Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 20
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1959
ÁRSSKÝRSLA
Breytingar á starfsliði.
Reykjavílmrflugvöllur. Jón Ásbjömsson aðstoðarmaður hætti í lok marzmánaðar.
Katrín Karlsdóttir gegndi starfi hans til loka september, en þá tók við Kristmundur
Jakobsson, sem áður hafði unnið í loftskeytadeild Veðurstofunnar. Bjöm L. Jónsson
veðurfræðingur fékk ársleyfi frá störfum i september.
KeflavíkurflugvöTlur. Elías Ágústsson aðstoðarmaður hætti í júní. Við störfum hans
tók fyrst Páll Jónsson, sem byrjaði í apríl, en hætti aftur í desember, og tók þá Jón A.
Pálsson við starfinu. Sigurður Jónasson aðstoðarmaður sagði starfi sinu lausu í nóv-
ember, og í stað hans kom Sæþór Skarphéðinsson, sem byrjaði í desember. Gísli Tómas-
son háloftaathugunarmaður lét af því starfi í október. Þórður Guðmundsson var ráðinn
varðstjóri háloftaathugunarmanna í júni. Eyjólfur Þorbjörnsson veðurfræðinemi vann
aðstoðarstörf í sumarfríum.
VeÖurfarsdeílcL og áhaldadeild. Þórir Sigurðsson lauk embættisprófi í veðurfræði við
háskólann í Osló í desember 1958 og vann árið 1959 að hálfu í áhaldadeild og að hálfu í
veðurfarsdeild. Þorsteinn Ársælsson áhaldasmiður var ráðinn til reynslu í áhaldadeild í
september, þegar heimilað hafði verið að ráða mann til þeirra starfa.
JaröeÖUsfræöideild. Dagur Tryggvason vann aðstoðarstörf í deildinni frá miðjum
maí til septemberloka.
Skrifstofan. Helga Karlsdóttir bókari hætti í nóvember. Gisli Tómasson, sem áður
hafði unnið að háloftaathugunum, tók við bókarastarfinu.
Veðurstöðvar.
Athugunarmenn. Valgerður Pálsdóttir húsfreyja í Haukatungu lézt í febrúar, en
hún hafði gegnt mikilvægu flugveðurathugunarstarfi frá því að maður hennar Sigur-
bergur Dagfinnsson lézt árið 1954. Dóttir þeirra, Jóhanna, heldur áfram athugunum í
Haukatungu.
Haraldur Guðmundsson bóndi á Þorvaldsstöðum lézt 1. júní. Hann hafði gert veður-
athuganir frá árinu 1951. Allar athuganir hans voru mjög vel gerðar, og tiðarfarsyfirlit
hans sérlega vel samin. Þórarinn sonur hans heldur athugunarstarfinu áfram á Þor-
valdsstöðum.
Sigurður Kristjánsson bóndi á Grímsstöðum andaðist 4. júní og hafði þá gegnt at-
hugunarstarfi í 52 ár, eða lengur en nokkur annar maður hér á landi, eins og getið var
um í ársyfirliti Veðráttunnar 1957. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, tengdadóttir
Sigurðar, tók við athugunarstarfinu á Grímsstöðum.
Séra Jakob Einarsson prófastur á Hofi lét af embætti sinu í september. Hann hafði
gert ágætar athuganir á Hofi frá 1946 og tók aldrei þóknun fyrir starf sitt. Hrafnkell
Valdimarsson heldur áfram athugunarstarfinu þar.
Séra Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður fluttist frá Þingvöllum í júni, og í september
tók Páll Valdason verkstjóri við athugunum þar til bráðabirgða.
Jón Bjarnason tók aftur við athugunarstarfi í Vík í Mýrdal í júlí.
Jón Benediktsson yfirlögregluþjónn á Akureyri lét af því starfi fyrir aldurs sakir í
júní og hætti þá jafnframt veðurathugunarstarfi, en hann hafði séð um athuganir á Akur-
eyri frá 1943 af mikilli kostgæfni. Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn tók við af Jóni.
Garðar Stefánsson tók aftur við flugumferðarstjórn og veðurathugunum á Egils-
stöðum í desember.
Jónas G. Jónsson kennari á Húsavík hefur athugað þar að vetri til frá haustinu
1958 vegna fjarveru Jóhanns Björnssonar veðurathugunarmanns.
Á þessu ári hafa þau hjónin Andrés Eyjólfsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir I Síðu-
múla gert þar athuganir í 25 ár. Ennfremur á Helgi Arason bóndi á Fagurhólsmýri 25
(116)