Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 195»
ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFinVNI
Tíðarfarsyfirlit
TíÖarfariO var í heild sæmilega hagstætt, þó að sumir mánuðir væru óhagstæðir.
Loftvœgi var 1.3 mb undir meðallagi, frá 0.5 mb á Hólum í Hornafirði og Djúpavogi
að 2.0 mb í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog 1038.0 mb 8. jan. kl. 20 á Galtarvita og dag-
inn eftir kl. 14—15 á Akureyri, en lægst 941.1 mb í Vestmannaeyjum 2. des. kl. 19—22.
Meöalhiti ársins var 1.1° yfir meðallagi. Á Norður- og Austurlandi var yfirleitt 1°—
1%° hlýrra en I meðalári, en á Vestur- og Suðurlandi viðast —1° hlýrra en venja er
til. 1 innsveitum var árssveifla hitans yfirleitt 15°—17°, mest varð hún 20° í Reykjahlíð
við Mývatn. Við vestur- og suðvesturströndina var árssveiflan 13%°—16°, en annars stað-
ar með ströndum fram 11°—13° nema á Dalatanga, þar var hún aðeins 9%°.
Sjávarliiti við strendur landsins var um meðallag.
Úrkoma var 23% umfram meðallag. Mest var ársúrkoman í Vík í Mýrdal, 2855 mm,
og er það % meira en í meðalári á þeim stað, en minnst mældist hún á Mýri i Bárðar-
dal og Skoruvík, 370 mm. Minnst var úrkoman, miðað við það sem venja er til, á Dala-
tanga, en þar var hún 12% minni en í meðalári. Mest mun úrkoman hafa verið að tiltölu
á Suðausturlandi um 40% umfram meðallag. Mesta sólarhringsúrkoma mældist á Seyðis-
firði 21. nóvember, 132.2 mm, og í Stóra-Botni mældust 91.2 mm 1. september. Alls náði
sólarhringsúrkoma 50 mm eða var meiri en það i 42 skipti á ýmsum stöðvum. Úrkomu-
dagar voru yfirleitt fleiri en venja er til, einkum um sunnanvert landið.
Stormar voru yfirleitt færri en í meðalári nema við suðurströndina.
Sólskin mældist 1073 klst. í Reykjavík, og er það 162 klst. skemur en í meðalári.
Á Reykhólum mældust 1008 klst. og á Akureyri 912, sem er 54 klst. minna en í meðalári.
Á Höskuldarnesi mældust 1000 klst., á Hallormsstað 1080 og á Hólum í Hornafirði 1066.
Veturinn (des. 1958—marz 1959) var yfirleitt hagstæður nema febrúarmánuður. Hiti
var 1.2° yfir meðallagi. Við suðvesturströndina var víðast tæplega 1° hlýrra en venja er
til, en i öðrum héruðum var hiti yfirleitt 1°—1%° yfir meðallagi. Hiti var 5°—8° undir
meðallagi í 16 daga og frá meðallagi að 4° undir því í 34 daga. 1 41 dag var 1°—4°
hlýrra en í meðalári, og í 30 daga var 5°—8° hlýrra en venja er til. Církoma var 16%
umfram meðallag. Hún var minni en í meðalári á Austfjörðum, en meiri en venja er til
annars staðar. Snjóhula var lengst af meiri en í meðalári og hagar fremur lélegir.
Vorið (apríl—maí) var óhagstætt framan af, en hagstætt er á leið. Hiti var 0.8° yfir
meðallagi. Á Norðurlandi og Austf jörðum var víðast rösklega 1° hlýrra en í meðalári, en
annars staðar var hiti yfirleitt frá meðallagi að 1° yfir því. Kaldast var að tiltölu á Suð-
vesturlandi. Hiti var í meðallagi í 13 daga, 32 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári og 16
daga 1°—6° kaldara en venja er til. tJrkoma var 8% innan við meðallag. Hún var all-
breytileg eða frá 50% innan við meðallag að 50% yfir því.
Sumarið (júní—sept.) má telja fremur óhagstætt um sunnan- og vestanvert landið, en
yfirleitt hagstætt um norðaustanvert landið. Hiti var 0.4° yfir meðallagi. Á flestum
stöðvum á vestanverðu landinu var hiti um meðallag, en á austanverðu landinu var sums
staðar rösklega 1° hlýrra en venja er til. Hiti var í meðallagi í 34 daga, 46 daga var
1°—4° hlýrra en venja er til, og í 42 daga var 1°—5° kaldara en í meðalári. Úrkoma var
rösklega % umfram meðallag, hún var meiri en í meðalári nema á Austf jörðum. 1 Reykja-
vík skein sól 145 klst. skemur en venja er til, og á Akureyri var einnig sólarminna en i
meðalárferði, þar vantaði 45 klst. upp á meðallag. Iieyfengnr varð mikill, en nýting mis-
jöfn. Uppskera úr görðum var yfirleitt heldur rýr.
Haustið (okt.—nóv.) var fremur hagstætt á öllu landinu, og um norðaustanvert landið
var lengst af einmuna tíð. Hiti var 2.2° yfir meðallagi. Við suðvesturströndina var tæp-
lega 2° hlýrra en í meðalári, en víðast annars staðar var 2°—2%° hlýrra en venja er til,
og á Norðausturlandi komst hitinn jafnvel 3° yfir meðallag. 113 daga var 1°—6° kaldara
en í meðalári, og í 4 daga var hiti í meðallagi. 1 30 daga var 1°—4° hlýrra en venja er til,
og 14 daga var hitinn 5°—8° yfir meðallagi. Úrkoma var % meiri en í meðalári. Hún var
yfirleitt meiri en venja er nema á Austfjörðum og Vestfjörðum. Snjór var lítill og hagar
góðir framan af, en er á leið snjóaði og hagar spilltust.
(97)