Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 23

Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 23
1959 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Dvaldist G. A. Clift hér frá 24. apríl til 29. maí og sá um uppsetningu smíðaáhalda, jafn- framt því, sem hann gerði tillögur um fyrirkomulag rannsóknastofu og undirbjó kaup á ýmsum tækjum til prófunar veðurathugunaráhalda. Voru pöntuð prófunartæki og tré- smíðavél að verðmæti um 2300 dollarar. N. Rosenan aðstoðarforstjóri veðurstofunnar í Israel dvaldist hér á landi veðurfars- deildinni til ráðuneytis frá 20. október til 14. desember. Samkvæmt tillögu E. Hovmöllers, sem hér staríaði árið 1957, hafði honum sérstaklega verið falið að rannsaka, hvort unnt mundi vera að gera hita- og úrkomukort af íslandi. Rosenan áleit, að kleift mundi vera að gera þessi kort fyrir tímabilið 1931—1960, og gerði sjálfur bráðabirgðakort af meðalársúrkomu áranna 1931—1955 og hitakort fyrir janúar og júlí, sem byggðist á meðaltölum áranna 1946—1955. Hann iýsti sig samþykkan tillögum dr. Angströms og Hovmöllers um aukningu á veðurathugunum, fjölgun starfsmanna og styrki til námsferða (smbr. ársyfirlit 1956 og 1957), og gerði einnig nokkrar viðbótartillögur um auknar veðurathuganir, fyrst og fremst í þvi skyni, að hægt verði að gera sem gleggsta grein fyrir hita og úrkomu á landinu öllu. Hann tók fram, að safna bæri öllum gagnlegum veðurathugunum, sem gerðar væru af öðrum aðilum en Veðurstofunni. Einkum taldi hann nauðsynlegt að auka söínun gagna um veður á hafinu umhverfis landið. Einnig benti hann á, að á næstunni mundi veðurfarsdeild þurfa að sinna öðrum verkefnum en útgáfu Veðráttunnar í ríkari mæli en áður. Þá taldi hann gagnlegt, ef aðstaða gæti skapazt til að framkvæma þá prentun sem nauðsynleg er á stofnuninni sjálfri og áleit eins og Hovmöller að nota bæri skýrsluvélar í enn rikari mæli en gert hefur verið. Rosenan áleit mjög æskilegt, að veðurfræðingar í veðurfarsdeild gætu að jafnaöi átt kost á einhverjum samskiptum við erlenda sérfræðinga, sem vinna að svipuðum verkefn- um og veðurfarsdeild þarf að gera. Að lokum taldi hann geta komið til greina, að Island sækti um tækniaðstoð til rann- sókna á landbúnaðarveðurfræði. Alþjóðasamstarf. Dagana 18.—25. marz var haldin ráðstefna norrænna veðurstofustjóra í Kaupmanna- höfn. Voru þar rædd ýmis mál, sem varða samstarf Norðurlanda á sviði veðurfræði. Gerðar voru 14 samþykktir, og má þar á meðal nefna áskorun til Islands um að senda skýrslur um háloftaathuganir gerðar á íslandi til annarra Norðurlanda. Þetta hefur ekki verið gert undanfarið vegna þess, að slíkar skýrslur eru ekki gefnar út af Veðurstofunni sökum fjárskorts. Mikilvægt viðfangsefni norræna veðurstofustjórafundarins var að ræða dagskrá þriðju allsherjarráðstefnu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Ráðstefna þessi hófst í Genf 1. apríl, og henni lauk 28. apríl. Þar voru skráðir rúm- lega 200 þátttakendur frá 88 meðlimalöndum, auk þess voru áheyrnarfulltrúar frá Sam- einuðu Þjóðunum og nokkrum öðrum alþjóðastofnunum, ennfremur frá löndum, sem höfðu ekki gerzt meðlimir Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Ráðstefnan gerði 46 samþykktir, m. a. um endurskoðun stofnskrár og reglugerða stofnunarinnar, tækniaðstoð og samband við aðrar alþjóðastofnanir. Ný tækninefnd inn- an samtakanna var stofnuð til þess að fjalla um vatnafræði (hydrologi). Rætt var um starf stofnunarinnar og meðlimalanda hennar I þágu hins alþjóðlega jarðeðlisfræðiárs 1957—1958 og var álitið, að þar hefði verið unnið mikið og gott verk á sviði veðurfræðinnar, en einnig voru þær skoðanir mjög ríkjandi, að nauðsynlegt væri að halda starfinu áfram. Sérstaklega var talið mikilvægt, að stofnunin héldi áfram að safna skýrslum um háloftaathuganir, ozonmælingar og mælingar á sólgeislunarorku a. m. k. eitt ár í viðbót. Bent var á, hve mikið vantaði á það, að kerfi veðurathuganastöðva um heim allan gæti talizt fullnægjandi, sérstaklega í hitabeltislöndunum og á suðurhveli jarðar. Var framkvæmdaráði stofnunarinnar falið að undirbúa áætlun um fjölgun veðurathugana- stöðva. Einnig var skorað á svæðasamtök og meðlimalönd Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar að vinna að þessu nauðsynjamáli. Var talið nauðsynlegt að leita fjárframlags hjá Sameinuðu Þjóðunum og sérstofnunum, sem áhuga hafa á bættri veðurþjónustu, þar sem kostnaður við endurbætur á veðurstöðvakerfinu hlýtur að verða mjög mikill. (119)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.