð slíkra smáhræringa, sem flestar virtust eiga upptök í Mýrdalsjökli. í Reykjavík mældust einnig allmargar slíkar smáhræringar. Ekki er heldur getið fjarlægra jarðskjálfta, ef tímamerkjaútbúnaður mælsins var ekki virkur, en það kom nokkrum sinnum fyrir, einkum i Vík. Mesti jarðskjálfti hérlendis á árinu mun hafa verið Húsavíkurjarðskjálftinn 27. sept- ember, en svipaðir jarðskjálftar komu einnig 6. desember norðan Eyjafjarðar milli Gríms- eyjar og lands, og litlu minni jarðskjálfti 13. desember í Mýrdalsjökli. Mestu jarðskjálftar erlendis komu 10. júlí á suðurströnd Alaska og 6. nóvember á Kúril- eyjum. Hvorugur þeirra olli miklu tjóni. Þeir jarðskjálftar, sem mestu tjóni ollu, komu 15. janúar í Perú, 28 manns fórust, 19. janúar í Ekvador, en þar fórust á annað hundrað manns, og 16. ágúst í íran, þar fórust 137 manns. 1 eftirfarandi töflu er getið allra jarðskjálfta, sem mældust hér á landi, þegar undan eru skildar minnstu hræringarnar (stærð S! 2.5) í nágrenni Reykjavíkur og Kirkjubæjar- klausturs. Tafla um jarðskjálfta, sem mældust á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar árið 1958. Recorded earthquakes. Upphafstíml Dagur Origin tlme Upptök Datc (Icelandic Epicentre mean time) FJarlœgð frá Reykjavík Distance from Reykjavik Stærð Magni- tude Athugasemdir Remarks 27. janúar .... 13 25 05 (64.0 N 21.5 W) 27. janúar .... 14 07 00 64.0 N 21.5 W 5. febrúar . . . 12 52 00 (64.0 N 21.5 W) 5. íebrúar . . . 12 53 21 (64.0 N 21.5 W) 6. íebrúar . . . 14 56 53 (64 N 19 W) 7. febrúar . . . 20 44 25 (63.9 N 22.0 W) 8. febrúar . . . 06 53 22 (64.0 N 21.5 W) (R*) Reykjanesfjallgaröur. (R,A,V) Reykjanesfjallg. (R) Reykjanesfjallgarður. (R) Reykjanesfjallgarður. (R) (Mýrdalsjökull). 30 — 3.2 (R) Reykjanesfjallgarður. 20 — 3.8 (R,A) Reykjanesfjallg. a. Jarðskjálftar með upptök á íslandi. 35 km 2.8 35 — 3.9 25 — 2.9 30 — 3.6 150 — 2.9 *) (R) merkir, að jarðskjálftinn hefur mælzt í Reykjavík, sömuleiðis táknar (A) Akureyri, (V) Vik og (K) Kirkjubæjarklaustur. (112)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.