Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1963 ÁRSYFIKLIT SAMID Á VEUURSTOFUIVNI Tíðarfarsyfirlit Árf&rÖi var yfirleitt óhagstætt nema þrjá fyrstu mánuðina og í desember. Loftvægi var 1.4 mb yfir meðalloftvægi áranna 1931—1960. Hæst stóð loftvog 1049.3 mb í Reykjavík 30. janúar kl. 17, en lægst 938.4 mb í Vestmannaeyjum 19. október kl. 17. Hiti var 0.4° undir meðallagi áranna 1931—1960. Kaldast var á Norðurlandi og á Ströndum, %°—1° kaldara en í meðalári, en mildast i Skaftafellssýslum, hiti um meðal- lag. 1 öðrum landshlutum var hiti víðast frá meðallagi að % ° undir því. Árssveifla hitans var litil, frá 6°—7° við austurströndina að 14°—16° í innsveitum á Norðausturlandi. Með ströndum fram á Suður-, Vestur- og Norðurlandi var árssveiflan yfirleitt 8°—11°, en innar i landinu 12°—13°. Júní varð hlýjasti mánuður ársins, en nóvember varð kaldastur. Sjávarhiti við strendur landsins var 0.4° undir meðallagi áranna 1931—1950. Úrkoma var 10% innan við meðallag áranna 1931—1960. Hún var mest að tiltölu við norðurströndina, en þar var hún yfirleitt frá meðallagi að % umfram það, en minnst á Suðvestur- og Vesturlandi, víðast 75%—90% af meðalúrkomu. Mest var ársúrkoman á Kvískerjum 3334 mm, en mest var hún að tiltölu á Húsavík 43% umfram meðallag. Minnst mældist úrkoman á Grímsstöðum 268 mm, en minnst eftir hætti á Reykhólum, en þar vantaði 38% á að meðallagi væri náð. Mesta sólarhringsúrkoma á árinu var 91.0 mm og mældist við Andakílsárvirkjun 19. september. Sama dag mældust 90.4 mm i Svína- hrauni, og i 40 skipti mældist úrkoma milli 50 og 86 mm á ýmsum stöðvum, þar af 10 sinnum á Kvískerjum. Sólskin mældist 1284 klst. í Reykjavík, og er það 35 klst. umfram meðallag áranna 1931—1960. Á Reykhólum mældust 1188 klst. og á Akureyri 967 klst., sem er 5 klst. meira en meðallag á árunum 1931—1960. Á Höskuldarnesi mældust 910 klst., á Hallormsstað 981 klst. og á Hólum í Hornafirði 1064 klst. Veturinn (desember 1962—marz 1963) var mjög hagstæður. Hiti var 0.7° yfir meðal- lagi. Mildast var á Suður- og Vesturlandi, yfirleitt rösklega 1° hlýrra en í meðalári, en kaldast á Norðaustur- og Austurlandi, hiti frá meðallagi að yfir því. Hiti var 5°—7° yfir meðallagi í 16 daga og frá meðallagi að 4° yfir því í 73 daga. I 20 daga var 1°—4° kaldara en í meðalári, og 12 daga var 5°—8° kaldara en venja er til. Úrkoma var minni en í meðalári. Sunnanlands og vestan var hún víðast 90—110% af meðalúrkomu, en norð- anlands og austan var úrkoma breytileg eða allt frá 10% umfram meðallag og niður í helming af meðalúrkomu. Vorið (apríl—maí) var óhagstætt. Hiti var 0.7° undir meðallagi. Mjög slæmt norðan- áhlaup með brunafrosti gerði um miðjan apríl. Kaldast var vestantil á Norðurlandi og á Ströndum, 1°—1%° undir meðallagi, en mildast á Suðausturlandi, vestur á Suðurlands- undirlendi og við austurströndina. Hiti var þar um meðallag eða innan við % ° undir því. í 27 daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir því, og þrjá daga var 5°—7° hlýrra en í meðal- ári. 1 25 daga var hiti 1°—4° undir meðallagi, 5 daga var 5°—10° kaldara en í meðalári, og einn dag fór hiti 12° niður fyrir meðallag. Úrkoma var rösklega % meiri en í meðal- ári. Austanlands og norðaustan var viða meira en tvöföld meðalúrkoma, en við Faxaflóa og sunnanverðan Breiðafjörð mældust 75—95% af meðalúrkomu. Sumarið (júní—september) var óhagstætt nema fyrsti mánuðurinn. Hiti var 1.4° undir meðallagi. Kaldast var á Ströndum, 2° undir meðaílagi, og er þetta kaldasta sumar þar frá því að mælingar hófust á Grænhóli síðsumars 1921. Við suður- og austurströndina var hlýjast, en hiti þó M>°—1° undir meðallagi. I 42 daga var hiti frá meðallagi að 3° yfir því, en 80 daga var 1°—5° kaldara en í meðalári. Úrkoma var % af meðalúrkomu. Hún var yfir meðallagi á Suðausturlandi og á Mið-Norðurlandi, en annars yfirleitt undir því. 1 Reykjavík voru sólskinsstundir 13 umfram meðallag, og á Akureyri töldust þær 76 fleiri en í meðalári. Heyfengur var með minna móti og uppskera úr görðum rýr. Haustið (október—nóvember) var óhagstætt er á leið. Hiti var 1.6° undir meðallagi. Kaldast var á svæðinu frá Vestfjörðum til Eyjafjarðar, 2°—2%° kaldara en í meðalári. Mildast var á Suðausturlandi, en þar var um 1° kaldara en venja er til. 1 24 daga var hiti frá meðallagi að 5° yfir því, í 26 daga var 1°—4° kaldara en í meðalári, og 11 daga var hiti 5°—9° undir meðallagi. Úrkoma var 10° innan við meðallag. Hún var allbreyti- leg, mest tæp 50% umfram meðallag og minnst tæpur helmingur af meðalúrkomu. Á flestum stöðvum var hún þó frá % af meðalúrkomu og upp í meðallag. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.