Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 21

Veðráttan - 02.12.1959, Blaðsíða 21
1959 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit ára starfsafmæli á árinu. 1 fyrra voru liðin 25 ár frá því að Bjarni Erlendsson hóf veðurathuganir á Víðistöðum, og árið 1957 höfðu þau Oddný Wiium húsfreyja í Fagradal og Einar Gestsson bóndi á Hæli, gert veðurathuganir í 25 ár. Veðurstofan kann öllum þessum starfsmönnum sínum þakkir fyrir störf þeirra. Nýjar stöövar: Veðurathuganir hófust á Mýrum í Álftaveri í apríl. Þar eru gerðar athuganir kl. 8, 17, 20 og 23 og skeyti send Veðurstofunni nema kl 20. Athugunarmaður er Símon Pálsson bóndi. Úrkomumœlingar hófust í júlí i Mjólkárorkuveri, athugunarmaður Bjami Skarphéð- insson, og á Grímsárvirkjun í ágúst, athugunarmaður Aage Steinsson stöðvarstjóri. I Sigölduveri (64° 10' N, 19° 10' W, hæð 421 m) við Tungnaá voru gerðar úrkomumæl- ingar í júlí og ágúst. Starfsmenn Raforkumálaskrifstofunnar önnuðust þar mælingar. Breytingar á athugunartímum. Byrjað var að senda veðurskeyti kl. 23 frá Eyrar- bakka í janúar. 1 ágústmánuði hófust veðurathuganir kl. 20 á Máná. Þær athuganir eru ekki sendar í veðurskeyti. Á Þingvöilum féllu athuganir niður í júli og ágúst, en eftir það voru þar aðeins gerðar athuganir kl. 8 og 17. Eftirlitsferöir: Veðurfræðingar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri, Dalatanga, Djúpavog, Egilsstaði, Fagradal, Galtarvita, Grimsárvirkjun, Grímsstaði, Gunnhildargerði, Hallormsstað, Hof, Hornbjargsvita, Hvallátur, Hæl, Höskuldarnes, Jaðar, Kirkjubæjarklaustur, Kvígindisdal, Lambavatn, Loftsali, Máná, Mjólkárorkuver, Mýrar í Álftaveri, Möðrudal, Raufarhöfn, Reykhóla, Reykjahlíð, Sauðárkrók, Seyðis- fjörð, Skoruvík, Skriðuklaustur, Teigarhorn, Vegatungu, Vik i Mýrdal, Þingvelli og Þorvaldsstaði. Nýtt mœlaskýli var reist á Mýrum i Álftaveri í júní og á Kjörvogi í nóvember. Úrkomumælar meö vindhlíf voru settir upp á eftirtöldum stöðvum: Rjúpnahæð í marz, og hófust þá venjulegar úrkomumælingar á þeim stað, Sigölduveri og Mýrum í Álftaveri í júní, Grimsárvirkjun og Mjólkárorkuveri í júlí. Athuganir á skiyum. Á eftirtöldum skipum voru gerðar veðurathuganir og skeyti send fyrir atbeina Veðurstofunnar: Ms. Amarfelli, Dettifossi, Dísarfelli, Goðafossi, Gull- fossi, Hamrafelli, Hvassafelli, Kötlu, Reykjafossi, Selfossi, Tröllafossi, Tungufossi, bv. Júni og vs. Ægi. Útgáfustarfsemi, veðurspár og útvarp veðurfregna. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar 1957 og ársyfirlit 1955, 1956 og 1957. Gefn- ar voru út jarðskjálftaskýrslur 1958 og einnig bráðabirgðayfirlit um jarðskjálfta, sem mældust á mæla Veðurstofunnar frá september 1958 til október 1959, en sú útgáfa hófst árið 1957 í tilefni jarðeðlisfræðiársins. Þ. 5. nóvember var byrjað að útvarpa veðurspám til tveggja daga. Til þess að undir- búa þessar spár var tekin upp sérstök veðurkortagerð. Var gert daglegt kort yfir hæð 500 mb þrýstiflatar og það notað til að gera spá um þá háloftastrauma, er flytja lægðir, hæðir og önnur veðrasvæði við jörð. Á þessu var svo byggð almenn veðurspá fyrir landið allt. Eftir því sem tök voru á, var þó gerður greinarmunur á spánni fyrir einstaka lands- f jórðunga. Var spáin lesin í útvarp kl. 20 og 22 á hverju kvöldi nema sunnudaga og mið- vikudaga. Að öðru leyti var útvarp veðurfregna óbreytt. Jarðeðlisfræðirannsóknir. I júlímánuði komu hingað til lands sænskir visindamenn undir stjórn dr. M. Báth frá jarðskjálftarannsóknarstofnun háskólans í Uppsölum. Dvöldust þeir hér um sex vikna skeið til þess að rannsaka þykkt og eðli jarðskorpunnar á Islandi. 1 þeim tilgangi voru allvíða á landinu mældar jarðhræringar, sem urðu vegna sprenginga, er gerðar voru í Græntavatni við Krýsuvík. Voru notaðir jarðskjálftamælar, sem Svíar höfðu meðferðis. (117)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.